Eins og að hoppa út í djúpu laugina Heimir Már Pétursson skrifar 26. desember 2022 10:04 Vigdís Finnbogadóttir situr nú á friðarstóli tuttugu og sex árum eftir að hún lét af embætti forseta Íslands. Hún er bjartsýn fyrir hönd ungu kynslóðarinnar og þakklát fyrir viðburðaríkt líf. Vísir/Vilhelm Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti Íslands segir í viðtali sem Stöð 2 sýnir í kvöld, að forseti hverju sinni ætti ekki að fara gegn meirihlutavilja Alþingis. Forsetaembættið væri mikilvægt sameiningartákn þjóðarinnar á gleði- og sorgarstundum. Heimir Már Pétursson fréttamaður átti ítarlegt viðtal við Vigdísi Finnbogadóttur fyrrverandi forseta Íslands sem nú situr 92 ára gömul á friðarstóli. Tuttugu og sex ár eru frá því Vigdís lét af embætti og í viðtalinu er farið yfir námsár hennar í Frakklandi, leikhúsferilinn í leikfélaginu Grímu, Þjóðleikhúsinu og Leikfélagi Reykjavíkur og aðdraganda þess að hún var fyrst kvenna í heiminum kjörin forseti í lýðræðislegum kosningum. „Ég fékk bréf frá sjómönnum og það er það merkilega við það. Sjómenn á togara úti á rúmsjó. Það átti að fara að kjósa forseta og ég fékk skeyti frá sjómönnum á Guðbjarti, langt skeyti sem þeir undirrituðu allir nöfnin sín. Hérna er stigi upp á dekk hjá mér sem við köllum og ég man alltaf þegar ég samþykkti þetta þá hoppaði ég niður stigann. Eins og ég væri að hoppa út í djúpu laugina,“ rifjar Vigdís upp með augljósri hlýju. Vigdís Finnbogadóttir fer yfir feril sinn allt frá því hún hélt 19 ára til háskólanáms í Frakklandi til dagsins í dag í ítarlegu og skemmtilegu viðtali við Heimi Má Pétursson fréttamann að loknum kvöldfréttum Stöðvar 2.Vísir/Vilhelm, Kjör Vigdísar vakti heimsathygli og á sextán árum á forsetastóli hitti hún marga helstu leiðtoga heims. Þeirra og meðal voru Mikhail Gorbatsjof síðasti leiðtogi Sovétríkjanna og Ronald Reagan þáverandi forseti Bandaríkjanna þegar þeir komu til leiðtogafundar í Reykjavík 1986. Hún hitti Reagan síðar með fulltrúum hinna Norðurlandanna í Hvíta húsinu þar sem Bandaríkjaforseti ávarpaði hana. „Ég veit um ást þína frú forseti á bókmenntum og leikhúsi. Sem maður sem deilir svipuðum bakgrunni; ég ætla ekki að segja þér frá Bedtime for Bonzo, var ég líka kjörinn forseti," sagði Reagan og sló á létta strengi en vitnaði svo til Eddukvæða um orðstír sem sem aldrei deyr. Vigdís segir 26. grein stjórnarskrárinnar sem heimilar forseta að synja lögum staðfestingar og vísa þeim til þjóðaratkvæðagreiðslu ekki dauðan bókstaf. Forseti hverju sinni ætti hins vegar að virða vilja meirihluta Alþingis. „Frá mínu sjónarhorni á forsetinn ekki að setja sig upp á móti því sem þingið gerir. Forsetinn er bara einstaklingur sem er kosinn, ekki með pólitískt vald, en kosinn með þetta einkennilega stjórnarskrárákvæði að undirrita lögin. Hann verður að hafa það ljóst í sínum huga hver eru hans takmörk alveg frá byrjun,“ segir Vigdís meðal annars um eðli og takmörk forsetaembættisins. Ekki missa af einstöku viðtali Heimis Más við Vigdísi Finnbogadóttur á Stöð 2 að loknum fréttum í kvöld. Vigdís Finnbogadóttir Forseti Íslands Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Fleiri fréttir Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Sjá meira
Heimir Már Pétursson fréttamaður átti ítarlegt viðtal við Vigdísi Finnbogadóttur fyrrverandi forseta Íslands sem nú situr 92 ára gömul á friðarstóli. Tuttugu og sex ár eru frá því Vigdís lét af embætti og í viðtalinu er farið yfir námsár hennar í Frakklandi, leikhúsferilinn í leikfélaginu Grímu, Þjóðleikhúsinu og Leikfélagi Reykjavíkur og aðdraganda þess að hún var fyrst kvenna í heiminum kjörin forseti í lýðræðislegum kosningum. „Ég fékk bréf frá sjómönnum og það er það merkilega við það. Sjómenn á togara úti á rúmsjó. Það átti að fara að kjósa forseta og ég fékk skeyti frá sjómönnum á Guðbjarti, langt skeyti sem þeir undirrituðu allir nöfnin sín. Hérna er stigi upp á dekk hjá mér sem við köllum og ég man alltaf þegar ég samþykkti þetta þá hoppaði ég niður stigann. Eins og ég væri að hoppa út í djúpu laugina,“ rifjar Vigdís upp með augljósri hlýju. Vigdís Finnbogadóttir fer yfir feril sinn allt frá því hún hélt 19 ára til háskólanáms í Frakklandi til dagsins í dag í ítarlegu og skemmtilegu viðtali við Heimi Má Pétursson fréttamann að loknum kvöldfréttum Stöðvar 2.Vísir/Vilhelm, Kjör Vigdísar vakti heimsathygli og á sextán árum á forsetastóli hitti hún marga helstu leiðtoga heims. Þeirra og meðal voru Mikhail Gorbatsjof síðasti leiðtogi Sovétríkjanna og Ronald Reagan þáverandi forseti Bandaríkjanna þegar þeir komu til leiðtogafundar í Reykjavík 1986. Hún hitti Reagan síðar með fulltrúum hinna Norðurlandanna í Hvíta húsinu þar sem Bandaríkjaforseti ávarpaði hana. „Ég veit um ást þína frú forseti á bókmenntum og leikhúsi. Sem maður sem deilir svipuðum bakgrunni; ég ætla ekki að segja þér frá Bedtime for Bonzo, var ég líka kjörinn forseti," sagði Reagan og sló á létta strengi en vitnaði svo til Eddukvæða um orðstír sem sem aldrei deyr. Vigdís segir 26. grein stjórnarskrárinnar sem heimilar forseta að synja lögum staðfestingar og vísa þeim til þjóðaratkvæðagreiðslu ekki dauðan bókstaf. Forseti hverju sinni ætti hins vegar að virða vilja meirihluta Alþingis. „Frá mínu sjónarhorni á forsetinn ekki að setja sig upp á móti því sem þingið gerir. Forsetinn er bara einstaklingur sem er kosinn, ekki með pólitískt vald, en kosinn með þetta einkennilega stjórnarskrárákvæði að undirrita lögin. Hann verður að hafa það ljóst í sínum huga hver eru hans takmörk alveg frá byrjun,“ segir Vigdís meðal annars um eðli og takmörk forsetaembættisins. Ekki missa af einstöku viðtali Heimis Más við Vigdísi Finnbogadóttur á Stöð 2 að loknum fréttum í kvöld.
Vigdís Finnbogadóttir Forseti Íslands Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Fleiri fréttir Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Sjá meira