Tillögum frá starfshópi lekið: Lagði til að rekið yrði spilavíti á Íslandi Bjarki Sigurðsson skrifar 11. desember 2022 13:31 Spilakassar í Vídeómarkaðnum í Hamraborg. Vísir/Vilhelm Happdrætti Háskóla Íslands (HHÍ) hefur óskað eftir því að fá að reka spilavíti hér á landi og bjóða upp á fjárhættuspil á netinu. Heimspekingur líkir notkun háskólans á fjármunum úr spilakassarekstri við notkun á fjármunum frá Jeffrey Epstein. Miðillinn Times Higher Education (THE) kveður sig hafa gögn sem starfshópur á vegum dómsmálaráðuneytisins sendi ráðuneytinu þar sem rætt er um að fá að reka spilavíti hér á landi. Gögnin hafa ekki verið gerð opinber en í grein THE segir að fjöldi sérfræðinga sem hópurinn ræddi við hafi mælt gegn rekstri spilavítis. Rétt er að taka fram að fréttastofa hefur gögnin ekki undir höndunum og þessi grein því byggð á skrifum THE. Skoða að víkka löggjöfina Starfshópurinn skilaði tillögunum til ráðuneytisins í síðustu viku. Í þeim er meðal annars sá vandi skoðaður að fleiri og fleiri eru að stunda veðmál í spilakössum á erlendum vefsíðum. Bryndís Hrafnkelsdóttir, forstjóri HHÍ, er sögð hafa velt því fyrir sér hvort lausnin sé að víkka spilavítislöggjöfina hér á landi og mögulega hefja rekstur spilavítis. „Íslensk stjórnvöld hafa verið andvaralaus með því að berjast ekki gegn þessum vefsíðum og hægt væri að færa rök fyrir því að aðgerðarleysi þeirra sé helst ógnin við íslenskan fjárhættuspila- og happdrættismarkað,“ hefur blaðamaður THE eftir Bryndísi í grein sinni. Spilarakort í vinnslu Þá kemur fram að HHÍ hafi byrjað vinnu við að innleiða svokölluð spilarakort í staðinn fyrir að fólk setji seðla í spilakassana líkt og eini möguleikinn er í dag. Með því sé auðveldara fyrir spilara að takmarka fjárhæðirnar sem þeir eyða í kössunum. Fjallað var ítarlega um spilakassa í Kompási fyrir tveimur árum síðan. Hægt er að horfa á þáttinn í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Kompás - Spilafíkn í samkomubanni Fleiri starfshópar hafa starfað í kringum rekstur spilakassa, þar á meðal einn á vegum Háskóla Íslands sem skilaði tillögum sínum í fyrrasumar. Einn meðlimur þess hóps var heimspekinginn Henry Alexander Henrysson. Að hans mati er það eina í stöðunni að háskólinn takmarki og að lokum hætti allri starfsemi spilakassa hér á landi. Mikið af því fjármagni sem HHÍ fær í gegnum spilakassana fer í uppbyggingu og viðhald bygginga Háskóla Íslands. Henry líkti þeirri fjármögnun við það ef Jeffrey Epstein hefði greitt fyrir byggingarnar. „Það skiptir máli hvaðan peningarnir koma. Kröfur samfélagsins hafa breyst í gegnum árin. Það vill enginn vera á háskólasvæði þar sem rannsóknarstöð fjármögnuð af Jeffrey Epstein er staðsett,“ er haft eftir Henry. Hann vill meina að siðfræðilega finnist fólki það svipað að vera í byggingu fjármagnaðri af barnaníðingi og byggingu fjármagnaðri af stofnun sem græðir á spilafíklum. Sigurður Kári Kristjánsson, lögmaður og jafnframt formaður, án tilnefningar Fanney Óskarsdóttir, lögfræðingur á skrifstofu réttinda einstaklinga, án tilnefningar Sveinn M. Bragason, sérfræðingur á skrifstofu fjármála og rekstrar, án tilnefningar Auður Cela Sigrúnardóttir, starfsmaður Íslandsspila, tilnefnd af Íslandsspilum Lárus Blöndal, lögmaður og forseti Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, tilnefndur af Getspá/Getraunum Guðni Bergsson, lögmaður og formaður Knattspyrnusambands Íslands, tilnefndur af Getspá/Getraunum Anna Lilja Ragnarsdóttir, löglærður fulltrúi hjá sýslumannsembættinu á Höfn, tilnefnd af sýslumanninum á Suðurlandi Guðmundur Löve, framkvæmdastjóri, tilnefndur af happdrætti SÍBS Bryndís Hrafnkelsdóttir, forstjóri, tilnefnd af happdrætti HHÍ Sigurður Ágúst Sigurðsson, forstjóri, tilnefndur af happdrætti DAS Alma Björk Hafsteinsdóttir, fíkni- og fjölskyldumarkþjálfi, tilnefnd af Samtökum áhugafólks um spilafíkn Fíkn Heilbrigðismál Fjárhættuspil Stjórnsýsla Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Fleiri fréttir Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Sjá meira
Miðillinn Times Higher Education (THE) kveður sig hafa gögn sem starfshópur á vegum dómsmálaráðuneytisins sendi ráðuneytinu þar sem rætt er um að fá að reka spilavíti hér á landi. Gögnin hafa ekki verið gerð opinber en í grein THE segir að fjöldi sérfræðinga sem hópurinn ræddi við hafi mælt gegn rekstri spilavítis. Rétt er að taka fram að fréttastofa hefur gögnin ekki undir höndunum og þessi grein því byggð á skrifum THE. Skoða að víkka löggjöfina Starfshópurinn skilaði tillögunum til ráðuneytisins í síðustu viku. Í þeim er meðal annars sá vandi skoðaður að fleiri og fleiri eru að stunda veðmál í spilakössum á erlendum vefsíðum. Bryndís Hrafnkelsdóttir, forstjóri HHÍ, er sögð hafa velt því fyrir sér hvort lausnin sé að víkka spilavítislöggjöfina hér á landi og mögulega hefja rekstur spilavítis. „Íslensk stjórnvöld hafa verið andvaralaus með því að berjast ekki gegn þessum vefsíðum og hægt væri að færa rök fyrir því að aðgerðarleysi þeirra sé helst ógnin við íslenskan fjárhættuspila- og happdrættismarkað,“ hefur blaðamaður THE eftir Bryndísi í grein sinni. Spilarakort í vinnslu Þá kemur fram að HHÍ hafi byrjað vinnu við að innleiða svokölluð spilarakort í staðinn fyrir að fólk setji seðla í spilakassana líkt og eini möguleikinn er í dag. Með því sé auðveldara fyrir spilara að takmarka fjárhæðirnar sem þeir eyða í kössunum. Fjallað var ítarlega um spilakassa í Kompási fyrir tveimur árum síðan. Hægt er að horfa á þáttinn í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Kompás - Spilafíkn í samkomubanni Fleiri starfshópar hafa starfað í kringum rekstur spilakassa, þar á meðal einn á vegum Háskóla Íslands sem skilaði tillögum sínum í fyrrasumar. Einn meðlimur þess hóps var heimspekinginn Henry Alexander Henrysson. Að hans mati er það eina í stöðunni að háskólinn takmarki og að lokum hætti allri starfsemi spilakassa hér á landi. Mikið af því fjármagni sem HHÍ fær í gegnum spilakassana fer í uppbyggingu og viðhald bygginga Háskóla Íslands. Henry líkti þeirri fjármögnun við það ef Jeffrey Epstein hefði greitt fyrir byggingarnar. „Það skiptir máli hvaðan peningarnir koma. Kröfur samfélagsins hafa breyst í gegnum árin. Það vill enginn vera á háskólasvæði þar sem rannsóknarstöð fjármögnuð af Jeffrey Epstein er staðsett,“ er haft eftir Henry. Hann vill meina að siðfræðilega finnist fólki það svipað að vera í byggingu fjármagnaðri af barnaníðingi og byggingu fjármagnaðri af stofnun sem græðir á spilafíklum. Sigurður Kári Kristjánsson, lögmaður og jafnframt formaður, án tilnefningar Fanney Óskarsdóttir, lögfræðingur á skrifstofu réttinda einstaklinga, án tilnefningar Sveinn M. Bragason, sérfræðingur á skrifstofu fjármála og rekstrar, án tilnefningar Auður Cela Sigrúnardóttir, starfsmaður Íslandsspila, tilnefnd af Íslandsspilum Lárus Blöndal, lögmaður og forseti Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, tilnefndur af Getspá/Getraunum Guðni Bergsson, lögmaður og formaður Knattspyrnusambands Íslands, tilnefndur af Getspá/Getraunum Anna Lilja Ragnarsdóttir, löglærður fulltrúi hjá sýslumannsembættinu á Höfn, tilnefnd af sýslumanninum á Suðurlandi Guðmundur Löve, framkvæmdastjóri, tilnefndur af happdrætti SÍBS Bryndís Hrafnkelsdóttir, forstjóri, tilnefnd af happdrætti HHÍ Sigurður Ágúst Sigurðsson, forstjóri, tilnefndur af happdrætti DAS Alma Björk Hafsteinsdóttir, fíkni- og fjölskyldumarkþjálfi, tilnefnd af Samtökum áhugafólks um spilafíkn
Sigurður Kári Kristjánsson, lögmaður og jafnframt formaður, án tilnefningar Fanney Óskarsdóttir, lögfræðingur á skrifstofu réttinda einstaklinga, án tilnefningar Sveinn M. Bragason, sérfræðingur á skrifstofu fjármála og rekstrar, án tilnefningar Auður Cela Sigrúnardóttir, starfsmaður Íslandsspila, tilnefnd af Íslandsspilum Lárus Blöndal, lögmaður og forseti Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, tilnefndur af Getspá/Getraunum Guðni Bergsson, lögmaður og formaður Knattspyrnusambands Íslands, tilnefndur af Getspá/Getraunum Anna Lilja Ragnarsdóttir, löglærður fulltrúi hjá sýslumannsembættinu á Höfn, tilnefnd af sýslumanninum á Suðurlandi Guðmundur Löve, framkvæmdastjóri, tilnefndur af happdrætti SÍBS Bryndís Hrafnkelsdóttir, forstjóri, tilnefnd af happdrætti HHÍ Sigurður Ágúst Sigurðsson, forstjóri, tilnefndur af happdrætti DAS Alma Björk Hafsteinsdóttir, fíkni- og fjölskyldumarkþjálfi, tilnefnd af Samtökum áhugafólks um spilafíkn
Fíkn Heilbrigðismál Fjárhættuspil Stjórnsýsla Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Fleiri fréttir Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Sjá meira
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent