Skora á rekstraraðila að loka spilakössum yfir jól og áramót Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 14. desember 2022 17:00 Samtök áhugafólks um spilafíkn ítreka fyrri áskoranir um að spilakössum verið lokað til frambúðar visir/anton brink Samtök áhugafólks um spilafíkn skora á rekstraraðila spilakassa að loka spilakössum sínum dagana yfir jólahátíðina og áramót. Samtökin benda á að jól og áramót eru hátíð kærleika, friðar og samveru með fjölskyldu, börnum og ástvinum og að með þessu móti geti allir sameinast um að láta spilakassana ekki spilla hátíðunum. Í mars á síðasta ári var settur á laggirnar starfshópur innan Háskóla Íslands sem fékk það verkefni að greina álitaefni tengd tekjuöflun Happdrættis HÍ. Í skýrslu starfshópsins kemur meðal annars fram að skoðanakönnun sem Samtök áhugafólks um spilafíkn (SÁS) lét gera í apríl-maí 2020 um viðhorf almennings til spilakassa, leiddi í ljós að um 86 prósent Íslendinga vilji banna slíkan rekstur. Þá kemur fram að 71 prósent aðspurðra voru ósátt við að starfsemi í almannaþágu væri fjármögnuð með rekstri spilakassa. Þá kemur fram í niðurstöðum að ljóst sé að tekjur frá HHÍ eru mikilvægar fyrir uppbyggingu innviða HÍ. Hins vegar sé einnig ljóst að viðhorf almennings til spilakassa er neikvætt og ætla megi að gagnrýnisraddir verði sífellt háværari. Niðurstöður innlendra og erlendra rannsókna sýna einnig fram á skýr tengsl milli spilavanda og notkunar spilakassa. Skref í rétta átt Í fyrrnefndri áskorun Samtaka áhugafólks um spilafíkn kemur fram að niðurstöður starfshóps HÍ staðfesti það sem SÁS hafa haldið fram þ.e. að spilafíklar standa að verulegum hluta undir heildartekjum spilakassareksturs. „Samtök áhugafólks um spilafíkn ítreka fyrri áskoranir um að spilakössum verið lokað til frambúðar en myndu fagna lokun spilakassa yfir hátíðarnar sem mikilvægum áfanga, skrefi í rétta átt.“ Er því skorað á Happdrætti Háskóla Íslands, Háskóla Íslands, Íslandsspil, Rauða krossinn á Íslandi og Landsbjörg að loka spilakössum sínum yfir hátíðirnar, 15 desember til 5 janúar. Fíkn Háskólar Fjárhættuspil Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Fleiri fréttir Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Sjá meira
Í mars á síðasta ári var settur á laggirnar starfshópur innan Háskóla Íslands sem fékk það verkefni að greina álitaefni tengd tekjuöflun Happdrættis HÍ. Í skýrslu starfshópsins kemur meðal annars fram að skoðanakönnun sem Samtök áhugafólks um spilafíkn (SÁS) lét gera í apríl-maí 2020 um viðhorf almennings til spilakassa, leiddi í ljós að um 86 prósent Íslendinga vilji banna slíkan rekstur. Þá kemur fram að 71 prósent aðspurðra voru ósátt við að starfsemi í almannaþágu væri fjármögnuð með rekstri spilakassa. Þá kemur fram í niðurstöðum að ljóst sé að tekjur frá HHÍ eru mikilvægar fyrir uppbyggingu innviða HÍ. Hins vegar sé einnig ljóst að viðhorf almennings til spilakassa er neikvætt og ætla megi að gagnrýnisraddir verði sífellt háværari. Niðurstöður innlendra og erlendra rannsókna sýna einnig fram á skýr tengsl milli spilavanda og notkunar spilakassa. Skref í rétta átt Í fyrrnefndri áskorun Samtaka áhugafólks um spilafíkn kemur fram að niðurstöður starfshóps HÍ staðfesti það sem SÁS hafa haldið fram þ.e. að spilafíklar standa að verulegum hluta undir heildartekjum spilakassareksturs. „Samtök áhugafólks um spilafíkn ítreka fyrri áskoranir um að spilakössum verið lokað til frambúðar en myndu fagna lokun spilakassa yfir hátíðarnar sem mikilvægum áfanga, skrefi í rétta átt.“ Er því skorað á Happdrætti Háskóla Íslands, Háskóla Íslands, Íslandsspil, Rauða krossinn á Íslandi og Landsbjörg að loka spilakössum sínum yfir hátíðirnar, 15 desember til 5 janúar.
Fíkn Háskólar Fjárhættuspil Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Fleiri fréttir Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Sjá meira