Tíu heppin fá að skemmta sér á skútu með Söru Sigmunds í Miami Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. desember 2022 08:31 Sara Sigmundsdóttir er vinsæll keppandi í CrossFit heiminum og það má búast að margir vilja komast á þessa skútu. Instagram/@sarasigmunds Íslenska CrossFit konan Sara Sigmundsdóttir byrjar nýtt ár á því að keppa á Wodapalooza CrossFit mótinu í Miami á Flórída. Sara fékk boð á mótið og ætlar þar eflaust að reyna að eyða minningunni frá því í Miami í fyrra þegar hún varð að hætta á miðju móti vegna meiðsla. Það eru líka margir spenntir að sjá hvað Sara ætlar að gera á árinu 2023 eftir að hafa misst af 2021 tímabilinu vegna meiðsla og ekki verið fullfrísk á árinu 2022 eftir að hún var enn að ná fullum styrk á ný eftir krossbandsslit. View this post on Instagram A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds) Nú hefur Sara fengið góðan tíma til að komast yfir meiðslin og áður en kemur að opna hlutanum í baráttunni um sæti á heimsleikunum þá ætlar Sara að keppa á þessu sterka móti i Flórída. Sara er vinsæll keppandi á CrossFit mótunum eins og hefur sýnt sig þegar hún hefur boðið aðdáendum upp á að hitta sig. Nú geta aðdáendur hennar hitt hana á sérstökum stað. Sara ætlar nefnilega að bjóða tíu heppnum aðdáendum sínum að eyða með sér tíma á seglskútu í höfninni við Miami borg. Miðvikudaginn 11. janúar mun hún taka á móti þeim heppnu sem allir mega taka með sér einn gest. „Hver vill hitta mig og starfsfólk Spacer mobility á skútu í Miami. Ég hef aldrei verið á skútu áður þannig að ég mjög spennt,“ skrifaði Sara á samfélagsmiðla sína. Til þess að koma til greina þá þurfa áhugasamir að koma með athugasemd við Instagram færslu Söru, hér fyrir neðan, og merkja vininn sem þú vilt taka með. Sara ætlar að draga út tíu vinningshafa 21. desember næstkomandi en fyrir áhugasama á Íslandi þá er þetta aðeins boð um að vera á skútunni en þeir hinir sömu þurfa að koma sér sjálfir til Flórída. Sara segist hlakka mikið til og þeir sem þekkja til hennar ættu að vita að þetta gæti orðið mjög skemmtilegur dagur á skútunni. Mótið sjálft hefst síðan daginn eftir, 12.janúar og stendur til 15. janúar. CrossFit Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Fótbolti Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Körfubolti United boðið að skrapa botninn á tunnunni Fótbolti Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Fótbolti Sengun í fantaformi í sumarfríinu Körfubolti Fleiri fréttir Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sengun í fantaformi í sumarfríinu Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Dagskráin í dag: Íslenskir Evrópuleikir Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Hélt fótboltabúðir fyrir hinsegin ungmenni Sengun í fantaformi í sumarfríinu Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Djokovic í undanúrslit í fjórtánda sinn Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Jokic framlengir ekki að sinni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sjá meira
Sara fékk boð á mótið og ætlar þar eflaust að reyna að eyða minningunni frá því í Miami í fyrra þegar hún varð að hætta á miðju móti vegna meiðsla. Það eru líka margir spenntir að sjá hvað Sara ætlar að gera á árinu 2023 eftir að hafa misst af 2021 tímabilinu vegna meiðsla og ekki verið fullfrísk á árinu 2022 eftir að hún var enn að ná fullum styrk á ný eftir krossbandsslit. View this post on Instagram A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds) Nú hefur Sara fengið góðan tíma til að komast yfir meiðslin og áður en kemur að opna hlutanum í baráttunni um sæti á heimsleikunum þá ætlar Sara að keppa á þessu sterka móti i Flórída. Sara er vinsæll keppandi á CrossFit mótunum eins og hefur sýnt sig þegar hún hefur boðið aðdáendum upp á að hitta sig. Nú geta aðdáendur hennar hitt hana á sérstökum stað. Sara ætlar nefnilega að bjóða tíu heppnum aðdáendum sínum að eyða með sér tíma á seglskútu í höfninni við Miami borg. Miðvikudaginn 11. janúar mun hún taka á móti þeim heppnu sem allir mega taka með sér einn gest. „Hver vill hitta mig og starfsfólk Spacer mobility á skútu í Miami. Ég hef aldrei verið á skútu áður þannig að ég mjög spennt,“ skrifaði Sara á samfélagsmiðla sína. Til þess að koma til greina þá þurfa áhugasamir að koma með athugasemd við Instagram færslu Söru, hér fyrir neðan, og merkja vininn sem þú vilt taka með. Sara ætlar að draga út tíu vinningshafa 21. desember næstkomandi en fyrir áhugasama á Íslandi þá er þetta aðeins boð um að vera á skútunni en þeir hinir sömu þurfa að koma sér sjálfir til Flórída. Sara segist hlakka mikið til og þeir sem þekkja til hennar ættu að vita að þetta gæti orðið mjög skemmtilegur dagur á skútunni. Mótið sjálft hefst síðan daginn eftir, 12.janúar og stendur til 15. janúar.
CrossFit Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Fótbolti Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Körfubolti United boðið að skrapa botninn á tunnunni Fótbolti Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Fótbolti Sengun í fantaformi í sumarfríinu Körfubolti Fleiri fréttir Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sengun í fantaformi í sumarfríinu Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Dagskráin í dag: Íslenskir Evrópuleikir Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Hélt fótboltabúðir fyrir hinsegin ungmenni Sengun í fantaformi í sumarfríinu Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Djokovic í undanúrslit í fjórtánda sinn Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Jokic framlengir ekki að sinni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sjá meira