Tekist á um Jóladagatalið á Alþingi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 14. desember 2022 11:41 Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata og Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins. Vísir/Vilhelm Skiptar skoðanir eru á Alþingi um útspil Útlendingastofnunar vegna Jóladagatals Ríkisútvarpsins. Þingmenn Miðflokksins eru hæstánægðir með upplýsingasíðu stofnunarinnar en þingmaður Pírata spurði hvort að eðlilegt gæti talist að starfsmaður stofnunarinnar hafi verið settur í þá vinnu að horfa á Jóladagatalið. Jóladagatal Ríkisútvarpsins í ár ber nafnið Randalín & Mundi: Dagar í desember. Meðal þess sem fjallað er um í dagatalinu er fólk á flótta. Bekkjarsystir Randalínar og Munda er dóttir forstjóra Útlendingastofnunar en leikkonan Ilmur Kristjánsdóttir, sem einnig er handritshöfundur þáttanna, fer með hlutverk forstjórans. Vegna umfjöllunar dagatalsins ákvað Útlendingastofnun að setja upp upplýsingasíðu fyrir börn sem vilja fræðast frekar um málefni flóttamanna á Íslandi. Á síðunni segir að persónur þáttanna séu skáldaðar og að áhorfendur velti því örugglega fyrir sér hvort þættirnir gætu gerst í raunveruleikanum. Kemur þar meðal annars fram að þó að forstjórinn í þáttunum sé svakaleg gribba vinni í raun engar gribbur hjá stofnunni, ásamt ýmsu öðru. Miðflokksmenn á einu máli Umrædd upplýsingasíða var á meðal þess sem kom til umræðu á Alþingi í dag undir liðnum Störf þingsins. Þar tók Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins fyrstur til máls. „Mig langar hér í dag undir störfum þingsins að hrósa Útlendingastofnun. Það er ekki gert mikið af því úr þessum ræðustól,“ sagði Bergþór sem vakti athygli þingheims á umræddri upplýsingasíðu, sagði hana auðlesna og auðskiljanlega. Gagnrýndi hann einnig Ríkisútvarpið fyrir Jóladagatalið. „Það getur ekki verið að það sé hlutverk Ríkisútvarpsins að mála opinbera embættismenn upp sem einhverjar grýlur þegar stofnun viðkomandi aðila er eingöngu að framfylgja lögum sem við hér á Alþingi höfum samþykkt.“ Samflokksmaður Bergþórs, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, tók einnig til máls undir sama lið og tók undir orð Bergþórs. „Ég lýsi yfir mikilli ánægju með viðbrögð Útlendingastofnunar við þeim árásum og áróðri, það er ekki hægt að kalla það neitt annað, sem stofnunin hefur orðið fyrir, af hálfu annarrar ríkisstofnunar, og það í formi meints barnatíma,“ sagði Sigmundur Davíð. „Þarna er á mjög kurteisislegan hátt farið yfir staðreyndir mála og ég hvet fólk til að kynna sér það.“ Grátbroslegur snúningur á raunveruleikanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, var hins vegar á öðru máli en Miðflokksmenn. Sagði hún þetta útspil Útlendingastofnunar vera undarlegt og vanhugsað. „Samkvæmt þessum útskýringum eru brottvísanirnar á ábyrgð þingmanna. Þeirra sem semja lögin en ekki þeirra sem framfylgja þeim. Fyrir þeim okkur sem vita betur og þekkja lög um útlendinga vel er þetta grátbroslegur snúningur á raunveruleikanum.“ Spurði hún hvort að útspil Útlendingastofnunar gæti talist góð nýting á almannafé. „Er það góð nýting á almannafé að starfsmaður Útlendingastofnunar sé í fullri vinnu við að horfa á Jóladagatal RÚV til þess að geta útskýrt meðal annars, með leyfi forseta, að „í alvörunni vinni engar gribbur hjá Útlendingastofnun,“ heldur sé þetta allt í rauninni vonda Alþingi að kenna.“ Jól Fjölmiðlar Alþingi Ríkisútvarpið Flóttamenn Hælisleitendur Tengdar fréttir Engar gribbur hjá Útlendingastofnun að sögn Útlendingastofnunar Þrátt fyrir að forstjóri Útlendingastofnunar í jóladagatali Ríkisútvarpsins sé algjör gribba þá er að sögn stofnunarinnar engin gribba starfandi þar. Þetta kemur fram á nýrri upplýsingasíðu Útlendingastofnunar sem sett var á laggirnar vegna þáttanna. 13. desember 2022 15:57 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Jóladagatal Ríkisútvarpsins í ár ber nafnið Randalín & Mundi: Dagar í desember. Meðal þess sem fjallað er um í dagatalinu er fólk á flótta. Bekkjarsystir Randalínar og Munda er dóttir forstjóra Útlendingastofnunar en leikkonan Ilmur Kristjánsdóttir, sem einnig er handritshöfundur þáttanna, fer með hlutverk forstjórans. Vegna umfjöllunar dagatalsins ákvað Útlendingastofnun að setja upp upplýsingasíðu fyrir börn sem vilja fræðast frekar um málefni flóttamanna á Íslandi. Á síðunni segir að persónur þáttanna séu skáldaðar og að áhorfendur velti því örugglega fyrir sér hvort þættirnir gætu gerst í raunveruleikanum. Kemur þar meðal annars fram að þó að forstjórinn í þáttunum sé svakaleg gribba vinni í raun engar gribbur hjá stofnunni, ásamt ýmsu öðru. Miðflokksmenn á einu máli Umrædd upplýsingasíða var á meðal þess sem kom til umræðu á Alþingi í dag undir liðnum Störf þingsins. Þar tók Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins fyrstur til máls. „Mig langar hér í dag undir störfum þingsins að hrósa Útlendingastofnun. Það er ekki gert mikið af því úr þessum ræðustól,“ sagði Bergþór sem vakti athygli þingheims á umræddri upplýsingasíðu, sagði hana auðlesna og auðskiljanlega. Gagnrýndi hann einnig Ríkisútvarpið fyrir Jóladagatalið. „Það getur ekki verið að það sé hlutverk Ríkisútvarpsins að mála opinbera embættismenn upp sem einhverjar grýlur þegar stofnun viðkomandi aðila er eingöngu að framfylgja lögum sem við hér á Alþingi höfum samþykkt.“ Samflokksmaður Bergþórs, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, tók einnig til máls undir sama lið og tók undir orð Bergþórs. „Ég lýsi yfir mikilli ánægju með viðbrögð Útlendingastofnunar við þeim árásum og áróðri, það er ekki hægt að kalla það neitt annað, sem stofnunin hefur orðið fyrir, af hálfu annarrar ríkisstofnunar, og það í formi meints barnatíma,“ sagði Sigmundur Davíð. „Þarna er á mjög kurteisislegan hátt farið yfir staðreyndir mála og ég hvet fólk til að kynna sér það.“ Grátbroslegur snúningur á raunveruleikanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, var hins vegar á öðru máli en Miðflokksmenn. Sagði hún þetta útspil Útlendingastofnunar vera undarlegt og vanhugsað. „Samkvæmt þessum útskýringum eru brottvísanirnar á ábyrgð þingmanna. Þeirra sem semja lögin en ekki þeirra sem framfylgja þeim. Fyrir þeim okkur sem vita betur og þekkja lög um útlendinga vel er þetta grátbroslegur snúningur á raunveruleikanum.“ Spurði hún hvort að útspil Útlendingastofnunar gæti talist góð nýting á almannafé. „Er það góð nýting á almannafé að starfsmaður Útlendingastofnunar sé í fullri vinnu við að horfa á Jóladagatal RÚV til þess að geta útskýrt meðal annars, með leyfi forseta, að „í alvörunni vinni engar gribbur hjá Útlendingastofnun,“ heldur sé þetta allt í rauninni vonda Alþingi að kenna.“
Jól Fjölmiðlar Alþingi Ríkisútvarpið Flóttamenn Hælisleitendur Tengdar fréttir Engar gribbur hjá Útlendingastofnun að sögn Útlendingastofnunar Þrátt fyrir að forstjóri Útlendingastofnunar í jóladagatali Ríkisútvarpsins sé algjör gribba þá er að sögn stofnunarinnar engin gribba starfandi þar. Þetta kemur fram á nýrri upplýsingasíðu Útlendingastofnunar sem sett var á laggirnar vegna þáttanna. 13. desember 2022 15:57 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Engar gribbur hjá Útlendingastofnun að sögn Útlendingastofnunar Þrátt fyrir að forstjóri Útlendingastofnunar í jóladagatali Ríkisútvarpsins sé algjör gribba þá er að sögn stofnunarinnar engin gribba starfandi þar. Þetta kemur fram á nýrri upplýsingasíðu Útlendingastofnunar sem sett var á laggirnar vegna þáttanna. 13. desember 2022 15:57