„Þá fann maður að það eru allir að fylgjast með körfuboltanum hér“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. desember 2022 09:00 Græni drekinn setti mikinn svip á úrslitakeppnina 2012 þegar nýliðar Þórs fóru alla leið í úrslitaeinvígið. S2 Sport Þórsarar úr Þorlákshöfn unnu sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í körfubolta vorið 2021 en það var þó ekki í fyrsta sinn sem félagið komst alla leið í lokaúrslitin um Íslandsmeistaratitilinn. Í nýju heimildarþáttunum „Hamingjan er hér“ á Stöð 2 Sport þá er farið yfir sögu körfuboltaliðs Þórs frá Þorlákshöfn, frá stofnun árið 1991 og þangað til þeir verða Íslandsmeistarar 2021. Fyrri þátturinn er á dagskránni í kvöld klukkan 20.00 á Stöð 2 Sport en sá seinni er á dagskránni á Nýársdag. Í þættinum í kvöld er farið yfir ferðalagið að meistaraárinu og þar á meðal yfir fyrsta úrslitaeinvígi félagsins vorið 2012. Benedikt Guðmundsson hafi þá tekið við Þórsliðinu í 1. deildinni, komið liðinu upp í úrvalsdeild og svo alla leið í lokaúrslitin um Íslandsmeistaratitilinn. Benedikt ræðir þennan tíma í þættinum og hér fyrir neðan má sjá brot úr þætti kvöldsins sem fjalla um lokaúrslit Þórs og Grindavíkur 2012. „Jú mér fannst vera of mikil fagnaðarlæti eftir að við tryggðum okkur í lokaúrslitin,“ sagði Benedikt þegar hann rifjaði þetta upp en það þóttu stórfréttir að nýliðar væru komnir alla leið í úrslitaeinvígið. „Við förum í úrslitin á móti Grindavík sem kannski eftir þetta varð okkar erkióvinur, sagði Græni Drekinn Heimir Snær Heimisson. Benedikt hafði árin á undan að hann kom í Þorlákshöfn gert bæði karla- og kvennalið KR að Íslandsmeisturum, KR-karlana 2009 og KR-konurnar 2010. „Þegar ég kem hérna þá var ég búinn að vera með Miðjuna sem stuðningsveit í KR og Miðjan var búin að vekja landsathygli. Ég hélt að það væri eitthvað sem ég myndi aldrei fá aftur. Svo bara á fyrsta ári hérna í Þorlákshöfn þá er önnur eins stuðningssveit hérna, Græni drekinn, sem mætti að ég held bara á alla leiki,“ sagði Benedikt. „Græni drekinn er sambland af ótrúlegum karakterum,“ sagði Heimir Snær. „Svona stuðningur kom okkur í gegnum þetta og var ómetanlegt fyrir þessa ungu leikmenn sem voru í liðinu þá. Kjaftfullt hús á öllum leikjum. Fólk sem hafði aldrei komið inn í íþróttasalinn var farið að mæta,“ sagði Benedikt. „Ég var ekkert að pæla í körfunni en svo fórum við að vinna alla leiki og þá fór Græni drekinn að rísa upp,“ sagði Styrmir Snær Þrastarson. „Þá fann maður að það eru allir að fylgjast með körfuboltanum hér,“ sagði Benedikt. Það má sjá þetta brot úr þættinum hér fyrir neðan. Klippa: Hamingjan er hér: Úrslitaeinvígið 2012 Þór Þorlákshöfn Subway-deild karla Mest lesið Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð út á landi Körfubolti ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Íslenski boltinn „Sýna að maður eigi það skilið“ Körfubolti Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Enski boltinn Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Fótbolti Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Körfubolti Fleiri fréttir KR sækir ungan bakvörð út á landi „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sjá meira
Í nýju heimildarþáttunum „Hamingjan er hér“ á Stöð 2 Sport þá er farið yfir sögu körfuboltaliðs Þórs frá Þorlákshöfn, frá stofnun árið 1991 og þangað til þeir verða Íslandsmeistarar 2021. Fyrri þátturinn er á dagskránni í kvöld klukkan 20.00 á Stöð 2 Sport en sá seinni er á dagskránni á Nýársdag. Í þættinum í kvöld er farið yfir ferðalagið að meistaraárinu og þar á meðal yfir fyrsta úrslitaeinvígi félagsins vorið 2012. Benedikt Guðmundsson hafi þá tekið við Þórsliðinu í 1. deildinni, komið liðinu upp í úrvalsdeild og svo alla leið í lokaúrslitin um Íslandsmeistaratitilinn. Benedikt ræðir þennan tíma í þættinum og hér fyrir neðan má sjá brot úr þætti kvöldsins sem fjalla um lokaúrslit Þórs og Grindavíkur 2012. „Jú mér fannst vera of mikil fagnaðarlæti eftir að við tryggðum okkur í lokaúrslitin,“ sagði Benedikt þegar hann rifjaði þetta upp en það þóttu stórfréttir að nýliðar væru komnir alla leið í úrslitaeinvígið. „Við förum í úrslitin á móti Grindavík sem kannski eftir þetta varð okkar erkióvinur, sagði Græni Drekinn Heimir Snær Heimisson. Benedikt hafði árin á undan að hann kom í Þorlákshöfn gert bæði karla- og kvennalið KR að Íslandsmeisturum, KR-karlana 2009 og KR-konurnar 2010. „Þegar ég kem hérna þá var ég búinn að vera með Miðjuna sem stuðningsveit í KR og Miðjan var búin að vekja landsathygli. Ég hélt að það væri eitthvað sem ég myndi aldrei fá aftur. Svo bara á fyrsta ári hérna í Þorlákshöfn þá er önnur eins stuðningssveit hérna, Græni drekinn, sem mætti að ég held bara á alla leiki,“ sagði Benedikt. „Græni drekinn er sambland af ótrúlegum karakterum,“ sagði Heimir Snær. „Svona stuðningur kom okkur í gegnum þetta og var ómetanlegt fyrir þessa ungu leikmenn sem voru í liðinu þá. Kjaftfullt hús á öllum leikjum. Fólk sem hafði aldrei komið inn í íþróttasalinn var farið að mæta,“ sagði Benedikt. „Ég var ekkert að pæla í körfunni en svo fórum við að vinna alla leiki og þá fór Græni drekinn að rísa upp,“ sagði Styrmir Snær Þrastarson. „Þá fann maður að það eru allir að fylgjast með körfuboltanum hér,“ sagði Benedikt. Það má sjá þetta brot úr þættinum hér fyrir neðan. Klippa: Hamingjan er hér: Úrslitaeinvígið 2012
Þór Þorlákshöfn Subway-deild karla Mest lesið Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð út á landi Körfubolti ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Íslenski boltinn „Sýna að maður eigi það skilið“ Körfubolti Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Enski boltinn Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Fótbolti Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Körfubolti Fleiri fréttir KR sækir ungan bakvörð út á landi „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sjá meira