Á vef Veðurstofunnar segir að það varði talsvert frost á öllu landinu, einkum í innsveitum. Segir að frost verði á bilinu þrjú til fjórtán stig síðdegis.
„Á aðfangadag er búist við nokkrum smálægðum eða lægðadrögum á dóli úti fyrir ströndinni, en þeim fylgir snjókoma eða él í flestum landshlutum. Jafnframt dregur þá úr frostinu.“

Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á föstudag (Þorláksmessa): Hæg norðlæg eða breytileg átt og dálítil él norðantil, en bjart með köflum sunnan heiða. Frost 4 til 16 stig, mest í innsveitum.
Á laugardag (aðfangadagur jóla): Norðan 5-15 m/s og víða él eða dálítil snjókoma, hvassast norðvestantil. Frost 5 til 18, kaldast inn til landsins.
Á sunnudag (jóladagur): Stíf norðlæg átt og víða él, en úrkomulítið suðvestanlands. Talsvert frost.
Á mánudag (annar í jólum): Suðaustlæg átt, strekkingur og dálítil snjókoma við suðurströndina, en annars hægari og úrkoulítið. Frost 1 til 14 stig, minnst syðst.
Á þriðjudag: Útlit fyrir stífa suðaustanátt með snjókomu, en síðar slyddu sunnan- og vestantil. Heldur hlýnandi veður.
Á miðvikudag: Snýst líklega í norðaustanátt með éljum.