Jóhann Páll stóðst skriflega hluta ökuprófsins með bravúr Jakob Bjarnar skrifar 21. desember 2022 08:00 Jóhann Páll Jóhannsson og Anna Bergljót Gunnarsdóttir í bíl sínum sem er að gerðinni Honda Jazz. Ástæðan fyrir því að Jóhann Páll er að taka bílpróf kominn á miðjan aldur er gleðileg. vísir/vilhelm Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingarinnar stendur í ströngu á þinginu jafnt sem í einkalífinu. Vísi barst ábending þess efnis að sést hafi til þingmannsins fara í ökutíma. Ábendingin barst frá pólitískum andstæðingi Jóhanns Páls og sá sem hana setti fram taldi næsta víst að þingmaðurinn hlyti að hafa misst prófið, það gæti bara ekki staðist að sá sem er að nálgast miðjan aldur, þrítugur maðurinn, væri að taka bílpróf fyrsta sinni. En sú er síður en svo raunin. Vísir kannaði málið, setti sig í samband við Jóhann Pál og spurði hann hreint út af hverju hann væri að taka bílpróf, kominn á þennan aldur? Vill geta keyrt unnustuna á fæðingardeildina „„Ég hef aldrei lært á bíl,“ svarar Jóhann Páll og ljóst að honum finnst kómískt að þurfa að standa fyrir svörum í þessum efnum. „Ég bara nennti því ómögulega þegar ég var í menntaskóla. Kannski spilaði inn í að ég á alltof góða foreldra og þegar ég var lítill skutluðu þau mér út um hvippinn og hvappinn. Við Anna fluttum svo til Bretlands og bjuggum þar í mörg ár, lengst af í Cambridge, og þar þurftum við engan bíl.“ Þannig að… þú hefur ekki misst prófið? „Nei.“ Jóhann Páll Jóhannssong Anna Bergljót Gunnarsdóttir eiga von á barni og eins gott að faðirinn geti stokkið til og keyrt Önnu á fæðingardeildina þegar stóra stundin nálgast. Og svo konu og barn heim aftur.vísir/vilhelm Ók. Ástæðan fyrir því að Jóhann Páll er að taka bílpróf núna er reyndar gleðileg. Því hann og unnusta hans, Anna Bergljót Gunnarsdóttir, eiga von á barni. „Já. Nú erum við komin heim og eigum von á barni. Og þá þarf maður að rífa sig í gang. Ég vil auðvitað geta keyrt Önnu á fæðingardeildina – og keyrt okkur öll heim af fæðingardeildinni.“ Ekki á skjön við stefnu um bíllausan lífsstíl Anna Bergljót er hins vegar með bílpróf og þau hafa fest kaup á bifreið að gerðinni Honda Jazz. Og þingmanninum segir spurður að sér sækist ökunámið sérdeilis vel. „Ég hef sinnt ökunámi meðfram þingstörfum og sóst námið vel. Notalegt að eiga stund milli stríða með Sveini Ingimarssyni sem er afbragðs ökukennari, og hefur sýnt mér ótrúlega þolinmæði.“ Og það sem meira er, nú færist aukin spenna í leikinn því prófið er á næsta leyti sem er líka eins gott. Jóhann Páll er í æfingaakstri núna og ber sig vel en ekki er gott að ráða af svip Önnu Bergljótar hvernig hún metur frammistöðu ökumannsins. vísir/vilhelm „Ég stóðst bóklega prófið með bravúr en nú er að sjá hvernig fer með verklega. Ég er bjartsýnn á að það náist áður en barnið kemur í heiminn.“ En, er það ekki á skjön við stefnu Samfylkingarinnar að vera að fá sér bílpróf og bíl, er bíllaus lífsstíll ekki málið? „Það held ég nú ekki,“ segir Jóhann Páll og hlær við. „Stefna Samfylkingarinnar er að fólk eigi að hafa raunverulegt val um ferðamáta, ekki að fólk eigi að skammast sín fyrir að keyra einkabíl. Það verður að styðja miklu betur við almenningssamgöngur svo bíllaus lífstíll verði raunhæfari og eftirsóknarverðari kostur fyrir fleiri.“ Bílar Alþingi Tímamót Samfylkingin Bílpróf Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Engar hvalveiðar Hvals í sumar Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Fleiri fréttir Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Sjá meira
Vísi barst ábending þess efnis að sést hafi til þingmannsins fara í ökutíma. Ábendingin barst frá pólitískum andstæðingi Jóhanns Páls og sá sem hana setti fram taldi næsta víst að þingmaðurinn hlyti að hafa misst prófið, það gæti bara ekki staðist að sá sem er að nálgast miðjan aldur, þrítugur maðurinn, væri að taka bílpróf fyrsta sinni. En sú er síður en svo raunin. Vísir kannaði málið, setti sig í samband við Jóhann Pál og spurði hann hreint út af hverju hann væri að taka bílpróf, kominn á þennan aldur? Vill geta keyrt unnustuna á fæðingardeildina „„Ég hef aldrei lært á bíl,“ svarar Jóhann Páll og ljóst að honum finnst kómískt að þurfa að standa fyrir svörum í þessum efnum. „Ég bara nennti því ómögulega þegar ég var í menntaskóla. Kannski spilaði inn í að ég á alltof góða foreldra og þegar ég var lítill skutluðu þau mér út um hvippinn og hvappinn. Við Anna fluttum svo til Bretlands og bjuggum þar í mörg ár, lengst af í Cambridge, og þar þurftum við engan bíl.“ Þannig að… þú hefur ekki misst prófið? „Nei.“ Jóhann Páll Jóhannssong Anna Bergljót Gunnarsdóttir eiga von á barni og eins gott að faðirinn geti stokkið til og keyrt Önnu á fæðingardeildina þegar stóra stundin nálgast. Og svo konu og barn heim aftur.vísir/vilhelm Ók. Ástæðan fyrir því að Jóhann Páll er að taka bílpróf núna er reyndar gleðileg. Því hann og unnusta hans, Anna Bergljót Gunnarsdóttir, eiga von á barni. „Já. Nú erum við komin heim og eigum von á barni. Og þá þarf maður að rífa sig í gang. Ég vil auðvitað geta keyrt Önnu á fæðingardeildina – og keyrt okkur öll heim af fæðingardeildinni.“ Ekki á skjön við stefnu um bíllausan lífsstíl Anna Bergljót er hins vegar með bílpróf og þau hafa fest kaup á bifreið að gerðinni Honda Jazz. Og þingmanninum segir spurður að sér sækist ökunámið sérdeilis vel. „Ég hef sinnt ökunámi meðfram þingstörfum og sóst námið vel. Notalegt að eiga stund milli stríða með Sveini Ingimarssyni sem er afbragðs ökukennari, og hefur sýnt mér ótrúlega þolinmæði.“ Og það sem meira er, nú færist aukin spenna í leikinn því prófið er á næsta leyti sem er líka eins gott. Jóhann Páll er í æfingaakstri núna og ber sig vel en ekki er gott að ráða af svip Önnu Bergljótar hvernig hún metur frammistöðu ökumannsins. vísir/vilhelm „Ég stóðst bóklega prófið með bravúr en nú er að sjá hvernig fer með verklega. Ég er bjartsýnn á að það náist áður en barnið kemur í heiminn.“ En, er það ekki á skjön við stefnu Samfylkingarinnar að vera að fá sér bílpróf og bíl, er bíllaus lífsstíll ekki málið? „Það held ég nú ekki,“ segir Jóhann Páll og hlær við. „Stefna Samfylkingarinnar er að fólk eigi að hafa raunverulegt val um ferðamáta, ekki að fólk eigi að skammast sín fyrir að keyra einkabíl. Það verður að styðja miklu betur við almenningssamgöngur svo bíllaus lífstíll verði raunhæfari og eftirsóknarverðari kostur fyrir fleiri.“
Bílar Alþingi Tímamót Samfylkingin Bílpróf Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Engar hvalveiðar Hvals í sumar Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Fleiri fréttir Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Sjá meira