Greiða atkvæði um fallegustu og ljótustu nýbyggingar ársins Bjarki Sigurðsson skrifar 11. desember 2022 13:27 Þessar fjórar byggingar eru allar tilnefndar í ár. Hópurinn Arkitektúruppreisnin stendur fyrir kosningu um fallegustu og ljótustu nýbyggingar ársins. Að sögn hópsins eru þetta fyrstu arkitektúrverðlaunin á Íslandi þar sem almenningur stjórnar hver sigrar. Tvenn verðlaun eru í boði, Skelfingar medalían og Heiðursverðlaun Arkitektúruppreisnarinnar. Kosningin fer fram á heimasíðu Arkitektúruppreisnarinnar. Þar er einnig hægt að sjá myndir af byggingunum. Skelfingar medalían verður veitt nýbyggingu sem að mati almennings spillir umhverfi sínu. Að sögn Arkitektúruppreisnarinnar hefur því miður ekki verið erfitt að finna tilnefningar í þessum flokki. Hér fyrir neðan má lesa hvaða byggingar er kosið á milli og umsagnir Arkitektúruppreisnarinnar. Hallgerðargata 13 „Þessi dimma og drungalega bygging stendur við sjávarsíðu Reykjavíkur og lítur út eins og misheppnaður Tetris leikur. Lögun þessa gler- steypu- og stálvirkis lætur nýbygginguna líta út eins og skrifstofubyggingu kjarnorkuvers frá 1960.“ Elliðabraut 22 „Þessi nýbygging er sú nýjasta í húsalengju svartra kumbalda á jaðri Norðlingaholts. Nýbyggingin fellur mjög illa að nærliggjandi náttúrusvæði og tekur þátt í að búa til skuggalega og kalda heildarmynd fyrir hverfið. Fagurfræði hefur ekki verið faktor í hönnunarferlinu.“ Álalækur 1-3 „Þessi nýbygging er nánast þveröfugt við það sem mætti telja manneskjulegt og lífvænlegt. Grámygluleg og einsleit kassabygging sem gerir ekkert til að skapa fallegt umhverfi.“ Gerplustræti 21 „Þessi nýbygging er sú nýjasta í götumynd nákvæmlega eins fjölbýlishúsa. Litavalið á klæðningunni er að sjálfsögðu grár, en örlítill hluti byggingarinnar er klæddur timbri. Þó er það ekki nóg til að lífga upp á þessa ferköntuðu byggingu þar sem sjónsteypa er það sem einkennir þá hlið.“ Hús íslenskunnar „Nýbygging Háskóla Íslands undir starfsemi Stofnunar Árna Magnússonar mun hýsa fjölbreytta starfsemi, en henni tekst afar illa að fegra umhverfið í kringum sig. Byggingin er eins og ryðgaður olíutankur sem er brotinn upp með gler- og sjónsteypukössum. Byggingin minnir á yfirgefna verksmiðju.“ Sunnusmári 1-5 „Þessi húsaröð er hluti af þéttingarreit í Kópavogi og er nánast Copy/Paste af hinu dæmigerða verktakafjölbýlishúsi. Þau vaxa eins og bólur um allar grundir. Nýbyggingin skapar myrka, kalda og ólífvænlega skuggaborg á þéttingarreit sem hafði mikla möguleika fyrir fallega uppbyggingu og þéttingu. Engin furða að margir eru skíthræddir við þéttingu byggðar þegar þetta er arkitektúrinn sem við fáum.“ Hringhamar 7 „Grátt, grátt og... grátt. Þessi nýbygging reynir að brjóta upp á einsleitnina með því að vera dökk- og ljósgrá til skiptis. Það reynist ekki nóg til að gera bygginguna fallega, né fela einsleitnina. Byggingin er ennþá gráleitur kassi. Litir og smáatriði hefðu breytt miklu.“ Móavellir 4 „Svartur kassi. Hvað er annað hægt að segja? Á landi sem er þekkt fyrir skammdegi og hvassviðri virðist einsleitur svartur kassi ekki gera annað en að gera skammdegið kaldara og dimmara. Ekki nær viðarklæðningin að bjarga þessari byggingu frá einsleitninni, en hún minnir helst á IKEA mublu sem hefur verið sett vitlaust saman.“ Heiðursverðlaun Arkitektúruppreisnarinnar eru veitt fallegri og vel aðlagaðri nýbyggingu sem íbúar meta til mikils. Að þessu sinni fengu sjö byggingar tilnefningu. Eskiás 1 Hotel Reykjavík Saga Akralundur 1-5 Móberg Bergþórugata 10-12 Laugavegur 67a Hverfisgata 88 Arkitektúr Mest lesið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Elskar að bera klúta Lífið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið „Ekkert of gott að vera of grannur“ Lífið Knútur vann graskerskeppni FM957 og Fjarðarkaupa Lífið samstarf Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Lífið Fleiri fréttir Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Sjá meira
Tvenn verðlaun eru í boði, Skelfingar medalían og Heiðursverðlaun Arkitektúruppreisnarinnar. Kosningin fer fram á heimasíðu Arkitektúruppreisnarinnar. Þar er einnig hægt að sjá myndir af byggingunum. Skelfingar medalían verður veitt nýbyggingu sem að mati almennings spillir umhverfi sínu. Að sögn Arkitektúruppreisnarinnar hefur því miður ekki verið erfitt að finna tilnefningar í þessum flokki. Hér fyrir neðan má lesa hvaða byggingar er kosið á milli og umsagnir Arkitektúruppreisnarinnar. Hallgerðargata 13 „Þessi dimma og drungalega bygging stendur við sjávarsíðu Reykjavíkur og lítur út eins og misheppnaður Tetris leikur. Lögun þessa gler- steypu- og stálvirkis lætur nýbygginguna líta út eins og skrifstofubyggingu kjarnorkuvers frá 1960.“ Elliðabraut 22 „Þessi nýbygging er sú nýjasta í húsalengju svartra kumbalda á jaðri Norðlingaholts. Nýbyggingin fellur mjög illa að nærliggjandi náttúrusvæði og tekur þátt í að búa til skuggalega og kalda heildarmynd fyrir hverfið. Fagurfræði hefur ekki verið faktor í hönnunarferlinu.“ Álalækur 1-3 „Þessi nýbygging er nánast þveröfugt við það sem mætti telja manneskjulegt og lífvænlegt. Grámygluleg og einsleit kassabygging sem gerir ekkert til að skapa fallegt umhverfi.“ Gerplustræti 21 „Þessi nýbygging er sú nýjasta í götumynd nákvæmlega eins fjölbýlishúsa. Litavalið á klæðningunni er að sjálfsögðu grár, en örlítill hluti byggingarinnar er klæddur timbri. Þó er það ekki nóg til að lífga upp á þessa ferköntuðu byggingu þar sem sjónsteypa er það sem einkennir þá hlið.“ Hús íslenskunnar „Nýbygging Háskóla Íslands undir starfsemi Stofnunar Árna Magnússonar mun hýsa fjölbreytta starfsemi, en henni tekst afar illa að fegra umhverfið í kringum sig. Byggingin er eins og ryðgaður olíutankur sem er brotinn upp með gler- og sjónsteypukössum. Byggingin minnir á yfirgefna verksmiðju.“ Sunnusmári 1-5 „Þessi húsaröð er hluti af þéttingarreit í Kópavogi og er nánast Copy/Paste af hinu dæmigerða verktakafjölbýlishúsi. Þau vaxa eins og bólur um allar grundir. Nýbyggingin skapar myrka, kalda og ólífvænlega skuggaborg á þéttingarreit sem hafði mikla möguleika fyrir fallega uppbyggingu og þéttingu. Engin furða að margir eru skíthræddir við þéttingu byggðar þegar þetta er arkitektúrinn sem við fáum.“ Hringhamar 7 „Grátt, grátt og... grátt. Þessi nýbygging reynir að brjóta upp á einsleitnina með því að vera dökk- og ljósgrá til skiptis. Það reynist ekki nóg til að gera bygginguna fallega, né fela einsleitnina. Byggingin er ennþá gráleitur kassi. Litir og smáatriði hefðu breytt miklu.“ Móavellir 4 „Svartur kassi. Hvað er annað hægt að segja? Á landi sem er þekkt fyrir skammdegi og hvassviðri virðist einsleitur svartur kassi ekki gera annað en að gera skammdegið kaldara og dimmara. Ekki nær viðarklæðningin að bjarga þessari byggingu frá einsleitninni, en hún minnir helst á IKEA mublu sem hefur verið sett vitlaust saman.“ Heiðursverðlaun Arkitektúruppreisnarinnar eru veitt fallegri og vel aðlagaðri nýbyggingu sem íbúar meta til mikils. Að þessu sinni fengu sjö byggingar tilnefningu. Eskiás 1 Hotel Reykjavík Saga Akralundur 1-5 Móberg Bergþórugata 10-12 Laugavegur 67a Hverfisgata 88
Arkitektúr Mest lesið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Elskar að bera klúta Lífið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið „Ekkert of gott að vera of grannur“ Lífið Knútur vann graskerskeppni FM957 og Fjarðarkaupa Lífið samstarf Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Lífið Fleiri fréttir Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Sjá meira