Kannast ekki við meint hundrað milljóna loforð aðstoðarmanns Kristín Ólafsdóttir og Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifa 16. desember 2022 14:01 Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra. Vísir/vilhelm Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, segir það ekki rétt að aðstoðarmaður hans hafi lofað ÍBV hundrað milljóna króna styrk vegna tekjubrests í kórónuveirufaraldrinum. Það sé hvorki hlutverk hans, ráðherrans, né aðstoðarmanna að lofa einstökum félögum fjárhæðum. Fjárlaganefnd fari með úthlutunarvald í málaflokknum. Greint var frá því í gær að Haraldur Pálsson framkvæmdastjóri ÍBV hefði sent fjárlaganefnd erindi, þar sem hann óskaði eftir því að nefndin tryggði að ríkið greiddi félaginu sextíu milljóna króna eftirstöðvar af hundrað milljóna króna styrk. Haraldur hélt því enn fremur fram að aðstoðarmaður Ásmundar Einars hafi „staðfest að félagið fengi 100 milljónir króna úr sjóðnum bæði í samtölum og í smáskilaboðum“. Ásmundur Einar segir í samtali við fréttastofu að fjárlaganefnd hafi vissulega samþykkt fjárveitingu sem ætluð var íþróttafélögum sem urðu fyrir tapi í kórónuveirufaraldrinum, eins og ÍBV. „Hins vegar var það þannig að skilaboðin sem samþykkt voru á Alþingi kölluðu á það að við færum í samtal við fleiri íþróttafélög. Úr því varð miklu stærri úthlutun sem er nú búið að samþykkja fjárveitingar til upp á hátt í hálfan milljarð, sem þetta rennur inn í. Og er til allra íþróttafélaga og þar með ÍBV,“ segir Ásmundur. Hreinlega ekki rétt að aðstoðarmaðurinn hafi lofað peningnum Þannig að ÍBV fær engan sérdíl þarna? „Ja, það er þannig eins og ég segi að fjárlaganefnd samþykkti ákveðnar fjárhæðir þarna og það var með þeim skilyrðum að við ættum að skoða þetta í víðara samhengi. Það gerðum við og unnum eftir því. En hins vegar skil ég vel stöðu ÍBV sem voru búin að undirbúa þjóðhátíð og allt slikt, þannig að við munum reyna að vinna það líka.“ En hvað finnst þér um að aðstoðarmaður þinn sé að lofa svona einu félagi pening? „Það er bara ekki rétt. Það er fjárveitingavaldið, það er fjárlaganefnd á Alþingi sem fer með fjárveitingar. Það var gert í þessu tilfelli, það var sérstaklega tekið fram að þetta væri til ÍBV og annarra félaga sem væru í sambærilegri stöðu.“ Þannig að það er ekki rétt að hann hafi lofað þessum peningum? „Ég kannast ekki við það. Það er fjárlaganefnd sem lagði þetta til, ákveðnar fjárveitingar og stuðning með þessum hætti. Það höfum við unnið enda er það hvorki í mínu valdi né aðstoðarmanna að lofa einstökum félögum háum fjárhæðum. En það er hins vegar líka rétt að ÍBV varð fyrir miklu tjóni þegar þjóðhátíð var slaufað í Covid-faraldri. Og ástæða þess að brugðist var við af hálfu fjárlaganefndar og ríkisvaldsins var meðal annars sú. En það eru fleiri íþróttafélög í þessari stöðu og við erum að vinna með það.“ Vestmannaeyjar ÍBV Fjárlagafrumvarp 2023 Alþingi Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Greint var frá því í gær að Haraldur Pálsson framkvæmdastjóri ÍBV hefði sent fjárlaganefnd erindi, þar sem hann óskaði eftir því að nefndin tryggði að ríkið greiddi félaginu sextíu milljóna króna eftirstöðvar af hundrað milljóna króna styrk. Haraldur hélt því enn fremur fram að aðstoðarmaður Ásmundar Einars hafi „staðfest að félagið fengi 100 milljónir króna úr sjóðnum bæði í samtölum og í smáskilaboðum“. Ásmundur Einar segir í samtali við fréttastofu að fjárlaganefnd hafi vissulega samþykkt fjárveitingu sem ætluð var íþróttafélögum sem urðu fyrir tapi í kórónuveirufaraldrinum, eins og ÍBV. „Hins vegar var það þannig að skilaboðin sem samþykkt voru á Alþingi kölluðu á það að við færum í samtal við fleiri íþróttafélög. Úr því varð miklu stærri úthlutun sem er nú búið að samþykkja fjárveitingar til upp á hátt í hálfan milljarð, sem þetta rennur inn í. Og er til allra íþróttafélaga og þar með ÍBV,“ segir Ásmundur. Hreinlega ekki rétt að aðstoðarmaðurinn hafi lofað peningnum Þannig að ÍBV fær engan sérdíl þarna? „Ja, það er þannig eins og ég segi að fjárlaganefnd samþykkti ákveðnar fjárhæðir þarna og það var með þeim skilyrðum að við ættum að skoða þetta í víðara samhengi. Það gerðum við og unnum eftir því. En hins vegar skil ég vel stöðu ÍBV sem voru búin að undirbúa þjóðhátíð og allt slikt, þannig að við munum reyna að vinna það líka.“ En hvað finnst þér um að aðstoðarmaður þinn sé að lofa svona einu félagi pening? „Það er bara ekki rétt. Það er fjárveitingavaldið, það er fjárlaganefnd á Alþingi sem fer með fjárveitingar. Það var gert í þessu tilfelli, það var sérstaklega tekið fram að þetta væri til ÍBV og annarra félaga sem væru í sambærilegri stöðu.“ Þannig að það er ekki rétt að hann hafi lofað þessum peningum? „Ég kannast ekki við það. Það er fjárlaganefnd sem lagði þetta til, ákveðnar fjárveitingar og stuðning með þessum hætti. Það höfum við unnið enda er það hvorki í mínu valdi né aðstoðarmanna að lofa einstökum félögum háum fjárhæðum. En það er hins vegar líka rétt að ÍBV varð fyrir miklu tjóni þegar þjóðhátíð var slaufað í Covid-faraldri. Og ástæða þess að brugðist var við af hálfu fjárlaganefndar og ríkisvaldsins var meðal annars sú. En það eru fleiri íþróttafélög í þessari stöðu og við erum að vinna með það.“
Vestmannaeyjar ÍBV Fjárlagafrumvarp 2023 Alþingi Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent