Erik ten Hag: Aðeins Kylian Mbappe er betri en Marcus Rashford Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. desember 2022 15:01 Erik ten Hag ræðir hér við Marcus Rashford eftir að haa tekið hann af velli í leik Manchester United og Arsenal á Old Trafford. Getty/Martin Rickett Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, hefur mikla trú á enska landliðsframherjanum Marcus Rashford. Ten Hag talaði vel um framherjann sinn í nýju viðtali, líkt honum við Kylian Mbappe og sagði að það væri næstum því enginn betri leikmaður í heimi. 'I believe when Marcus's positioning is on the back of the defending line, there is almost no better player in the world.' Manchester United manager Erik ten Hag compares Rashford to Kylian Mbappe | @samuelluckhurst #mufc https://t.co/yzZVSoolWO— Man United News (@ManUtdMEN) December 11, 2022 Rashford hefur náð sér aftur á strik eftir að hollenski stjórinn tók við United liðinu og stóð sig vel með enska landsliðinu á HM í Katar. Rashford er þegar búinn að skora jafnmörg mörk fyrir Manchester United á þessu tímabili og hann gerði allt síðasta tímabil. Hann skoraði þrjú mörk á heimsmeistaramótinu. „Strax frá byrjun sá ég mikla möguleika,“ sagði Erik ten Hag um Rashford í viðtali við heimasíðu Manchester United. Ten Hag: There is Mbappé in this moment... when Rashford is getting in that position, he s great and he s really improved . #MUFC @utdreport When Marcus is on the back of the defending line, there is almost no better player in the world. It s really difficult to stop him . pic.twitter.com/90qY6I45Jl— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) December 12, 2022 „Núna erum við að ná út eitthvað af þessum hæfileikum hans inn á vellinum. Ég trúi því að þegar Rashford kemst inn fyrir varnarlínuna þá er næstum því enginn betri fótboltamaður í heimi í þeirri stöðu,“ sagði Ten Hag. „Það er auðvitað Mbappe, sem er svipuð týpa en þegar Rashford kemst í þessa stöðu þá er hann frábær. Hann hefur líka bætt sig mikið án boltans,“ sagði Ten Hag. Rashford hefur þegar spilað 322 leiki fyrir United eftir að hafa slegið í gegn á 2015-16 tímabilinu en í þeim er hann með 101 mark og 60 stoðsendingar. Erik ten Hag compared Rashford to Mbappe pic.twitter.com/2jg4UGVRQF— ESPN FC (@ESPNFC) December 12, 2022 Samningur hans við félagið rennur út í sumar en United hefur möguleika á að framlengja hann um eitt ár. Ten Hag segir að United ætli að nýta sér það en hvað varðar nýjan framtíðarsamning þá sé það undir Rashford sjálfum komið. „Hann þarf að taka ákvörðun. Það eina sem við getum gert er að sýna honum að þetta sé besta félagið til að vera í. Það er ekki bara menningin í félaginu heldur einnig hvernig við vinnum, hvernig við spilum og hvernig við æfum og bjóðum honum upp á besta staðinn til að bæta sig enn frekar,“ sagði Ten Hag. Enski boltinn Mest lesið Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða Körfubolti Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði Fótbolti Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu Handbolti Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið Fótbolti Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Enski boltinn Sleikti hálsinn á Humphries og gæti sætt rannsókn Sport Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik Handbolti Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Fótbolti Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Fótbolti NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Körfubolti Fleiri fréttir Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Benoný Breki áfram á skotskónum „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Man City sterkari í síðari hálfleik og komið áfram Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Hefur Amorim bætt Man United? Asensio skaut Villa áfram Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Sjá meira
Ten Hag talaði vel um framherjann sinn í nýju viðtali, líkt honum við Kylian Mbappe og sagði að það væri næstum því enginn betri leikmaður í heimi. 'I believe when Marcus's positioning is on the back of the defending line, there is almost no better player in the world.' Manchester United manager Erik ten Hag compares Rashford to Kylian Mbappe | @samuelluckhurst #mufc https://t.co/yzZVSoolWO— Man United News (@ManUtdMEN) December 11, 2022 Rashford hefur náð sér aftur á strik eftir að hollenski stjórinn tók við United liðinu og stóð sig vel með enska landsliðinu á HM í Katar. Rashford er þegar búinn að skora jafnmörg mörk fyrir Manchester United á þessu tímabili og hann gerði allt síðasta tímabil. Hann skoraði þrjú mörk á heimsmeistaramótinu. „Strax frá byrjun sá ég mikla möguleika,“ sagði Erik ten Hag um Rashford í viðtali við heimasíðu Manchester United. Ten Hag: There is Mbappé in this moment... when Rashford is getting in that position, he s great and he s really improved . #MUFC @utdreport When Marcus is on the back of the defending line, there is almost no better player in the world. It s really difficult to stop him . pic.twitter.com/90qY6I45Jl— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) December 12, 2022 „Núna erum við að ná út eitthvað af þessum hæfileikum hans inn á vellinum. Ég trúi því að þegar Rashford kemst inn fyrir varnarlínuna þá er næstum því enginn betri fótboltamaður í heimi í þeirri stöðu,“ sagði Ten Hag. „Það er auðvitað Mbappe, sem er svipuð týpa en þegar Rashford kemst í þessa stöðu þá er hann frábær. Hann hefur líka bætt sig mikið án boltans,“ sagði Ten Hag. Rashford hefur þegar spilað 322 leiki fyrir United eftir að hafa slegið í gegn á 2015-16 tímabilinu en í þeim er hann með 101 mark og 60 stoðsendingar. Erik ten Hag compared Rashford to Mbappe pic.twitter.com/2jg4UGVRQF— ESPN FC (@ESPNFC) December 12, 2022 Samningur hans við félagið rennur út í sumar en United hefur möguleika á að framlengja hann um eitt ár. Ten Hag segir að United ætli að nýta sér það en hvað varðar nýjan framtíðarsamning þá sé það undir Rashford sjálfum komið. „Hann þarf að taka ákvörðun. Það eina sem við getum gert er að sýna honum að þetta sé besta félagið til að vera í. Það er ekki bara menningin í félaginu heldur einnig hvernig við vinnum, hvernig við spilum og hvernig við æfum og bjóðum honum upp á besta staðinn til að bæta sig enn frekar,“ sagði Ten Hag.
Enski boltinn Mest lesið Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða Körfubolti Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði Fótbolti Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu Handbolti Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið Fótbolti Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Enski boltinn Sleikti hálsinn á Humphries og gæti sætt rannsókn Sport Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik Handbolti Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Fótbolti Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Fótbolti NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Körfubolti Fleiri fréttir Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Benoný Breki áfram á skotskónum „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Man City sterkari í síðari hálfleik og komið áfram Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Hefur Amorim bætt Man United? Asensio skaut Villa áfram Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Sjá meira