„Við vorum einhverra hluta vegna í handbremsu“ Þorsteinn Hjálmsson skrifar 12. desember 2022 22:45 Patrekur Jóhannesson þungt hugsi. Vísir/Diego Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar, var að einhverju leyti sáttur með stigið sem hans menn fengu í kvöld. Liðið atti þar kappi við FH í hálfleikaskiptum leik sem endaði 29-29. „Við vorum einhverra hluta vegna í handbremsu í fyrri hálfleik og allt of staðir sóknarlega. Gerðum miklu betur í seinni hálfleik. Þá sá ég alvöru hreyfingar og gerðum bara betur, skorum 19 mörk og skutum betur á markið. FH-ingarnir voru sterkari í fyrri en við í seinni. Jafntefli sanngjörn úrslit en mér fannst við gera vel á köflum í restina. Við hefðum þurft að fá eitt mark þarna í lokin, ég hefði viljað það,“ sagði Partrekur. Skörð voru höggvin í lið FH, en liðið var án Phil Döhler og spilaði Ásbjörn Friðriksson ekkert fyrir utan að taka vítaköst. Því var mikil reynslumunur á ungu liði FH og talsvert eldra liði heimamanna. „Við vorum miklu betri í seinni hálfleik. FH er með spræka drengi, þeir voru að hvíla Ása í dag og Döhler, þeir gerðu það bara vel. Bjöggi og Hergeir gerðu vel í seinni og Tandri líka og þá fórum við líka sækja á meiri ferð á háa bakverði FH heldur en við vorum að gera í fyrri hálfleik. Það var flott hjá mínum mönnum í seinni hálfleik, ég er ánægður með þá,“ sagði Patrekur. Liðin mætast aftur í Bikarkeppni HSÍ á fimmtudaginn. Patrekur Jóhannesson ræðir við sína menn.Vísir/Diego „Gaman að spila við FH. Við erum búnir að vera gera vel og erum á góðu rönni undanfarið eftir kannski dapra byrjun. Það er bikarleikur og við vitum að það er hörku verkefni,“ sagði Patrekur og bætti við að honum hlakki til leiksins. Spurður út í stöðu Stjörnunnar í deildinni nú þegar Olís-deildinn er komin í sjö vikna frí hafði Patrekur þetta að segja. „Já og nei. Auðvitað eru væntingar til okkar. Ég er með leikmenn sem eru góðir, margir hverjir í atvinnumennsku, það eru væntingar. Þetta er svona upp og niður. Það skiptir bara máli hvernig við verðum þegar líður á. Við höfum verið í þeirri stöðu að vera með fleiri stig í desember og síðan ekkert getað eftir áramót. Ég vona bara að við nýtum pásuna vel þegar bikarleikurinn er búinn. Ég vil vera í efstu fjórum og það er okkar markmið, það er ekkert leyndarmál. Við þurfum meiri stöðugleika, eins og bara í dag,“ sagði Patrekur að lokum. Handbolti Stjarnan Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Körfubolti Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn Stólarnir fastir í München Körfubolti Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Semenya hættir baráttu sinni Sport Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Fleiri fréttir „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Sjá meira
„Við vorum einhverra hluta vegna í handbremsu í fyrri hálfleik og allt of staðir sóknarlega. Gerðum miklu betur í seinni hálfleik. Þá sá ég alvöru hreyfingar og gerðum bara betur, skorum 19 mörk og skutum betur á markið. FH-ingarnir voru sterkari í fyrri en við í seinni. Jafntefli sanngjörn úrslit en mér fannst við gera vel á köflum í restina. Við hefðum þurft að fá eitt mark þarna í lokin, ég hefði viljað það,“ sagði Partrekur. Skörð voru höggvin í lið FH, en liðið var án Phil Döhler og spilaði Ásbjörn Friðriksson ekkert fyrir utan að taka vítaköst. Því var mikil reynslumunur á ungu liði FH og talsvert eldra liði heimamanna. „Við vorum miklu betri í seinni hálfleik. FH er með spræka drengi, þeir voru að hvíla Ása í dag og Döhler, þeir gerðu það bara vel. Bjöggi og Hergeir gerðu vel í seinni og Tandri líka og þá fórum við líka sækja á meiri ferð á háa bakverði FH heldur en við vorum að gera í fyrri hálfleik. Það var flott hjá mínum mönnum í seinni hálfleik, ég er ánægður með þá,“ sagði Patrekur. Liðin mætast aftur í Bikarkeppni HSÍ á fimmtudaginn. Patrekur Jóhannesson ræðir við sína menn.Vísir/Diego „Gaman að spila við FH. Við erum búnir að vera gera vel og erum á góðu rönni undanfarið eftir kannski dapra byrjun. Það er bikarleikur og við vitum að það er hörku verkefni,“ sagði Patrekur og bætti við að honum hlakki til leiksins. Spurður út í stöðu Stjörnunnar í deildinni nú þegar Olís-deildinn er komin í sjö vikna frí hafði Patrekur þetta að segja. „Já og nei. Auðvitað eru væntingar til okkar. Ég er með leikmenn sem eru góðir, margir hverjir í atvinnumennsku, það eru væntingar. Þetta er svona upp og niður. Það skiptir bara máli hvernig við verðum þegar líður á. Við höfum verið í þeirri stöðu að vera með fleiri stig í desember og síðan ekkert getað eftir áramót. Ég vona bara að við nýtum pásuna vel þegar bikarleikurinn er búinn. Ég vil vera í efstu fjórum og það er okkar markmið, það er ekkert leyndarmál. Við þurfum meiri stöðugleika, eins og bara í dag,“ sagði Patrekur að lokum.
Handbolti Stjarnan Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Körfubolti Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn Stólarnir fastir í München Körfubolti Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Semenya hættir baráttu sinni Sport Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Fleiri fréttir „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Sjá meira