Þrátt fyrir allt „nautheimsk vél“ með tilheyrandi göllum Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. desember 2022 10:30 Gervigreind mun aldrei geta komið í staðinn fyrir mennska listamenn, að mati listamanns sem unnið hefur með slíka tækni. Nýr veruleiki blasi þó við - og hann hefur orðið var við áhyggjur af hinni ógurlega hröðu þróun í ákveðnum kreðsum. Við kynntum okkur nýjasta gervigreindaræðið á samfélagsmiðlum. Við fjölluðum um ótrúlega framþróun opinna myndgreiningarforrita, sem geta skilað af sér listaverkum af öllu sem hugurinn girnist á örfáum sekúndum, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í lok mánaðar. Og nýtt æði, þessu skylt, hefur skekið samfélagsmiðla síðustu daga. Tímalínur landsmanna eru stútfullar af gervigreindarportrettum, þar sem viðfangsefnin eru túlkuð á afar fjölbreyttan hátt. Smáforritið sem notað er heitir Lensa. Greiða þarf fyrir notkun og svo hleður notandinn inn allt að tuttugu sjálfsmyndum sem gervigreind notar svo til að framkalla portrettin. Samtalið byrjað í sumum kreðsum Fréttamaður lét sjálfur reyna á gervigreindina og sýnir niðurstöður í fréttinni hér að ofan. Afurðirnar voru sannarlega misvel heppnaðar. En hvað þýðir þetta fyrir heim listarinnar? „Á einn hátt er þetta svolítið „video killed the radio star“. En á annan hátt þýðir þetta kannski ekki neitt,“ segir Anton Kaldal Ágústsson, myndlistar- og tónlistarmaður. Í því samhengi bendir hann á að gervigreindin sé þrátt fyrir allt nautheimsk vél - með tilheyrandi göllum. En það örli vissulega á áhyggjum af framtíðinni. „Erlendis er samtalið aðeins byrjað í einhverjum kreðsum. En tæknin er komin töluvert á undan lögfræðinni og höfundarréttinum.“ Með Lensa greiðir notandinn sjö Bandaríkjadali og fær fyrir fimmtíu portrett á örfáum mínútum. Ekki amalegur díll, þó að netverjar hafi raunar furðað sig á því í vikunni að fólk væri að borga fyrir portrettin. þið eruð raunverulega að borga peninga fyrir þessar ljótu myndir af ykkur?— Berglind Festival (@ergblind) December 8, 2022 Gæti þetta á endanum leyst listamenn af hólmi? „Alls ekki. Alls ekki,“ segir Anton. „Þetta er í raun, ef eitthvað þá er þetta tól. En auðvitað geri ég mér líka grein fyrir því að þetta er hröð þróun. En þú þarft alltaf manneskjuna til að fá hugmyndina.“ Tækni Samfélagsmiðlar Gervigreind Mest lesið Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Skilar samkeppnin okkur samkeppnishæfu matarverði? Neytendur Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Sjá meira
Við fjölluðum um ótrúlega framþróun opinna myndgreiningarforrita, sem geta skilað af sér listaverkum af öllu sem hugurinn girnist á örfáum sekúndum, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í lok mánaðar. Og nýtt æði, þessu skylt, hefur skekið samfélagsmiðla síðustu daga. Tímalínur landsmanna eru stútfullar af gervigreindarportrettum, þar sem viðfangsefnin eru túlkuð á afar fjölbreyttan hátt. Smáforritið sem notað er heitir Lensa. Greiða þarf fyrir notkun og svo hleður notandinn inn allt að tuttugu sjálfsmyndum sem gervigreind notar svo til að framkalla portrettin. Samtalið byrjað í sumum kreðsum Fréttamaður lét sjálfur reyna á gervigreindina og sýnir niðurstöður í fréttinni hér að ofan. Afurðirnar voru sannarlega misvel heppnaðar. En hvað þýðir þetta fyrir heim listarinnar? „Á einn hátt er þetta svolítið „video killed the radio star“. En á annan hátt þýðir þetta kannski ekki neitt,“ segir Anton Kaldal Ágústsson, myndlistar- og tónlistarmaður. Í því samhengi bendir hann á að gervigreindin sé þrátt fyrir allt nautheimsk vél - með tilheyrandi göllum. En það örli vissulega á áhyggjum af framtíðinni. „Erlendis er samtalið aðeins byrjað í einhverjum kreðsum. En tæknin er komin töluvert á undan lögfræðinni og höfundarréttinum.“ Með Lensa greiðir notandinn sjö Bandaríkjadali og fær fyrir fimmtíu portrett á örfáum mínútum. Ekki amalegur díll, þó að netverjar hafi raunar furðað sig á því í vikunni að fólk væri að borga fyrir portrettin. þið eruð raunverulega að borga peninga fyrir þessar ljótu myndir af ykkur?— Berglind Festival (@ergblind) December 8, 2022 Gæti þetta á endanum leyst listamenn af hólmi? „Alls ekki. Alls ekki,“ segir Anton. „Þetta er í raun, ef eitthvað þá er þetta tól. En auðvitað geri ég mér líka grein fyrir því að þetta er hröð þróun. En þú þarft alltaf manneskjuna til að fá hugmyndina.“
Tækni Samfélagsmiðlar Gervigreind Mest lesið Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Skilar samkeppnin okkur samkeppnishæfu matarverði? Neytendur Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Sjá meira