Ævintýraleg helgi að baki hjá Þorbirni: „Þetta var bara endalaust“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. desember 2022 09:09 Frá aðgerðum á Grindavíkurvegi. Margir lögðu leið sína í Bláa lónið í dag þrátt fyrir snjóbyl. aðsend Steinar Þór Kristinsson, frá björgunarsveitinni Þorbirni á Grindavík, telur að fjölmargir ferðamenn hafi misst af flugferðum af landi brott um helgina. Fleiri hundruð manns var komið til bjargar. „Þetta var bara endalaust,“ segir Steinar Þór. Segja má að stærsta einstaka verkefni helgarinnar á Suðurnesjunum hafi verið á Grindavíkurvegi. Þar festi hver ferðamaðurinn á fætur öðrum sig, margur á leiðinni í Bláa lónið. „Helgin var ævintýri. Þetta var alveg ótrúlega stórt. Það er ekki hægt að segja annað,“ segir Steinar Þór sem var til viðtals í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Við fengum gríðarlega margt fólk sem við þurftum einhvern veginn að halda utan um.“ Hann telur fleiri hundruð bíla hafa setið fasta á Grindavíkurvegi. Fjöldahjálparstöð var opnuð í húsakynnum Þorbjörns. Þegar hún fylltist var íþróttamiðstöðin í Grindavík opnuð. Auk þess hafi verið um fimm hundruð manns í Bláa lóninu. „Þetta var bara endalaust. Að langstærstum hluta erlendir ferðamenn,“ segir Steinar Þór. Margir hafi verið stressaðir út af flugferðum sínum og gistingu. Einhverjir hafi dvalið yfir nótt í íþróttamiðstöðinni. Margir hafi misst af flugferðum sínum. Steinar Þór Kristinsson, svæðisstjóri í vettvangsstjórn almannavarna.Vísir/Egill „Ég geri fastlega ráð fyrir því. Margt fólk átti flug um morguninn en var fast í Grindavík og allt dótið á hóteli í Reykjavík,“ segir Steinar. Þótt björgunarsveitin hafi verið meðvituð um veðurspána hafi hún ekki átt von á því sem varð. „Sagan segir okkur að gera ráð fyrir öllu, gera ráð fyrir því versta en vona það besta.“ Engir bílar eru fastir á Grindavíkurvegi sem stendur. Björgunarsveitarfólk úr Grindavík aðstoðar nú félaga sína á Suðurnesjum í verkefnum á Reykjanesbraut. Björgunarsveitir Grindavík Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Mannlausir bílar tefja fyrir mokstri og sumir troða sér í gegnum lokun Mjög blint er á Suðurnesjum, skafrenningur og hávaðarok. Formaður Björgunarsveitarinnar Suðurnes hvetur ökumenn til að virða lokanir. Ekið er með bíla í kippum á milli Reykjanesbæjar og höfuðborgarsvæðisins. 19. desember 2022 08:28 Hellisheiði og Reykjanesbraut báðar lokaðar Óveður gengur nú yfir landið og eru gular viðvaranir í gildi víða og appelsínugul viðvörun í gildi á Suðausturlandi. 19. desember 2022 06:43 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Innlent Fleiri fréttir „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Sjá meira
Segja má að stærsta einstaka verkefni helgarinnar á Suðurnesjunum hafi verið á Grindavíkurvegi. Þar festi hver ferðamaðurinn á fætur öðrum sig, margur á leiðinni í Bláa lónið. „Helgin var ævintýri. Þetta var alveg ótrúlega stórt. Það er ekki hægt að segja annað,“ segir Steinar Þór sem var til viðtals í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Við fengum gríðarlega margt fólk sem við þurftum einhvern veginn að halda utan um.“ Hann telur fleiri hundruð bíla hafa setið fasta á Grindavíkurvegi. Fjöldahjálparstöð var opnuð í húsakynnum Þorbjörns. Þegar hún fylltist var íþróttamiðstöðin í Grindavík opnuð. Auk þess hafi verið um fimm hundruð manns í Bláa lóninu. „Þetta var bara endalaust. Að langstærstum hluta erlendir ferðamenn,“ segir Steinar Þór. Margir hafi verið stressaðir út af flugferðum sínum og gistingu. Einhverjir hafi dvalið yfir nótt í íþróttamiðstöðinni. Margir hafi misst af flugferðum sínum. Steinar Þór Kristinsson, svæðisstjóri í vettvangsstjórn almannavarna.Vísir/Egill „Ég geri fastlega ráð fyrir því. Margt fólk átti flug um morguninn en var fast í Grindavík og allt dótið á hóteli í Reykjavík,“ segir Steinar. Þótt björgunarsveitin hafi verið meðvituð um veðurspána hafi hún ekki átt von á því sem varð. „Sagan segir okkur að gera ráð fyrir öllu, gera ráð fyrir því versta en vona það besta.“ Engir bílar eru fastir á Grindavíkurvegi sem stendur. Björgunarsveitarfólk úr Grindavík aðstoðar nú félaga sína á Suðurnesjum í verkefnum á Reykjanesbraut.
Björgunarsveitir Grindavík Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Mannlausir bílar tefja fyrir mokstri og sumir troða sér í gegnum lokun Mjög blint er á Suðurnesjum, skafrenningur og hávaðarok. Formaður Björgunarsveitarinnar Suðurnes hvetur ökumenn til að virða lokanir. Ekið er með bíla í kippum á milli Reykjanesbæjar og höfuðborgarsvæðisins. 19. desember 2022 08:28 Hellisheiði og Reykjanesbraut báðar lokaðar Óveður gengur nú yfir landið og eru gular viðvaranir í gildi víða og appelsínugul viðvörun í gildi á Suðausturlandi. 19. desember 2022 06:43 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Innlent Fleiri fréttir „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Sjá meira
Mannlausir bílar tefja fyrir mokstri og sumir troða sér í gegnum lokun Mjög blint er á Suðurnesjum, skafrenningur og hávaðarok. Formaður Björgunarsveitarinnar Suðurnes hvetur ökumenn til að virða lokanir. Ekið er með bíla í kippum á milli Reykjanesbæjar og höfuðborgarsvæðisins. 19. desember 2022 08:28
Hellisheiði og Reykjanesbraut báðar lokaðar Óveður gengur nú yfir landið og eru gular viðvaranir í gildi víða og appelsínugul viðvörun í gildi á Suðausturlandi. 19. desember 2022 06:43