Undirbúa að hefja áætlanaflug til útlanda á ný Fanndís Birna Logadóttir skrifar 20. desember 2022 12:31 Farþegar hafa setið fastir á Keflavíkurflugvelli síðan í gær. Jón Ingi Ragnarsson Erfið færð er á vegum víða um landið og gular viðvaranir áfram í gildi fram á kvöld og þar til á morgun. Reykjanesbraut er lokuð í aðra áttina og var öllu áætlanaflugi aflýst í morgun. Verið er að ferja flugáhafnir til Keflavíkur og farþega til Reykjavíkur. Gert er ráð fyrir að áætlanaflug hjá Icelandair hefjist aftur síðdegis. Mikið hvassviðri er á landinu öllu og skafrenningur víðast hvar en gular viðvaranir eru í gildi í öllum landshlutum. Á vestfjörðum eru viðvaranir í gildi til klukkan átta í kvöld og til klukkan tíu á höfuðborgarsvæðinu, Norðurlandi eystra og Austurlandi að Glettingi. Síðustu viðvaranir eru i gildi til klukkan sex í fyrramálið. Hellisheiðin og Þrengslin hafa verið opin frá því í nótt og er vegurinn um Kjalarnes nú sömuleiðis opinn. Reykjanesbrautin opnaði þar að auki skömmu fyrir hádegi frá Reykjavík til Keflavíkur en er áfram lokuð frá Keflavík til Reykjavíkur. G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, segir fasta bíla helst hafa flækt fyrir á Reykjanesbrautinni. „Það væri bæði náttúrulega mjög blint, þannig til dæmis þegar við opnuðum frá Keflavík til Reykjavíkur í gær þá festu sig fljótlega bílar. Við gátum haldið opnu í klukkustund, það var einfaldlega mjög blint og svolítill snjór, og síðan í fráreinum og á hringtorgum hefur safnast fyrir mikill snjór sem hefur þurft að moka í burt, sem er aðeins tímafrekara en að fara með venjuleg tæki,“ segir G. Pétur. „Það er enn þá greinilega mikill snjór þannig ég held að fólk verði að sýna varúð þegar við opnum og fara varlega, hvorki keyra hratt né óvarlega,“ segir hann enn fremur. Áætlanaflug hefjist aftur síðdegis Öllum flugferðum var aflýst í morgun vegna færðarinnar. Aðstæður til flugs eru í lagi á Keflavíkurflugvelli en vandamálið sneri helst að samgöngum til og frá flugvellinum. Flugfélagið Ernir flaug með flugáhafnir Play til Keflavíkur í hádeginu og Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir Icelandair sömuleiðis undirbúa loftbrú milli Keflavíkur og Reykjavíkur. „Við erum búin að setja upp flug til að ferja farþega frá Keflavík til Reykajvíkur og sömuleiðis þá starfsfólk og mat frá Reykjavík til Keflavíkur og svo erum við bara að meta stöðuna,“ segir Ásdís en þar sem Reykjanesbraut hefur verið opnuð í aðra átt verður staðan tekin í dag hvort þörf sé á meira en einni flugferð. Um 500 farþegum, þar á meðal þeim sem komu með fjórum vélum frá Bandaríkjunum í morgun auk annarra sem sitja fastir á vellinum, stendur til boða að fljúga frá Keflavík til Reykjavíkur en eins og stendur verður ekki flogið með farþega frá Reykjavík til Keflavíkur, enda fjöldinn of mikill. Gert er ráð fyrir að áætlanaflug hefjist aftur nú síðdegis til Bandaríkjanna og Evrópu en nákvæmar tímasetningar liggja ekki fyrir. Þá er verið að skoða áætlanir til að bregðast við frestunum. „Við erum að grípa til ýmissa aðgerða, við erum að skoða að leigja inn vél, við erum að skoða að setja upp aukaflug, og svo framvegis. En þetta á eftir að koma betur í ljós þegar líður á daginn,“ segir Ásdís. Rólegra veður næstu daga en aðfangadagur spurningamerki Gera má ráð fyrir áframhaldandi leiðindaveðri í dag en það dregur úr vindi í kvöld og í nótt. Að sögn veðurfræðings hjá veðurstofunni verður veðrið töluvert skárra á morgun, þó það blási eitthvað fram eftir degi. „Það dregur úr vindinum í nótt og á morgun og frá því svona seinni partinn á morgun og alla vega fimmtudag og föstudag er útlit fyrir að það verði svona kalt og rólegt veður með einhverjum smá éljum fyrir norðan en verður örugglega þurrt hérna á suður og vesturlandi,“ segir Birgir Örn Höskuldsson, veðurfræðingur. „En síðan er kannski aðfangadagur aðeins meira spurningamerki, það er svo sem ekki útlit fyrir vont veður neins staðar en það er svona óvissa með hvar snjókoman verður, eða þannig,“ segir hann enn fremur. Hægt er að fylgjast með nýjustu tíðindum í veðurvaktinni hér á Vísi. Veður Samgöngur Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Icelandair Mest lesið Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Innlent Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Fleiri fréttir Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Sjá meira
Mikið hvassviðri er á landinu öllu og skafrenningur víðast hvar en gular viðvaranir eru í gildi í öllum landshlutum. Á vestfjörðum eru viðvaranir í gildi til klukkan átta í kvöld og til klukkan tíu á höfuðborgarsvæðinu, Norðurlandi eystra og Austurlandi að Glettingi. Síðustu viðvaranir eru i gildi til klukkan sex í fyrramálið. Hellisheiðin og Þrengslin hafa verið opin frá því í nótt og er vegurinn um Kjalarnes nú sömuleiðis opinn. Reykjanesbrautin opnaði þar að auki skömmu fyrir hádegi frá Reykjavík til Keflavíkur en er áfram lokuð frá Keflavík til Reykjavíkur. G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, segir fasta bíla helst hafa flækt fyrir á Reykjanesbrautinni. „Það væri bæði náttúrulega mjög blint, þannig til dæmis þegar við opnuðum frá Keflavík til Reykjavíkur í gær þá festu sig fljótlega bílar. Við gátum haldið opnu í klukkustund, það var einfaldlega mjög blint og svolítill snjór, og síðan í fráreinum og á hringtorgum hefur safnast fyrir mikill snjór sem hefur þurft að moka í burt, sem er aðeins tímafrekara en að fara með venjuleg tæki,“ segir G. Pétur. „Það er enn þá greinilega mikill snjór þannig ég held að fólk verði að sýna varúð þegar við opnum og fara varlega, hvorki keyra hratt né óvarlega,“ segir hann enn fremur. Áætlanaflug hefjist aftur síðdegis Öllum flugferðum var aflýst í morgun vegna færðarinnar. Aðstæður til flugs eru í lagi á Keflavíkurflugvelli en vandamálið sneri helst að samgöngum til og frá flugvellinum. Flugfélagið Ernir flaug með flugáhafnir Play til Keflavíkur í hádeginu og Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir Icelandair sömuleiðis undirbúa loftbrú milli Keflavíkur og Reykjavíkur. „Við erum búin að setja upp flug til að ferja farþega frá Keflavík til Reykajvíkur og sömuleiðis þá starfsfólk og mat frá Reykjavík til Keflavíkur og svo erum við bara að meta stöðuna,“ segir Ásdís en þar sem Reykjanesbraut hefur verið opnuð í aðra átt verður staðan tekin í dag hvort þörf sé á meira en einni flugferð. Um 500 farþegum, þar á meðal þeim sem komu með fjórum vélum frá Bandaríkjunum í morgun auk annarra sem sitja fastir á vellinum, stendur til boða að fljúga frá Keflavík til Reykjavíkur en eins og stendur verður ekki flogið með farþega frá Reykjavík til Keflavíkur, enda fjöldinn of mikill. Gert er ráð fyrir að áætlanaflug hefjist aftur nú síðdegis til Bandaríkjanna og Evrópu en nákvæmar tímasetningar liggja ekki fyrir. Þá er verið að skoða áætlanir til að bregðast við frestunum. „Við erum að grípa til ýmissa aðgerða, við erum að skoða að leigja inn vél, við erum að skoða að setja upp aukaflug, og svo framvegis. En þetta á eftir að koma betur í ljós þegar líður á daginn,“ segir Ásdís. Rólegra veður næstu daga en aðfangadagur spurningamerki Gera má ráð fyrir áframhaldandi leiðindaveðri í dag en það dregur úr vindi í kvöld og í nótt. Að sögn veðurfræðings hjá veðurstofunni verður veðrið töluvert skárra á morgun, þó það blási eitthvað fram eftir degi. „Það dregur úr vindinum í nótt og á morgun og frá því svona seinni partinn á morgun og alla vega fimmtudag og föstudag er útlit fyrir að það verði svona kalt og rólegt veður með einhverjum smá éljum fyrir norðan en verður örugglega þurrt hérna á suður og vesturlandi,“ segir Birgir Örn Höskuldsson, veðurfræðingur. „En síðan er kannski aðfangadagur aðeins meira spurningamerki, það er svo sem ekki útlit fyrir vont veður neins staðar en það er svona óvissa með hvar snjókoman verður, eða þannig,“ segir hann enn fremur. Hægt er að fylgjast með nýjustu tíðindum í veðurvaktinni hér á Vísi.
Veður Samgöngur Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Icelandair Mest lesið Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Innlent Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Fleiri fréttir Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Sjá meira