Fyrrverandi yfirmaður Roscosmos særðist í Donetsk Samúel Karl Ólason skrifar 22. desember 2022 16:17 Einn er sagður hafa dáið í árásinni á hótelið í úhverfi Donetsk-borgar. AP/Alexei Alexandrov Dmitry Rogozin, fyrrverandi yfirmaður Geimvísindastofnunar Rússlands, Roscosmos, og núverandi hernaðarráðgjafi í Donbas, er sagður hafa særst í loftárás Úkraínumanna í Doentsk-borg. Rogozin, sem varð 59 ára gamall í gær, var sagður hafa verið að halda upp á afmæli sitt á hóteli í úthverfi borgarinnar með fleirum en hefur þvertekið fyrir það. Hann heldur því fram að hann hafi verið á fundi með öðrum meðlimum ráðgjafahópsins sem kallast Úlfar keisarans. Frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst í febrúar hefur Rogozin verið harður stuðningsmaður innrásarinnar og hefur hann verið áberandi á samfélagsmiðlum. Pútín sagði honum upp sem yfirmanni Roscosmos í sumar en samkvæmt BBC var talið að hann ætti að fá háttsetta stöðu á yfirráðasvæði Rússa í austurhluta Úkraínu. Þess í stað hefur hann leitt áðurnefndan hóp ráðgjafa sem styður sveitir Rússa í Donetsk- og Luhansk-héruðum. Rogozin er sagður hafa fengið sprengjubrot í sig í stórskotaliðsárásinni og ku ekki vera í lífshættu. Vitaly Khotsenko, einn af leppstjórum Rússa í Úkraínu, er einnig sagður hafa særst en einn mun hafa dáið í árásinni. Hér má sjá myndband sem sýnir hótelið eftir árásina. Rigozin segist hafa dvalið lengi á hótelinu. Russian sources report that the ex-head of Roscosmos, Dmytro Rogozin, was "wounded during the shelling of a hotel" in temporarily occupied Donetsk. Another person accompanying him was also injured.Rogozin celebrated his birthday at the cafe. Well, happy birthday pic.twitter.com/JtuIWxyp2l— NOËL (@NOELreports) December 22, 2022 Rússar tóku Donetsk-borg árið 2014 en þeim hefur ekki tekist að reka Úkraínumenn frá borginni á þessu ári. Víglínurnar nærri Donetsk hafa lítið hreyfst frá því innrás Rússa hófst í febrúar. Bakhmut er meðal þeirra bæja og borga sem eru nærri Donetsk en þar hafa harðir bardagar geisað undanfarnar vikur. Hersveitum Rússa hefur ekki tekist að brjóta varnir Úkraínumanna á bak aftur, þrátt fyrir hægan framgang. Miðað við enn óstaðfestar fregnir virðist þó sem sókn Rússa við bæinn hafi verið alfarið stöðvuð. Rússar hafa þó einnig reynt að sækja fram norður og suður af bænum með því markmiði að umkringja hann. Það hefur einnig gengið hægt og eru Rússar sagðir hafa orðið fyrir gífurlegu mannfalli við Bakhmut. Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Fleiri fréttir Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Sjá meira
Rogozin, sem varð 59 ára gamall í gær, var sagður hafa verið að halda upp á afmæli sitt á hóteli í úthverfi borgarinnar með fleirum en hefur þvertekið fyrir það. Hann heldur því fram að hann hafi verið á fundi með öðrum meðlimum ráðgjafahópsins sem kallast Úlfar keisarans. Frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst í febrúar hefur Rogozin verið harður stuðningsmaður innrásarinnar og hefur hann verið áberandi á samfélagsmiðlum. Pútín sagði honum upp sem yfirmanni Roscosmos í sumar en samkvæmt BBC var talið að hann ætti að fá háttsetta stöðu á yfirráðasvæði Rússa í austurhluta Úkraínu. Þess í stað hefur hann leitt áðurnefndan hóp ráðgjafa sem styður sveitir Rússa í Donetsk- og Luhansk-héruðum. Rogozin er sagður hafa fengið sprengjubrot í sig í stórskotaliðsárásinni og ku ekki vera í lífshættu. Vitaly Khotsenko, einn af leppstjórum Rússa í Úkraínu, er einnig sagður hafa særst en einn mun hafa dáið í árásinni. Hér má sjá myndband sem sýnir hótelið eftir árásina. Rigozin segist hafa dvalið lengi á hótelinu. Russian sources report that the ex-head of Roscosmos, Dmytro Rogozin, was "wounded during the shelling of a hotel" in temporarily occupied Donetsk. Another person accompanying him was also injured.Rogozin celebrated his birthday at the cafe. Well, happy birthday pic.twitter.com/JtuIWxyp2l— NOËL (@NOELreports) December 22, 2022 Rússar tóku Donetsk-borg árið 2014 en þeim hefur ekki tekist að reka Úkraínumenn frá borginni á þessu ári. Víglínurnar nærri Donetsk hafa lítið hreyfst frá því innrás Rússa hófst í febrúar. Bakhmut er meðal þeirra bæja og borga sem eru nærri Donetsk en þar hafa harðir bardagar geisað undanfarnar vikur. Hersveitum Rússa hefur ekki tekist að brjóta varnir Úkraínumanna á bak aftur, þrátt fyrir hægan framgang. Miðað við enn óstaðfestar fregnir virðist þó sem sókn Rússa við bæinn hafi verið alfarið stöðvuð. Rússar hafa þó einnig reynt að sækja fram norður og suður af bænum með því markmiði að umkringja hann. Það hefur einnig gengið hægt og eru Rússar sagðir hafa orðið fyrir gífurlegu mannfalli við Bakhmut.
Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Fleiri fréttir Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Sjá meira