Flugfarþegar megi eiga von á röskunum áfram Kjartan Kjartansson skrifar 19. desember 2022 15:14 Fólki var ráðlagt að halda kyrru fyrir í Leifsstöð frekar en að halda aftur út í ófærðina. Vísir/Stöð 2 Farþegar sem eiga flugmiða næstu daga mega eiga von á breytingum á ferðum, að sögn samskiptastjóra hjá Icelandair. Fólk sem er innlyksa í Leifsstöð hafi að mestu tekið ástandinu með jafnaðargeði. Nær öllum flugferðum til og frá landinu hefur verið aflýst vegna veðurs á Suðurnesjum í dag. Veðrið var ekki svo slæmt að það kæmi í veg fyrir að flogið væri en ófærð á Reykjanesbraut gerði hins vegar farþegum og starfsfólki erfitt eða ómögulegt að komast til Keflavíkur. Fjöldi vonsvikinna flugfarþega er nú innlyksa í Leifsstöð þar sem lögregla ráðlagði fólki að halda kyrru fyrir þar frekar en að leggja af stað aftur út í veðrið. Guðni Sigurðsson, samskiptastjóri hjá Icelandair, segir að langflestir hafi tekið stöðunni með jafnaðargeði þótt fólk sé ekki alltaf sátt við aðstæður sem þessar þar sem lítið sé um upplýsingar. Ástandið var sérstaklega erfitt þegar fólkið var fast á innritunarsvæði flugstöðvarinnar en það hafi batnað eftir að opnað var upp á verslunarsvæðið. Hann segir að allt starfsfólk á flugvellinum vinni nú hörðum höndum að því að liðsinna fólki. „Það eru allir í þessu saman í flugstöðinni,“ segir hann. Þurfa að vinna upp röskunina en spáin áfram slæm Veðurspáin fyrir morgundaginn er áfram svört. Guðni segir að Icelandair fylgist grannt með og upplýsi farþega þegar örugg veðurspá liggi fyrir. Þegar hægt er að fljúga aftur þurfi ennfremur að vinna upp raskanirnar sem urðu í dag og bæta við ferðum. Icelandair aflýsti á fjórða tug ferða frá landinu og svipuðum fjölda til þess í dag. „Þetta er mjög snúin staða svona rétt fyrir jólin,“ segir Guðni. Flugfélagið vinni nú að áætlun og sviðsmyndum um hvernig það geti náð að rétta áætlunina af. Farþegar sem eiga bókað far á næstu dögum megi eiga von á breytingum. Mælir Guðni með því að þeir fylgist vel með skilaboðum á vefsíðu Icelandair, í tölvupóstum og smáskilaboðum. Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Icelandair Veður Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Fleiri fréttir Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Sjá meira
Nær öllum flugferðum til og frá landinu hefur verið aflýst vegna veðurs á Suðurnesjum í dag. Veðrið var ekki svo slæmt að það kæmi í veg fyrir að flogið væri en ófærð á Reykjanesbraut gerði hins vegar farþegum og starfsfólki erfitt eða ómögulegt að komast til Keflavíkur. Fjöldi vonsvikinna flugfarþega er nú innlyksa í Leifsstöð þar sem lögregla ráðlagði fólki að halda kyrru fyrir þar frekar en að leggja af stað aftur út í veðrið. Guðni Sigurðsson, samskiptastjóri hjá Icelandair, segir að langflestir hafi tekið stöðunni með jafnaðargeði þótt fólk sé ekki alltaf sátt við aðstæður sem þessar þar sem lítið sé um upplýsingar. Ástandið var sérstaklega erfitt þegar fólkið var fast á innritunarsvæði flugstöðvarinnar en það hafi batnað eftir að opnað var upp á verslunarsvæðið. Hann segir að allt starfsfólk á flugvellinum vinni nú hörðum höndum að því að liðsinna fólki. „Það eru allir í þessu saman í flugstöðinni,“ segir hann. Þurfa að vinna upp röskunina en spáin áfram slæm Veðurspáin fyrir morgundaginn er áfram svört. Guðni segir að Icelandair fylgist grannt með og upplýsi farþega þegar örugg veðurspá liggi fyrir. Þegar hægt er að fljúga aftur þurfi ennfremur að vinna upp raskanirnar sem urðu í dag og bæta við ferðum. Icelandair aflýsti á fjórða tug ferða frá landinu og svipuðum fjölda til þess í dag. „Þetta er mjög snúin staða svona rétt fyrir jólin,“ segir Guðni. Flugfélagið vinni nú að áætlun og sviðsmyndum um hvernig það geti náð að rétta áætlunina af. Farþegar sem eiga bókað far á næstu dögum megi eiga von á breytingum. Mælir Guðni með því að þeir fylgist vel með skilaboðum á vefsíðu Icelandair, í tölvupóstum og smáskilaboðum.
Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Icelandair Veður Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Fleiri fréttir Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Sjá meira