Leiðin heim úr vinnu tók sex klukkustundir Árni Sæberg og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 17. desember 2022 22:05 Atli var lengur heim úr vinnunni en venjulega í nótt. Vísir Plötusnúðurinn Atli Kanill var einn af þeim fjölmörgu sem lentu í vandræðum vegna veðurs í nótt. Eftir að hafa lokið vinnu um klukkan tvö í nótt tók við sex klukkustunda langt ferðalag heim til Hveragerðis. „Þegar ég keyrði frá Hveragerði til Reykjavíkur var kominn smá þæfingur, skafrenningur, en ekkert til að gráta yfir. Það var ekkert vesen,“ segir Atli Viðar Þorsteinsson plötusnúður í samtali við fréttastofu. Þegar Atli viðar kíkti hins vegar á vef Vegagerðarinnar sá hann að búið var að loka Hellisheiðinni. „Sem var ekki í fyrsta skipti sem maður lendir í því þegar maður býr í Hveragerði en vinnur í Reykjavík,“ segir Atli. Hefði getað gist hjá mömmu Suðustrandarvegurinn var hins vegar opinn og Atli sló til og ákvað að keyra þá leiðina, sem er um fjórum sinnum lengri eða rúmar tvær klukkustundir. Þrátt fyrir að hafa staðið til boða að gista heima hjá móður sinni sem býr í Hlíðahverfi í Reykjavík. Hann segir að ferðalagið hafi gengið vel framan af. Á Grindavíkurveginum hafi til að mynda verið svo góð færð að ökuþórar úr Grindavík „gönnuðu“ fram úr honum á hundrað og tuttugu. Þegar inn í Grindavík var komið fór ferðalagið að versna. Atli ákvað að keyra niður að höfn og taka eldsneyti á Orkunni. Á leiðinni þangað festi hann bílinn sinn í litlum skafli við bensínstöðina. Atli ekur Kia Sportage smájeppa. Hann segir að hann hafi náð að losa bílinn með lítilli skóflu sem hann erfði af ömmu eiginkonu sinnar. Hann mælir með að allir Íslendingar geymi slíka skóflu í bifreiðum sínum. Þá segist hann hafa verið svo séður að pakka hlýjum fötum í bílinn áður en hann lagði af stað. Ökumaður snjómoksturstækis kom til bjargar Þá ákvað Atli að halda leið sinni áfram frá Grindavík enda hafi færðin litið ágætlega út og allt benti til þess að leiðin væri fær. Þá hefði Atli átt að eiga rétt rúman klukkutíma eftir af ferðalaginu. Þegar Atli var kominn fram hjá Krýsuvíkurbjargi var snjó farið að kyngja niður. Þá snerist bíll hans á veginum og festist. Til allrar hamingju kom snjóruðningstæki aftan að Atla skömmu síðar. Með aðstoð ökumanns þess tókst Atla að losa bílinn. Skömmu áður en Atli kom að Þorlákshöfn, í kjölfar snjóruðningstækisins, hitti hann fyrir björgunarsveitarmenn. Atli spurði þá hvort hann kæmist ekki örugglega heim til sín. „Nei, þú ert ekki að fara heim,“ sögðu björgunarsveitarmenn og bentu honum á fjöldahjálparmiðstöð sem búið var að opna í Þorlákshöfn. Festist rétt hjá fjöldahjálparmiðstöðinni Á leiðinni þangað festist snjóruðningstækið við hringtorgið sem liggur við Þorlákshöfn. Þar sat Atli fastur í þrjár klukkustundir, ásamt því sem hann kallar litlu samfélagi fólks sem hafði fest. Atli segir að á meðan hann sat fastur hafi verið mikil óvissa um það hvenær hann kæmist heim til Hveragerðis. Hann bendir á að hann hafi aldrei áður vitað til þess að vegurinn milli Þorlákshafnar og Hveragerðis væri ófær. Um sexleytið varð ljóst að hann gæti komist á milli bæanna tveggja en þá kom í ljós að bíllinn hans var pikkfastur. Það segir hann hafa verið mestu mildi enda hafi hann fengið far með björgunarsveitarmönnum og séð á leiðinni að hann hefði aldrei komist alla leið á eigin bíl. Sex tímum eftir að hafa lagt af stað frá Reykjavík kom hann heim til sín klukkan átta í morgun. Farið var fyrir veðrið sem skall á í nótt í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Þar var rætt við Atla. Veður Hveragerði Snjómokstur Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
„Þegar ég keyrði frá Hveragerði til Reykjavíkur var kominn smá þæfingur, skafrenningur, en ekkert til að gráta yfir. Það var ekkert vesen,“ segir Atli Viðar Þorsteinsson plötusnúður í samtali við fréttastofu. Þegar Atli viðar kíkti hins vegar á vef Vegagerðarinnar sá hann að búið var að loka Hellisheiðinni. „Sem var ekki í fyrsta skipti sem maður lendir í því þegar maður býr í Hveragerði en vinnur í Reykjavík,“ segir Atli. Hefði getað gist hjá mömmu Suðustrandarvegurinn var hins vegar opinn og Atli sló til og ákvað að keyra þá leiðina, sem er um fjórum sinnum lengri eða rúmar tvær klukkustundir. Þrátt fyrir að hafa staðið til boða að gista heima hjá móður sinni sem býr í Hlíðahverfi í Reykjavík. Hann segir að ferðalagið hafi gengið vel framan af. Á Grindavíkurveginum hafi til að mynda verið svo góð færð að ökuþórar úr Grindavík „gönnuðu“ fram úr honum á hundrað og tuttugu. Þegar inn í Grindavík var komið fór ferðalagið að versna. Atli ákvað að keyra niður að höfn og taka eldsneyti á Orkunni. Á leiðinni þangað festi hann bílinn sinn í litlum skafli við bensínstöðina. Atli ekur Kia Sportage smájeppa. Hann segir að hann hafi náð að losa bílinn með lítilli skóflu sem hann erfði af ömmu eiginkonu sinnar. Hann mælir með að allir Íslendingar geymi slíka skóflu í bifreiðum sínum. Þá segist hann hafa verið svo séður að pakka hlýjum fötum í bílinn áður en hann lagði af stað. Ökumaður snjómoksturstækis kom til bjargar Þá ákvað Atli að halda leið sinni áfram frá Grindavík enda hafi færðin litið ágætlega út og allt benti til þess að leiðin væri fær. Þá hefði Atli átt að eiga rétt rúman klukkutíma eftir af ferðalaginu. Þegar Atli var kominn fram hjá Krýsuvíkurbjargi var snjó farið að kyngja niður. Þá snerist bíll hans á veginum og festist. Til allrar hamingju kom snjóruðningstæki aftan að Atla skömmu síðar. Með aðstoð ökumanns þess tókst Atla að losa bílinn. Skömmu áður en Atli kom að Þorlákshöfn, í kjölfar snjóruðningstækisins, hitti hann fyrir björgunarsveitarmenn. Atli spurði þá hvort hann kæmist ekki örugglega heim til sín. „Nei, þú ert ekki að fara heim,“ sögðu björgunarsveitarmenn og bentu honum á fjöldahjálparmiðstöð sem búið var að opna í Þorlákshöfn. Festist rétt hjá fjöldahjálparmiðstöðinni Á leiðinni þangað festist snjóruðningstækið við hringtorgið sem liggur við Þorlákshöfn. Þar sat Atli fastur í þrjár klukkustundir, ásamt því sem hann kallar litlu samfélagi fólks sem hafði fest. Atli segir að á meðan hann sat fastur hafi verið mikil óvissa um það hvenær hann kæmist heim til Hveragerðis. Hann bendir á að hann hafi aldrei áður vitað til þess að vegurinn milli Þorlákshafnar og Hveragerðis væri ófær. Um sexleytið varð ljóst að hann gæti komist á milli bæanna tveggja en þá kom í ljós að bíllinn hans var pikkfastur. Það segir hann hafa verið mestu mildi enda hafi hann fengið far með björgunarsveitarmönnum og séð á leiðinni að hann hefði aldrei komist alla leið á eigin bíl. Sex tímum eftir að hafa lagt af stað frá Reykjavík kom hann heim til sín klukkan átta í morgun. Farið var fyrir veðrið sem skall á í nótt í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Þar var rætt við Atla.
Veður Hveragerði Snjómokstur Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent