Höfum það kósí undir sæng heima Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 19. desember 2022 21:06 Lögreglumenn frá Lögreglunni á Suðurlandi í dag að fylgjast með veðrinu og umferðinni á Selfossi og þar í kring. Magnús Hlynur Hreiðarsson Vegagerðarmaður hvetur fólk til að vera bara undir sæng þegar veður er jafn slæmt og þessa dagana og allir vegir í kringum höfuðborgarsvæðið meira og minna lokaðir. Lögreglumaður segir líka upplagt að hafa það kósí heima í veðri, sem þessu. Það var meira en nóg að gera hér hjá björgunarsveitum á Suðurlandi í dag enda allir póstar meira og minna lokaðir enda var veður mjög slæmt og er enn. Björgunarsveitir, Vegagerðin og lögreglan sáu um lokanir á vegum. Það voru helst ferðamenn, sem voru á ferðinni og voru að biðja um aðstoð hjá lögreglunni. „Það hefur verið allt lokað frá Selfossi þannig að við höldum okkur bara hér á svæðinu þangað til að eitthvað annað breytist. Mestur þunginn hefur verið á björgunarsveitunum en við reynum þó að aðstoða þá eitthvað,“ segir Árni, lögreglumaður á Selfossi. Hvað hvetur þú fólk til að gera núna heima? „Er ekki bara að halda sér heima og hafa það kósí. Fara undir sæng og knúsast, er það bara ekki upplagt,“ bætir Árni hlægjandi við. Er gaman að standa í þessu? „Já á meðan konan leyfir manni ekki að kaupa sér jeppa þá er fínt að vera á stóra lögreglujeppanum í þessu veðri,“ segir Árni og glottir við tönn. Allar leiðir út frá Selfossi voru lokaðar meira og minna í dag og verða væntanlega líka á morgun miðað við veðurspá og gular viðvaranir.Magnús Hlynur Hreiðarsson Fjölnir Grétarsson var á vaktinni á Eyrarbakkaveg og lokaði þar veginum fyrir hönd Vegagerðarinnar. „Það er bara allt stopp, fullt af bílum fastir hér og þar og teppa alla vegi,“ segir Fjölnir. Er fólk eitthvað á ferðinni eða er það heima undir sæng? „Já, það er alltaf einhver, sem þarf að komast en það er bara ekkert ferðaveður, fólk á bara að vera undir sæng eins og þú segir,“ segir Fjölnir enn fremur. Fjölnir Grétarsson, starfsmaður Vegagerðarinnar var á lokunarpósti á Eyrarbakkavegi í dag.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Lögreglan Björgunarsveitir Veður Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Það var meira en nóg að gera hér hjá björgunarsveitum á Suðurlandi í dag enda allir póstar meira og minna lokaðir enda var veður mjög slæmt og er enn. Björgunarsveitir, Vegagerðin og lögreglan sáu um lokanir á vegum. Það voru helst ferðamenn, sem voru á ferðinni og voru að biðja um aðstoð hjá lögreglunni. „Það hefur verið allt lokað frá Selfossi þannig að við höldum okkur bara hér á svæðinu þangað til að eitthvað annað breytist. Mestur þunginn hefur verið á björgunarsveitunum en við reynum þó að aðstoða þá eitthvað,“ segir Árni, lögreglumaður á Selfossi. Hvað hvetur þú fólk til að gera núna heima? „Er ekki bara að halda sér heima og hafa það kósí. Fara undir sæng og knúsast, er það bara ekki upplagt,“ bætir Árni hlægjandi við. Er gaman að standa í þessu? „Já á meðan konan leyfir manni ekki að kaupa sér jeppa þá er fínt að vera á stóra lögreglujeppanum í þessu veðri,“ segir Árni og glottir við tönn. Allar leiðir út frá Selfossi voru lokaðar meira og minna í dag og verða væntanlega líka á morgun miðað við veðurspá og gular viðvaranir.Magnús Hlynur Hreiðarsson Fjölnir Grétarsson var á vaktinni á Eyrarbakkaveg og lokaði þar veginum fyrir hönd Vegagerðarinnar. „Það er bara allt stopp, fullt af bílum fastir hér og þar og teppa alla vegi,“ segir Fjölnir. Er fólk eitthvað á ferðinni eða er það heima undir sæng? „Já, það er alltaf einhver, sem þarf að komast en það er bara ekkert ferðaveður, fólk á bara að vera undir sæng eins og þú segir,“ segir Fjölnir enn fremur. Fjölnir Grétarsson, starfsmaður Vegagerðarinnar var á lokunarpósti á Eyrarbakkavegi í dag.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Lögreglan Björgunarsveitir Veður Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira