Unglingsstúlkur sem stungu mann fyrir áfengisflösku til rannsóknar vegna fleiri árása Samúel Karl Ólason skrifar 22. desember 2022 12:38 Lögregluþjónar að störfum í Toronto. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Getty/Steve Russell Saksóknarar í Toronto í Kanada hafa ákært átta táningsstúlkur fyrir að stinga 59 ára gamlan mann til bana. Stúlkurnar eru þrettán til sextán ára gamlar og voru að reyna að ná áfengisflösku af vinkonu mannsins. Í samtali við Ríkisútvarp Kanada (CBC) segir konan sem ráðist var á að hún og maðurinn hafi verið fyrir utan athvarf í miðbæ Toronto skömmu eftir miðnætti aðfaranótt sunnudags þegar stúlkurnar hafi gengið að þeim og reynt að taka af henni áfengisflösku. Sjá einnig: Átta unglingsstúlkur ákærðar fyrir morð á heimilislausum manni Hún segir vin sinn hafa komið sér til aðstoðar en stúlkurnar hafi allar ráðist á hann og slegið hann ítrekað. Konan flúði en segist hafa séð mikið blóð þegar þær réðust á manninn. Konan hélt að stúlkurnar hefðu stungið manninn í kviðinn. Hann var fluttur á sjúkrahús en lést skömmu síðar. Stúlkurnar voru handteknar skömmu síðar, þegar lögregluþjónar voru kallaðir til út af öðru máli sem stúlkurnar komu að. Lögreglan segir að vopn hafi fundist á stúlkunum en hefur ekki sagt hvernig vopn né hve mörg. Í frétt Toronto Star er haft eftir heimildarmönnum miðilsins úr lögreglunni að talið sé að stúlkurnar hafi tengst tveimur öðrum árásum þetta kvöld. Taldar hafa hist á samfélagsmiðlum Þrjár stúlknanna eru þrettán ára gamlar, þrjár eru fjórtán ára og tvær eru sextán. Lögreglan telur þær hafa hist á samfélagsmiðlum og komið saman í miðbæ Toronto á laugardagskvöldið. Þær búa allar í sitthvorum hluta borgarinnar. Ekki liggur fyrir hvað þær voru að gera í miðbænum en allar hafa verið ákærðar fyrir morð af annarri gráðu. Einn af yfirmönnum lögreglunnar í Toronto, sem hefur rannsakað morð í nítján ár, segist aldrei hafa rannsakað glæp sem þennan. Lögreglan hefur biðlað til almennings um upplýsingar um málið. John Tory, borgarstjóri, segir árásina ógnvænlega. Í yfirlýsingu sem CBC vitnar í segir borgarstjórinn að allir íbúar borgarinnar eigi skilið að komið sé fram við þá af virðingu. Það að maður hafi dáið á þennan hátt sé sorglegt. Hann segir einnig að ungur aldur stúlknanna og eðli glæpsins sé mikið áhyggjuefni. Kanada Erlend sakamál Mest lesið Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Fleiri fréttir Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Sjá meira
Í samtali við Ríkisútvarp Kanada (CBC) segir konan sem ráðist var á að hún og maðurinn hafi verið fyrir utan athvarf í miðbæ Toronto skömmu eftir miðnætti aðfaranótt sunnudags þegar stúlkurnar hafi gengið að þeim og reynt að taka af henni áfengisflösku. Sjá einnig: Átta unglingsstúlkur ákærðar fyrir morð á heimilislausum manni Hún segir vin sinn hafa komið sér til aðstoðar en stúlkurnar hafi allar ráðist á hann og slegið hann ítrekað. Konan flúði en segist hafa séð mikið blóð þegar þær réðust á manninn. Konan hélt að stúlkurnar hefðu stungið manninn í kviðinn. Hann var fluttur á sjúkrahús en lést skömmu síðar. Stúlkurnar voru handteknar skömmu síðar, þegar lögregluþjónar voru kallaðir til út af öðru máli sem stúlkurnar komu að. Lögreglan segir að vopn hafi fundist á stúlkunum en hefur ekki sagt hvernig vopn né hve mörg. Í frétt Toronto Star er haft eftir heimildarmönnum miðilsins úr lögreglunni að talið sé að stúlkurnar hafi tengst tveimur öðrum árásum þetta kvöld. Taldar hafa hist á samfélagsmiðlum Þrjár stúlknanna eru þrettán ára gamlar, þrjár eru fjórtán ára og tvær eru sextán. Lögreglan telur þær hafa hist á samfélagsmiðlum og komið saman í miðbæ Toronto á laugardagskvöldið. Þær búa allar í sitthvorum hluta borgarinnar. Ekki liggur fyrir hvað þær voru að gera í miðbænum en allar hafa verið ákærðar fyrir morð af annarri gráðu. Einn af yfirmönnum lögreglunnar í Toronto, sem hefur rannsakað morð í nítján ár, segist aldrei hafa rannsakað glæp sem þennan. Lögreglan hefur biðlað til almennings um upplýsingar um málið. John Tory, borgarstjóri, segir árásina ógnvænlega. Í yfirlýsingu sem CBC vitnar í segir borgarstjórinn að allir íbúar borgarinnar eigi skilið að komið sé fram við þá af virðingu. Það að maður hafi dáið á þennan hátt sé sorglegt. Hann segir einnig að ungur aldur stúlknanna og eðli glæpsins sé mikið áhyggjuefni.
Kanada Erlend sakamál Mest lesið Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Fleiri fréttir Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Sjá meira