Gagnrýni spratt upp á meðal fyrrum landsliðskvenna eftir að Aron Einar Gunnarsson var heiðraður með sérmerktri treyju fyrir hundraðasta landsleik sinn, gegn Sádi-Arabíu í nóvember.
Dagný Brynjarsdóttir vakti þá máls á því að hvorki hún né Glódís Perla Viggósdóttir hefðu fengið nokkra viðurkenningu frá KSÍ eftir að hafa í apríl spilað sinn 100. A-landsleik. Margrét Lára Viðarsdóttir benti þá á að hún hefði aldrei fengið tækifæri til að kveðja almennilega þegar hún lauk löngum landsliðsferli sínum.
Ég get bætt við í umræðuna um litlu hlutina sem @dagnybrynjars og #MLV9 komu í gang að þó ég hafi ekki náð 100 A liðs leikjum á landsliðsferli sem náði yfir hátt í 20 ár þá er ég er enn að bíða eftir 50 leikja styttunni minni sem ég hefði átt að fá fyrir löngu #fotbolti
— Guðbjörg Gunnarsd. (@GuggaGunnars) November 7, 2022
Guðbjörg bættist í hóp þeirra radda þegar hún benti á að KSÍ hefði aldrei afhent henni styttu fyrir að leika 50 landsleiki, en samkvæmt reglugerð sambandsins fá allir landsliðsmenn sem ná þeim áfanga styttu að gjöf.
Guðbjörg lék sinn 50. landsleik sumarið 2017 og hefur biðin því staðið í rúm fimm ár.
Hratt var brugðist við þeirri kvörtun Guðbjargar sem hefur nú fengið styttuna afhenta eftir að hún kom hingað til lands fyrir hátíðarnar, en hún er búsett í Svíþjóð.
KSÍ birti mynd af henni með styttuna í dag.
Guðbjörg Gunnarsdóttir - 64 leikir í marki Íslands
— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) December 21, 2022
Í dag tók hún við viðurkenningu fyrir 50 leiki
Guðbjörg hefur lagt skóna á hilluna og þökkum við henni fyrir allt sem hún hefur gert fyrir íslenskan fótbolta!#dottir pic.twitter.com/eXiTFiy9pb