Dæmdur fyrir að nauðga og myrða fimmtán ára stúlku fyrir tæpum fimmtíu árum Samúel Karl Ólason skrifar 20. desember 2022 10:17 Dennis McGory (74) var 28 ára gamall þegar hann nauðgaði og myrti hina fimmtán ára gömlu Jacqueline Montgomery árið 1975. Lögreglan í Lundúnum Breskur maður hefur verið dæmdur fyrir að nauðga og myrða fimmtán ára stúlku, nærri því fimmtíu árum eftir að mál gegn honum var fellt niður. Ný greining á lífsýnum sem tekin voru þegar Jacqueline Montgomery var myrt sýndi fram á sekt Dennis McGory. Talið er að McGory, þá 28 ára gamall, hafi verið að leita að konu sinni þegar hann fór til heimilis Jacqueline Montgomery, frænku konu sinnar, í norðurhluta Lundúna en hún var fimmtán ára gömul. McGory er sagður hafa ráðist á stúlkuna til að fá hana til að segja sér hvar kona hans væri, samkvæmt frétt Sky News. Faðir stúlkunnar kom að líki hennar en McGory hafði nauðgað henni, stungið hana og kyrkt. Hann neitaði sök og dómari felldi málið gegn honum niður árið 1976 vegna skorts á sönnunargögnum. Lífsýni sem tekin voru úr leggöngum Montgomery voru geymd í öll þessi ár og voru þau nýlega greind með nútímatækni. Sú greining staðfesti að McGory hefði nauðgað Montgomery og var hann handtekinn og ákærður aftur. Hann er nú 74 ára gamall og við slæma heilsu en samkvæmt frétt BBC var honum lýst í dómsal sem drykkfelldum og ofbeldishneigðum fauta. Saksóknarar sögðu hann hafa áður hótað því að nauðga Montgomery. Sár fundust á McGrory á sínum tíma en hann sagðist hafa orðið fyrir árás fjögurra manna. Þar að auki fannst blaðsíða úr dagbók Montgommery á honum en hann sagðist hafa fengið hana frá sömu mönnum. Hér að neðan má sjá myndband frá breskum saksóknurum þar sem saksóknari fer yfir málið. Lög um að ekki væri hægt að rétta tvisvar sinnum yfir fólki fyrir sama meinta brotið voru felld úr gildi í Bretlandi árið 2003. Lögunum var breytt á þann veg að líti mikilvæg ný sönnunargögn dagsins ljós sé hægt að ákæra fólk aftur og rétt yfir þeim. Þetta tiltekna mál er það elsta sem tekið hefur verið fyrir aftur eftir að lögunum var breytt. Bretland Erlend sakamál Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Sjá meira
Talið er að McGory, þá 28 ára gamall, hafi verið að leita að konu sinni þegar hann fór til heimilis Jacqueline Montgomery, frænku konu sinnar, í norðurhluta Lundúna en hún var fimmtán ára gömul. McGory er sagður hafa ráðist á stúlkuna til að fá hana til að segja sér hvar kona hans væri, samkvæmt frétt Sky News. Faðir stúlkunnar kom að líki hennar en McGory hafði nauðgað henni, stungið hana og kyrkt. Hann neitaði sök og dómari felldi málið gegn honum niður árið 1976 vegna skorts á sönnunargögnum. Lífsýni sem tekin voru úr leggöngum Montgomery voru geymd í öll þessi ár og voru þau nýlega greind með nútímatækni. Sú greining staðfesti að McGory hefði nauðgað Montgomery og var hann handtekinn og ákærður aftur. Hann er nú 74 ára gamall og við slæma heilsu en samkvæmt frétt BBC var honum lýst í dómsal sem drykkfelldum og ofbeldishneigðum fauta. Saksóknarar sögðu hann hafa áður hótað því að nauðga Montgomery. Sár fundust á McGrory á sínum tíma en hann sagðist hafa orðið fyrir árás fjögurra manna. Þar að auki fannst blaðsíða úr dagbók Montgommery á honum en hann sagðist hafa fengið hana frá sömu mönnum. Hér að neðan má sjá myndband frá breskum saksóknurum þar sem saksóknari fer yfir málið. Lög um að ekki væri hægt að rétta tvisvar sinnum yfir fólki fyrir sama meinta brotið voru felld úr gildi í Bretlandi árið 2003. Lögunum var breytt á þann veg að líti mikilvæg ný sönnunargögn dagsins ljós sé hægt að ákæra fólk aftur og rétt yfir þeim. Þetta tiltekna mál er það elsta sem tekið hefur verið fyrir aftur eftir að lögunum var breytt.
Bretland Erlend sakamál Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Sjá meira