„Dagurinn verður ekki dimmari en í dag en á morgun fer að birta“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 21. desember 2022 11:22 Benedikt Þór Guðmundsson kemur að skipulagninu Vetrarsólstöðugöngu Píetasamtakanna sem fram fer í kvöld Í kvöld, 21. desember fer fram árleg Vetrarsólstöðuganga Píetasamtakanna. Aðstandendur og syrgjendur koma saman og minnast ástvina sinna sem fallið hafa fyrir eigin hendi. Gangan er tákræn að því leiti að dimmasti dagur ársins er í dag en á morgun fer að birta til. Gengið verður frá húsnæði Kynnisferða, Klettagörðum 12, að vitanum við Skarfagarða. Búið er að koma upp plexigleri við vitann þar sem hægt er að skrifa kveðjur til ástvina. „Yfir jól og áramót munu kveðjurnar standa á veggnum undir blikkandi ljósi og minna hvenr sem kemur á að ástin er eilíf,“ að því er segir á vef Píeta samtakanna. Hægt verður að kaupa kerti til styrktar samtökunum og kveikja á þeim við vitann. Benedikt Þór Guðmundsson viðburðarstjórnandi hjá Píetasamtökunum segist viðburðinn snúast um góða samveru og fallega tónlist. „Þetta er táknrænn dagur. Dagurinn verður ekki dimmari en í dag en á morgun fer að birta. Við förum saman úr myrkrinu í ljósið,“ segir hann. Hér er dagskrá kvöldsinsFacebook/Píeta samtökin Húsið opnar klukkan 19. Ragnheiður Gröndal og eiginmaður hennar, Guðmundur Pétursson munu flytja nokkur af sínum bestu lögum. Þá munu forseti Íslands, Guðni Th og Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra flytja ávarp. Gangan út að Skarfavita hefst klukkan 20. Benedikt Þór segir undanfarna daga og vikur hafa verið þunga hjá samtökunum og talsvert álag. Hann býst við góðri þátttöku í kvöld og hvetur fólk til að mæta. „Það eru allir velkomnir. Veðurspáin er góð en við mælum með að klæða sig vel. Úlpa, húfa, vettlingar og kærleikurinn.“ Gangan verður einnig á Norðurlandi þar sem gengið verður að Svalbarðsvita. Nánari upplýsingar má finna á Facebooksíðu Píetasamtakanna. Vert er að taka fram að í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Píeta samtökin. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan pieta.is. Geðheilbrigði Reykjavík Tengdar fréttir „Þetta er náttúrulega bara frjálst fall“ „Þetta breytir manni, en þetta líka styrkir mann,“ segir Benedikt Þór Guðmundsson. Pétur sonur hans tók eigið líf árið 2006, aðeins 22 ára gamall. 21. október 2021 09:35 Mest lesið Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Erlent „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Fleiri fréttir Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Sjá meira
Gengið verður frá húsnæði Kynnisferða, Klettagörðum 12, að vitanum við Skarfagarða. Búið er að koma upp plexigleri við vitann þar sem hægt er að skrifa kveðjur til ástvina. „Yfir jól og áramót munu kveðjurnar standa á veggnum undir blikkandi ljósi og minna hvenr sem kemur á að ástin er eilíf,“ að því er segir á vef Píeta samtakanna. Hægt verður að kaupa kerti til styrktar samtökunum og kveikja á þeim við vitann. Benedikt Þór Guðmundsson viðburðarstjórnandi hjá Píetasamtökunum segist viðburðinn snúast um góða samveru og fallega tónlist. „Þetta er táknrænn dagur. Dagurinn verður ekki dimmari en í dag en á morgun fer að birta. Við förum saman úr myrkrinu í ljósið,“ segir hann. Hér er dagskrá kvöldsinsFacebook/Píeta samtökin Húsið opnar klukkan 19. Ragnheiður Gröndal og eiginmaður hennar, Guðmundur Pétursson munu flytja nokkur af sínum bestu lögum. Þá munu forseti Íslands, Guðni Th og Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra flytja ávarp. Gangan út að Skarfavita hefst klukkan 20. Benedikt Þór segir undanfarna daga og vikur hafa verið þunga hjá samtökunum og talsvert álag. Hann býst við góðri þátttöku í kvöld og hvetur fólk til að mæta. „Það eru allir velkomnir. Veðurspáin er góð en við mælum með að klæða sig vel. Úlpa, húfa, vettlingar og kærleikurinn.“ Gangan verður einnig á Norðurlandi þar sem gengið verður að Svalbarðsvita. Nánari upplýsingar má finna á Facebooksíðu Píetasamtakanna. Vert er að taka fram að í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Píeta samtökin. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan pieta.is.
Geðheilbrigði Reykjavík Tengdar fréttir „Þetta er náttúrulega bara frjálst fall“ „Þetta breytir manni, en þetta líka styrkir mann,“ segir Benedikt Þór Guðmundsson. Pétur sonur hans tók eigið líf árið 2006, aðeins 22 ára gamall. 21. október 2021 09:35 Mest lesið Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Erlent „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Fleiri fréttir Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Sjá meira
„Þetta er náttúrulega bara frjálst fall“ „Þetta breytir manni, en þetta líka styrkir mann,“ segir Benedikt Þór Guðmundsson. Pétur sonur hans tók eigið líf árið 2006, aðeins 22 ára gamall. 21. október 2021 09:35