Þarf að prjóna á hjólastólnum til að komast í búðina Bjarki Sigurðsson skrifar 22. desember 2022 22:07 Maríanna kemst ekki leiða sinna í Hamraborginni vegna snjósins. Íbúi í Kópavogi sem notar hjólastól kvartar yfir mokstri við verslanir í Hamraborg og Fannborg í Kópavogi. Til að komast í verslun Krónunnar í Hamraborg þarf hún að prjóna á afturdekkjum hjólastólsins. Maríanna Vilbergs Hafsteinsdóttir hefur notast við hjólastól síðan árið 2012. Það var ekki fyrr en sex árum síðar sem hún greindist með MS-sjúkdóminn. Læknarnir höfðu að því talið hana vera með vefja-, liða- og slitgigt. Þegar mikill snjór er úti, líkt og raunin hefur verið á höfuðborgarsvæðinu síðustu daga, er erfitt fyrir hana að komast leiða sinna. Það kyngdi niður snjó á föstudaginn í síðustu viku og komst Maríanna ekki í búð fyrr en tveimur dögum síðar. Þá fékk hún fylgd í búðina. „Aðgengið að búðinni var til skammar og engan vegin boðlegt. Það var ófært fyrir eldri borgara, öryrkja og jafnvel fólk með börn,“ segir Maríanna í samtali við fréttastofu. Hér fyrir neðan má sjá myndband af Maríönnu koma sér og hjólastólnum í gegnum snjóinn. Klippa: Þarf að prjóna í gegnum snjóinn til að komast í búð Komið til skila en ekkert gert Á mánudeginum daginn eftir hringdi hún í skrifstofur Krónunnar og óskaði eftir því að gangstéttin fyrir utan verslunina yrði gerð aðgengileg fyrir alla. Henni var þá lofað að þeim skilaboðum yrði komið áfram. Hún reyndi næstu tvo daga að komast inn í verslunina en aldrei tókst það. „Svo í dag hringdi ég aftur í skrifstofur Krónunnar og eina sem þjónustufulltrúi þeirra bauðst til að gera eftir að hafa hlustað á mig var að segja aftur að hún skildi koma þessu áfram,“ segir Maríanna. Fékk að lokum nóg Hún var ekki sátt með þetta endurtekna svar og sagði þjónustufulltrúanum að þetta væri ekki nóg. Það að koma þessu áfram gerði ekki neitt fyrir einn né neinn. „Í dag fór ég í búðina loksins og bað um að fá að tala við yfirmann sem aldrei kom. Hann sendi ungan strák sem sagðist ætla að koma þessu áfram,“ segir Maríanna, ansi þreytt á að hafa fengið sama svarið þrisvar en aldrei væri neitt gert. Maríanna fékk því starfsmann Videómarkaðsins sem er við hliðina á Krónunni til að taka upp myndband af sér prjóna í gegnum snjóinn. Myndbandinu deildi hún síðan á Facebook til að vekja athygli á málinu. Hægt er að sjá myndbandið í spilaranum ofar í fréttinni. Uppfært klukkan 22:46: Guðrún Aðalsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Krónunnar, segir í tilkynningu til fréttastofu að forsvarsmönnum fyrirtækisins þyki það miður að skilaboð Maríönnu hafi ekki komist á áfangastað. Hún er innilega beðin afsökunar á þessu. „Aðgengismál eru okkur í Krónunni mikið hjartans mál og við munum því að sjálfsögðu ráðast í úrbætur svo að allir geti klakklaust klárað jólainnkaupin. Það verður allt klárt fyrir opnun á morgun,“ segir Guðrún. Snjómokstur Kópavogur Málefni fatlaðs fólks Veður Mest lesið Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Innlent Fleiri fréttir Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Sjá meira
Maríanna Vilbergs Hafsteinsdóttir hefur notast við hjólastól síðan árið 2012. Það var ekki fyrr en sex árum síðar sem hún greindist með MS-sjúkdóminn. Læknarnir höfðu að því talið hana vera með vefja-, liða- og slitgigt. Þegar mikill snjór er úti, líkt og raunin hefur verið á höfuðborgarsvæðinu síðustu daga, er erfitt fyrir hana að komast leiða sinna. Það kyngdi niður snjó á föstudaginn í síðustu viku og komst Maríanna ekki í búð fyrr en tveimur dögum síðar. Þá fékk hún fylgd í búðina. „Aðgengið að búðinni var til skammar og engan vegin boðlegt. Það var ófært fyrir eldri borgara, öryrkja og jafnvel fólk með börn,“ segir Maríanna í samtali við fréttastofu. Hér fyrir neðan má sjá myndband af Maríönnu koma sér og hjólastólnum í gegnum snjóinn. Klippa: Þarf að prjóna í gegnum snjóinn til að komast í búð Komið til skila en ekkert gert Á mánudeginum daginn eftir hringdi hún í skrifstofur Krónunnar og óskaði eftir því að gangstéttin fyrir utan verslunina yrði gerð aðgengileg fyrir alla. Henni var þá lofað að þeim skilaboðum yrði komið áfram. Hún reyndi næstu tvo daga að komast inn í verslunina en aldrei tókst það. „Svo í dag hringdi ég aftur í skrifstofur Krónunnar og eina sem þjónustufulltrúi þeirra bauðst til að gera eftir að hafa hlustað á mig var að segja aftur að hún skildi koma þessu áfram,“ segir Maríanna. Fékk að lokum nóg Hún var ekki sátt með þetta endurtekna svar og sagði þjónustufulltrúanum að þetta væri ekki nóg. Það að koma þessu áfram gerði ekki neitt fyrir einn né neinn. „Í dag fór ég í búðina loksins og bað um að fá að tala við yfirmann sem aldrei kom. Hann sendi ungan strák sem sagðist ætla að koma þessu áfram,“ segir Maríanna, ansi þreytt á að hafa fengið sama svarið þrisvar en aldrei væri neitt gert. Maríanna fékk því starfsmann Videómarkaðsins sem er við hliðina á Krónunni til að taka upp myndband af sér prjóna í gegnum snjóinn. Myndbandinu deildi hún síðan á Facebook til að vekja athygli á málinu. Hægt er að sjá myndbandið í spilaranum ofar í fréttinni. Uppfært klukkan 22:46: Guðrún Aðalsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Krónunnar, segir í tilkynningu til fréttastofu að forsvarsmönnum fyrirtækisins þyki það miður að skilaboð Maríönnu hafi ekki komist á áfangastað. Hún er innilega beðin afsökunar á þessu. „Aðgengismál eru okkur í Krónunni mikið hjartans mál og við munum því að sjálfsögðu ráðast í úrbætur svo að allir geti klakklaust klárað jólainnkaupin. Það verður allt klárt fyrir opnun á morgun,“ segir Guðrún.
Snjómokstur Kópavogur Málefni fatlaðs fólks Veður Mest lesið Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Innlent Fleiri fréttir Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Sjá meira