Tvö þúsund íslenskum minkum ætlað að fara fyrir upprisu nýs dansks minkastofns Atli Ísleifsson skrifar 12. desember 2022 09:38 Ríkisstjórn Danmerkur tók ákvörðun um það á haustdögum 2020 að öllum 13,5 milljónum minkum í landinu skyldi lógað til að koma í veg fyrir útbreiðslu kórónuveirunnar. Getty Til stendur að flytja tvö þúsund minka frá Íslandi til Danmerkur. Innflutningurinn er liður í því að koma minkarækt aftur af stað í Danmörku eftir að öllum minkum landsins var lógað síðla árs 2020 til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar. DR segir frá málinu í dag. Þar kemur fram að til standi að flytja 10 þúsund minka til landsins frá Noregi, Spáni, Póllandi, Finnlandi og svo Íslandi. Samþykki frá dönskum yfirvöldum er þó enn beðið. Ríkisstjórn Danmerkur tók ákvörðun um það á haustdögum 2020 að öllum 13,5 milljónum minka í landinu skyldi lógað til að koma í veg fyrir útbreiðslu kórónuveirunnar. Ákvörðunin reyndist umdeild í meira lagi og kom í ljós, þegar búið var að fella dýrin, að ákvörðunin ætti ekki stoð í lögum. Ríkisstjórnin tók ennfremur ákvörðun um að minkarækt skyldi bönnuð í landinu til ársloka 2022. Flestir þeir bændur sem stunduðu loðdýrarækt í landinu þáðu styrki frá danska ríkinu til að hætta ræktuninni og eru einungis fáir sem eru sagðir sjá fyrir sér að hefja starfsemi á ný. Einhverjir bændanna komu til Íslands fyrr á árinu til að kanna möguleikann á að flytja minka frá Íslandi til Danmerkur, en minkar á Íslandi eru ættaðir frá danska minkastofninum. „Það skiptir miklu, að þeir eiga rætur að rekja til danskra minka,“ segir loðdýrabóndinn Erik Vammen frá Hobro við DR sem ætlar sér að flytja inn íslenska minka. „Þeir eru í toppgæðum, bæði hvað varðar stærð og gæði. Áætlunin er að þeir verði grunnurinn í danskri minkarækt,“ segir Vammen. Enn eiga loðdýrabændur eftir að ná samkomulagi við yfirvöld um hver eigi að greiða fyrir Covid-sýnatöku fyrir hvert dýr sem flutt er inn til landsins. Segir að hver sýnataka kosti 643 danskar krónur, um 13 þúsund krónur. Danmörk Loðdýrarækt Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Dýr Tengdar fréttir Vona að minkar á Íslandi geti bjargað danska stofninum frá endanlegum dauða Danskir minkabændur hafa heimsótt íslenska starfsbræður sína síðustu daga og binda þeir vonir við að minkar á Íslandi geti bjargað danska minkastofninum frá endanlegum dauða. Danskt blóð rennur í æðum íslenskra minka, en eins og mikið var fjallað um var öllum minkum í Danmörku árið 2020 vegna útbreiddra kórónuveirusmita. 17. mars 2022 10:32 Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Innlent Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Innlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent Fleiri fréttir Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Sjá meira
DR segir frá málinu í dag. Þar kemur fram að til standi að flytja 10 þúsund minka til landsins frá Noregi, Spáni, Póllandi, Finnlandi og svo Íslandi. Samþykki frá dönskum yfirvöldum er þó enn beðið. Ríkisstjórn Danmerkur tók ákvörðun um það á haustdögum 2020 að öllum 13,5 milljónum minka í landinu skyldi lógað til að koma í veg fyrir útbreiðslu kórónuveirunnar. Ákvörðunin reyndist umdeild í meira lagi og kom í ljós, þegar búið var að fella dýrin, að ákvörðunin ætti ekki stoð í lögum. Ríkisstjórnin tók ennfremur ákvörðun um að minkarækt skyldi bönnuð í landinu til ársloka 2022. Flestir þeir bændur sem stunduðu loðdýrarækt í landinu þáðu styrki frá danska ríkinu til að hætta ræktuninni og eru einungis fáir sem eru sagðir sjá fyrir sér að hefja starfsemi á ný. Einhverjir bændanna komu til Íslands fyrr á árinu til að kanna möguleikann á að flytja minka frá Íslandi til Danmerkur, en minkar á Íslandi eru ættaðir frá danska minkastofninum. „Það skiptir miklu, að þeir eiga rætur að rekja til danskra minka,“ segir loðdýrabóndinn Erik Vammen frá Hobro við DR sem ætlar sér að flytja inn íslenska minka. „Þeir eru í toppgæðum, bæði hvað varðar stærð og gæði. Áætlunin er að þeir verði grunnurinn í danskri minkarækt,“ segir Vammen. Enn eiga loðdýrabændur eftir að ná samkomulagi við yfirvöld um hver eigi að greiða fyrir Covid-sýnatöku fyrir hvert dýr sem flutt er inn til landsins. Segir að hver sýnataka kosti 643 danskar krónur, um 13 þúsund krónur.
Danmörk Loðdýrarækt Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Dýr Tengdar fréttir Vona að minkar á Íslandi geti bjargað danska stofninum frá endanlegum dauða Danskir minkabændur hafa heimsótt íslenska starfsbræður sína síðustu daga og binda þeir vonir við að minkar á Íslandi geti bjargað danska minkastofninum frá endanlegum dauða. Danskt blóð rennur í æðum íslenskra minka, en eins og mikið var fjallað um var öllum minkum í Danmörku árið 2020 vegna útbreiddra kórónuveirusmita. 17. mars 2022 10:32 Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Innlent Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Innlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent Fleiri fréttir Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Sjá meira
Vona að minkar á Íslandi geti bjargað danska stofninum frá endanlegum dauða Danskir minkabændur hafa heimsótt íslenska starfsbræður sína síðustu daga og binda þeir vonir við að minkar á Íslandi geti bjargað danska minkastofninum frá endanlegum dauða. Danskt blóð rennur í æðum íslenskra minka, en eins og mikið var fjallað um var öllum minkum í Danmörku árið 2020 vegna útbreiddra kórónuveirusmita. 17. mars 2022 10:32