Hlupu móðir úr strætó á milli verslana í leit að Prime Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 16. desember 2022 21:00 Börnin fóru sum hver í margar verslanir í leit að drykknum. vísir Öngþveiti skapaðist í verslunum í dag þegar börn freistuðu þess að kaupa sér nýja íþróttadrykkinn Prime. Sumir ferðuðust á milli verslana með strætó í leit að drykknum sem tröllríður nú samfélagsmiðlum. Verslunarstjóri hjá Krónunni segist aldrei hafa séð annað eins ástand. Öngþveiti skapaðist í Krónunni þegar Prime var settur í sölu síðdegis í gær. Drykkur sem allir krakkar á Tiktok vita af en við sem eldri erum botnum ekkert í. Prime líkist Poweraid og er markaðssettur á samfélagsmiðlinum en drykkurinn er framleiddur af stórstjörnum á forritinu. Varan er svo fræg að lag hefur verið samið um hana. Drykkurinn seldist upp á nokkrum klukkustundum í Krónunni. Í hádeginu greindi N1 frá því að drykkurinn væri til hjá þeim og nokkrum mínútum seinna í miðju viðtali við Jón Viðar Stefánsson, forstöðumann verslanasviðs hjá N1, hlupu fyrstu viðskiptavinirnir móðir á svæðið. Eruð þið að leita að Prime strákar? „Já, ég keypti áðan.“ Þeir segjast ferðast með strætó á milli búða í leit að drykknum. „Við erum búin að gera það, við fórum í Krónuna áðan en það var ekki til. Já og ég fór í morgun og það kláraðist á svona tuttugu mínútum.“ Og svo bættist hratt í hópinn. Sumir í þriðju ferð dagsins í leit að drykknum. Af hverju er þetta svona vinsælt? Það eru frægir gaurar sem gerðu þetta held ég. Ætliði bara að kaupa eina? „Nei tvær.“ Undanfarið hefur drykkurinn verið seldur á hálfgerðum svörtum markaði á Tiktok og eru dæmi um að börn hér á landi hafi boðið þrjú þúsund krónur í skiptum fyrir eina flösku. Þið eru svolítið móðir, hlupuð þið? „Já,“ segja Halldór og Kristján. Þeir segjast ekki vita hvers vegna drykkurinn sé svona vinsæll en ætla að taka tvö stykki hvor. Auka flöskur í sölu í Mosfellsbæ í morgun þar sem löng röð myndaðist fyrir opnun. „Klukkan var eina mínútu í níu og við hugsuðum með okkur: Það er kalt úti og allir að bíða, hleypum þeim inn. Og já það var bara brjálað að gera hjá okkur,“ segir María Guðrún Jósepsdóttir, verslunarstjóri hjá Krónunni Mosfellsbæ. Þrjátíu og fimm mínútum eftir opnun voru drykkirnir búnir. Hún segist aldrei hafa séð annað eins ástand. Hún segir að í allan dag hafi inn í búðina streymt börn í leit að drykknum og á meðan að við vorum í búðinni rákumst við á þyrstan hóp barna. „Við erum að leita að Prime,“ sögðu börnin. Og finnið þið drykkinn ekki? „Nei hann seldist upp á 30 mínútum.“ Frétt Stöðvar 2 má sjá að neðan. Samfélagsmiðlar Verslun Neytendur Krakkar Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Líkleg tölvuárás á Toyota Viðskipti innlent Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent Notendalausnir Origo verða Ofar Viðskipti innlent „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf Fleiri fréttir Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Sjá meira
Öngþveiti skapaðist í Krónunni þegar Prime var settur í sölu síðdegis í gær. Drykkur sem allir krakkar á Tiktok vita af en við sem eldri erum botnum ekkert í. Prime líkist Poweraid og er markaðssettur á samfélagsmiðlinum en drykkurinn er framleiddur af stórstjörnum á forritinu. Varan er svo fræg að lag hefur verið samið um hana. Drykkurinn seldist upp á nokkrum klukkustundum í Krónunni. Í hádeginu greindi N1 frá því að drykkurinn væri til hjá þeim og nokkrum mínútum seinna í miðju viðtali við Jón Viðar Stefánsson, forstöðumann verslanasviðs hjá N1, hlupu fyrstu viðskiptavinirnir móðir á svæðið. Eruð þið að leita að Prime strákar? „Já, ég keypti áðan.“ Þeir segjast ferðast með strætó á milli búða í leit að drykknum. „Við erum búin að gera það, við fórum í Krónuna áðan en það var ekki til. Já og ég fór í morgun og það kláraðist á svona tuttugu mínútum.“ Og svo bættist hratt í hópinn. Sumir í þriðju ferð dagsins í leit að drykknum. Af hverju er þetta svona vinsælt? Það eru frægir gaurar sem gerðu þetta held ég. Ætliði bara að kaupa eina? „Nei tvær.“ Undanfarið hefur drykkurinn verið seldur á hálfgerðum svörtum markaði á Tiktok og eru dæmi um að börn hér á landi hafi boðið þrjú þúsund krónur í skiptum fyrir eina flösku. Þið eru svolítið móðir, hlupuð þið? „Já,“ segja Halldór og Kristján. Þeir segjast ekki vita hvers vegna drykkurinn sé svona vinsæll en ætla að taka tvö stykki hvor. Auka flöskur í sölu í Mosfellsbæ í morgun þar sem löng röð myndaðist fyrir opnun. „Klukkan var eina mínútu í níu og við hugsuðum með okkur: Það er kalt úti og allir að bíða, hleypum þeim inn. Og já það var bara brjálað að gera hjá okkur,“ segir María Guðrún Jósepsdóttir, verslunarstjóri hjá Krónunni Mosfellsbæ. Þrjátíu og fimm mínútum eftir opnun voru drykkirnir búnir. Hún segist aldrei hafa séð annað eins ástand. Hún segir að í allan dag hafi inn í búðina streymt börn í leit að drykknum og á meðan að við vorum í búðinni rákumst við á þyrstan hóp barna. „Við erum að leita að Prime,“ sögðu börnin. Og finnið þið drykkinn ekki? „Nei hann seldist upp á 30 mínútum.“ Frétt Stöðvar 2 má sjá að neðan.
Samfélagsmiðlar Verslun Neytendur Krakkar Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Líkleg tölvuárás á Toyota Viðskipti innlent Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent Notendalausnir Origo verða Ofar Viðskipti innlent „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf Fleiri fréttir Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Sjá meira