Hrakfarir við Jökulsárlón: „Þetta var smá hasar“ Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 8. desember 2022 20:01 Betur fór en á horfðist að sögn Tómasar Tómas Ragnarsson „Hún gleymir þessu líklega seint. Menn geta nú ekki alltaf valið hvað minningar þeir taka með frá Íslandi,“ segir Tómas Ragnarsson, leiðsögumaður sem staddur var við Jökulsárlón á fjórða tímanum í dag þegar ferðamaður steypti bifreið niður brekku og beint út í lónið. Tómas starfar sem leiðsögumaður hjá BusTravel Iceland og var staddur á svæðinu ásamt hópi ferðamanna fyrr í dag. Smellti hann meðfylgjandi ljósmyndum af atvikinu. „Ég var semsagt með hópnum mínum þarna megin og svo var ein sem gleymdi að mæta þannig að ég fór með restina af hópnum niður í Fellsfjöru og fór svo til baka til að leita að konunni. Það var þá sem ég sá þetta gerast,“ segir Tómas í samtali við Vísi. Tómas Ragnarsson Hann segist hafa heyrt skarkala fyrir aftan sig og þegar hann sneri sér við sá hann ferðamanninn, unga stúlku, þar sem hún hékk hálf út úr bifreiðinni sem mallaði hægt og rólega í átt að lóninu. „Það sem ég held að hafi gerst er að hún hafi teygt sig inn í bílinn og ætlað að setja hann í gang en ekki áttað sig á að bílinn var í gír, og síðan hefur hún startað honum í gang. Bíllinn fer í gang og mallar áfram og hún hangir þarna einhvern veginn hálf í bílnum. Ég hendi frá mér símanum og hleyp af stað og er svona hálfnaður kominn að henni þegar hún nær að losa sig.“ Tómas segist þá hafa reynt að bjarga bílnum en það hafi ekki borið árangur. „Svo trítlaði bíllinn hægt og rólega út í vatn. Bílinn var sem sagt í gangi á meðan þetta gerðist. Ég fór út í bílinn og ætlaði að sjá hvort ég gæti bakkað honum út en gat það ekki þannig að ég drap bara á honum.“ Stúlkunni varð þó ekki meint af þessu óhappi. „Fólk var þarna farið að stumra yfir henni og það var í sjálfu sér lítið meira sem ég gat gert. Núna sit ég bara og horfi á skóna mína þorna hægt og rólega við miðstöðvarmótorinn.“ Sveitarfélagið Hornafjörður Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira
Tómas starfar sem leiðsögumaður hjá BusTravel Iceland og var staddur á svæðinu ásamt hópi ferðamanna fyrr í dag. Smellti hann meðfylgjandi ljósmyndum af atvikinu. „Ég var semsagt með hópnum mínum þarna megin og svo var ein sem gleymdi að mæta þannig að ég fór með restina af hópnum niður í Fellsfjöru og fór svo til baka til að leita að konunni. Það var þá sem ég sá þetta gerast,“ segir Tómas í samtali við Vísi. Tómas Ragnarsson Hann segist hafa heyrt skarkala fyrir aftan sig og þegar hann sneri sér við sá hann ferðamanninn, unga stúlku, þar sem hún hékk hálf út úr bifreiðinni sem mallaði hægt og rólega í átt að lóninu. „Það sem ég held að hafi gerst er að hún hafi teygt sig inn í bílinn og ætlað að setja hann í gang en ekki áttað sig á að bílinn var í gír, og síðan hefur hún startað honum í gang. Bíllinn fer í gang og mallar áfram og hún hangir þarna einhvern veginn hálf í bílnum. Ég hendi frá mér símanum og hleyp af stað og er svona hálfnaður kominn að henni þegar hún nær að losa sig.“ Tómas segist þá hafa reynt að bjarga bílnum en það hafi ekki borið árangur. „Svo trítlaði bíllinn hægt og rólega út í vatn. Bílinn var sem sagt í gangi á meðan þetta gerðist. Ég fór út í bílinn og ætlaði að sjá hvort ég gæti bakkað honum út en gat það ekki þannig að ég drap bara á honum.“ Stúlkunni varð þó ekki meint af þessu óhappi. „Fólk var þarna farið að stumra yfir henni og það var í sjálfu sér lítið meira sem ég gat gert. Núna sit ég bara og horfi á skóna mína þorna hægt og rólega við miðstöðvarmótorinn.“
Sveitarfélagið Hornafjörður Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira