Mikilvægt að huga að réttri orkunotkun í frostinu Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 12. desember 2022 17:36 Hrefna Hallgrímsdóttir hjá Veitum segir að þegar kuldinn er mikill og viðvarandi sé mikilvægt að huga að orkunotkun og fara vel með. Vísir/Vilhelm „Við stöndum öll í þessum saman og hlúum að þessu,“ segir Hrefna Hallgrímsdóttir forstöðumaður Veitna en frosthörkur á landinu undanfarna daga hafa haft áhrif á upphitun húsa. Hrefna segir ekki ástæðu til að fara sparlega með heita vatnið en mikilvægt sé að fólk fari vel yfir stillingar á heimilum sínum. Hörkufrost hefur verið undanfarna daga og er því spáð áfram út vikuna. Á samfélagsmiðlum hafa sprottið upp umræður þar sem fólk segist hafa átt í erfiðleikum með að hita upp híbýli sín og sumir hafa kvartað yfir því að sturtuvatnið nái einungis að verða volgt. Í samtali við Vísi segir Hrefna að þegar kuldinn er mikill og viðvarandi sé mikilvægt að huga að orkunotkun og fara vel með. Bendir hún á að 90 prósent af heitavatnsnotkun Íslendinga er til húshitunar. Mikilvægt sé að fólk fari yfir stillingar á hitakerfunum heima hjá sér. „Það þarf að passa upp á að stilla hitastigið ekki óþarflega hátt inni í húsunum okkar. Svo þarf hins vegar að passa upp á að það sé ekki óþörf útloftun. Að við séum ekki að galopna gluggana til að kæla niður þegar við erum búin að hita of mikið.“ Aðspurð segir Hrefna að fólk þurfi ekki að huga að því að spara heita vatnið heima hjá sér. Mikilvægast sé að allir fari vel með orkuna. „Það hjálpar til dæmis ef að við förum ekki öll út í heitu pottana okkar þegar það er hvað kaldast úti og reynir mest á. En aðallega er það þetta; að nýta sem best, sleppa ekki út varmanum og huga að óþéttum gluggum og hurðum.“ Veður Hús og heimili Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Hörkufrost hefur verið undanfarna daga og er því spáð áfram út vikuna. Á samfélagsmiðlum hafa sprottið upp umræður þar sem fólk segist hafa átt í erfiðleikum með að hita upp híbýli sín og sumir hafa kvartað yfir því að sturtuvatnið nái einungis að verða volgt. Í samtali við Vísi segir Hrefna að þegar kuldinn er mikill og viðvarandi sé mikilvægt að huga að orkunotkun og fara vel með. Bendir hún á að 90 prósent af heitavatnsnotkun Íslendinga er til húshitunar. Mikilvægt sé að fólk fari yfir stillingar á hitakerfunum heima hjá sér. „Það þarf að passa upp á að stilla hitastigið ekki óþarflega hátt inni í húsunum okkar. Svo þarf hins vegar að passa upp á að það sé ekki óþörf útloftun. Að við séum ekki að galopna gluggana til að kæla niður þegar við erum búin að hita of mikið.“ Aðspurð segir Hrefna að fólk þurfi ekki að huga að því að spara heita vatnið heima hjá sér. Mikilvægast sé að allir fari vel með orkuna. „Það hjálpar til dæmis ef að við förum ekki öll út í heitu pottana okkar þegar það er hvað kaldast úti og reynir mest á. En aðallega er það þetta; að nýta sem best, sleppa ekki út varmanum og huga að óþéttum gluggum og hurðum.“
Veður Hús og heimili Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira