Ekki viss um að heimilislausir hafi ekki vitað af opnun skýla Kjartan Kjartansson skrifar 19. desember 2022 10:15 Einar Þorsteinsson, formaður borgarráðs. Vísir/Vilhelm Aldrei kom annað til greina en að halda neyðarskýlum borgarinnar fyrir heimilislausa opnum í óveðri sem gerði um helgina, að sögn formanns borgarráðs. Hann segir leitt ef upplýsingar um opnunartíma skýlanna hafi ekki komist til skila en efast um að heimlislausir hafi ekki vitað af honum. Ragnar Erling Hermannsson, heimilislaus maður, sakaði borgaryfirvöld um „versta ofbeldi sem fyrirfinnst“ þegar til hafi staðið að vísa fólki úr neyðarskýli á Granda á laugardagsmorgun. Slík skýli eru alla jafna lokuð frá klukkan 10 til 17 á daginn en borgin ákvað að hafa þau opin allan sólarhringinn á föstudag vegna kuldans og veðursins. Samskiptastjóri borgarinnar sagði Vísi á laugardag að skýlin yrði opin allan sólarhringinn þá og í gær. Spurður út í gagnrýnina í Bítinu á Bylgjunni í morgun sagði Einar Þorsteinsson, formaður borgarráðs og starfandi borgarstjóri, að neyðaráætlun hafi verið virkjuð vegna kuldans og veðursins til þess að heimilislausir þyrftu ekki að vera úti allan daginn. „Það átti að vera öllum ljóst að þau yrði opin á meðan veðrið er svona vont, á meðan það er svona kalt. Eins og þessi snjóbylur var þá kom aldrei til greina annað en að hafa þetta neyðarskýli opið og þau öll,“ sagði Einar sem viðurkenndi að mögulega hafi verið einhvers konar óreiða varðandi upplýsingagjöf á einhverjum tímapunkti. Allavega þeir sem sækja þessa þjónustu virtust ekki vita af þessu. „Ég er ekkert viss um að það hafi verið alveg þannig,“ sagði Einar. Geti ákveðið að koma sér í sviðsljósið Sagðist Einar ekki ætla að saka neinn um lygar en benti á að heimilislausir karlar hefðu háð harða baráttu fyrir því að neyðarskýlin séu opin allan sólarhringinn. „Svo er það bara þannig að menn geta misskilið og menn geta ákveðið að koma sér í sviðsljósið til að vekja athygli á sínum málstað. Það er bara mjög leitt ef upplýsingarnar hafa ekki komist skýrt til skýra. En það var alveg skýrt að við ætluðum að tryggja það að þeir þyrftu ekki að vera úti í þessu vonda veðri og þannig verður það þangað til þessu kuldakasti er lokið,“ sagði Einar. Málefni heimilislausra Reykjavík Veður Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Fleiri fréttir Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Sjá meira
Ragnar Erling Hermannsson, heimilislaus maður, sakaði borgaryfirvöld um „versta ofbeldi sem fyrirfinnst“ þegar til hafi staðið að vísa fólki úr neyðarskýli á Granda á laugardagsmorgun. Slík skýli eru alla jafna lokuð frá klukkan 10 til 17 á daginn en borgin ákvað að hafa þau opin allan sólarhringinn á föstudag vegna kuldans og veðursins. Samskiptastjóri borgarinnar sagði Vísi á laugardag að skýlin yrði opin allan sólarhringinn þá og í gær. Spurður út í gagnrýnina í Bítinu á Bylgjunni í morgun sagði Einar Þorsteinsson, formaður borgarráðs og starfandi borgarstjóri, að neyðaráætlun hafi verið virkjuð vegna kuldans og veðursins til þess að heimilislausir þyrftu ekki að vera úti allan daginn. „Það átti að vera öllum ljóst að þau yrði opin á meðan veðrið er svona vont, á meðan það er svona kalt. Eins og þessi snjóbylur var þá kom aldrei til greina annað en að hafa þetta neyðarskýli opið og þau öll,“ sagði Einar sem viðurkenndi að mögulega hafi verið einhvers konar óreiða varðandi upplýsingagjöf á einhverjum tímapunkti. Allavega þeir sem sækja þessa þjónustu virtust ekki vita af þessu. „Ég er ekkert viss um að það hafi verið alveg þannig,“ sagði Einar. Geti ákveðið að koma sér í sviðsljósið Sagðist Einar ekki ætla að saka neinn um lygar en benti á að heimilislausir karlar hefðu háð harða baráttu fyrir því að neyðarskýlin séu opin allan sólarhringinn. „Svo er það bara þannig að menn geta misskilið og menn geta ákveðið að koma sér í sviðsljósið til að vekja athygli á sínum málstað. Það er bara mjög leitt ef upplýsingarnar hafa ekki komist skýrt til skýra. En það var alveg skýrt að við ætluðum að tryggja það að þeir þyrftu ekki að vera úti í þessu vonda veðri og þannig verður það þangað til þessu kuldakasti er lokið,“ sagði Einar.
Málefni heimilislausra Reykjavík Veður Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Fleiri fréttir Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Sjá meira