Þarf að prjóna á hjólastólnum til að komast í búðina Bjarki Sigurðsson skrifar 22. desember 2022 22:07 Maríanna kemst ekki leiða sinna í Hamraborginni vegna snjósins. Íbúi í Kópavogi sem notar hjólastól kvartar yfir mokstri við verslanir í Hamraborg og Fannborg í Kópavogi. Til að komast í verslun Krónunnar í Hamraborg þarf hún að prjóna á afturdekkjum hjólastólsins. Maríanna Vilbergs Hafsteinsdóttir hefur notast við hjólastól síðan árið 2012. Það var ekki fyrr en sex árum síðar sem hún greindist með MS-sjúkdóminn. Læknarnir höfðu að því talið hana vera með vefja-, liða- og slitgigt. Þegar mikill snjór er úti, líkt og raunin hefur verið á höfuðborgarsvæðinu síðustu daga, er erfitt fyrir hana að komast leiða sinna. Það kyngdi niður snjó á föstudaginn í síðustu viku og komst Maríanna ekki í búð fyrr en tveimur dögum síðar. Þá fékk hún fylgd í búðina. „Aðgengið að búðinni var til skammar og engan vegin boðlegt. Það var ófært fyrir eldri borgara, öryrkja og jafnvel fólk með börn,“ segir Maríanna í samtali við fréttastofu. Hér fyrir neðan má sjá myndband af Maríönnu koma sér og hjólastólnum í gegnum snjóinn. Klippa: Þarf að prjóna í gegnum snjóinn til að komast í búð Komið til skila en ekkert gert Á mánudeginum daginn eftir hringdi hún í skrifstofur Krónunnar og óskaði eftir því að gangstéttin fyrir utan verslunina yrði gerð aðgengileg fyrir alla. Henni var þá lofað að þeim skilaboðum yrði komið áfram. Hún reyndi næstu tvo daga að komast inn í verslunina en aldrei tókst það. „Svo í dag hringdi ég aftur í skrifstofur Krónunnar og eina sem þjónustufulltrúi þeirra bauðst til að gera eftir að hafa hlustað á mig var að segja aftur að hún skildi koma þessu áfram,“ segir Maríanna. Fékk að lokum nóg Hún var ekki sátt með þetta endurtekna svar og sagði þjónustufulltrúanum að þetta væri ekki nóg. Það að koma þessu áfram gerði ekki neitt fyrir einn né neinn. „Í dag fór ég í búðina loksins og bað um að fá að tala við yfirmann sem aldrei kom. Hann sendi ungan strák sem sagðist ætla að koma þessu áfram,“ segir Maríanna, ansi þreytt á að hafa fengið sama svarið þrisvar en aldrei væri neitt gert. Maríanna fékk því starfsmann Videómarkaðsins sem er við hliðina á Krónunni til að taka upp myndband af sér prjóna í gegnum snjóinn. Myndbandinu deildi hún síðan á Facebook til að vekja athygli á málinu. Hægt er að sjá myndbandið í spilaranum ofar í fréttinni. Uppfært klukkan 22:46: Guðrún Aðalsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Krónunnar, segir í tilkynningu til fréttastofu að forsvarsmönnum fyrirtækisins þyki það miður að skilaboð Maríönnu hafi ekki komist á áfangastað. Hún er innilega beðin afsökunar á þessu. „Aðgengismál eru okkur í Krónunni mikið hjartans mál og við munum því að sjálfsögðu ráðast í úrbætur svo að allir geti klakklaust klárað jólainnkaupin. Það verður allt klárt fyrir opnun á morgun,“ segir Guðrún. Snjómokstur Kópavogur Málefni fatlaðs fólks Veður Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Erlent Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Innlent Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Kastljósið beinist að Guðrúnu Innlent Svona var stemmningin við setningu Alþingis Innlent Skotárás í sænskum skóla Erlent Fleiri fréttir Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Sjá meira
Maríanna Vilbergs Hafsteinsdóttir hefur notast við hjólastól síðan árið 2012. Það var ekki fyrr en sex árum síðar sem hún greindist með MS-sjúkdóminn. Læknarnir höfðu að því talið hana vera með vefja-, liða- og slitgigt. Þegar mikill snjór er úti, líkt og raunin hefur verið á höfuðborgarsvæðinu síðustu daga, er erfitt fyrir hana að komast leiða sinna. Það kyngdi niður snjó á föstudaginn í síðustu viku og komst Maríanna ekki í búð fyrr en tveimur dögum síðar. Þá fékk hún fylgd í búðina. „Aðgengið að búðinni var til skammar og engan vegin boðlegt. Það var ófært fyrir eldri borgara, öryrkja og jafnvel fólk með börn,“ segir Maríanna í samtali við fréttastofu. Hér fyrir neðan má sjá myndband af Maríönnu koma sér og hjólastólnum í gegnum snjóinn. Klippa: Þarf að prjóna í gegnum snjóinn til að komast í búð Komið til skila en ekkert gert Á mánudeginum daginn eftir hringdi hún í skrifstofur Krónunnar og óskaði eftir því að gangstéttin fyrir utan verslunina yrði gerð aðgengileg fyrir alla. Henni var þá lofað að þeim skilaboðum yrði komið áfram. Hún reyndi næstu tvo daga að komast inn í verslunina en aldrei tókst það. „Svo í dag hringdi ég aftur í skrifstofur Krónunnar og eina sem þjónustufulltrúi þeirra bauðst til að gera eftir að hafa hlustað á mig var að segja aftur að hún skildi koma þessu áfram,“ segir Maríanna. Fékk að lokum nóg Hún var ekki sátt með þetta endurtekna svar og sagði þjónustufulltrúanum að þetta væri ekki nóg. Það að koma þessu áfram gerði ekki neitt fyrir einn né neinn. „Í dag fór ég í búðina loksins og bað um að fá að tala við yfirmann sem aldrei kom. Hann sendi ungan strák sem sagðist ætla að koma þessu áfram,“ segir Maríanna, ansi þreytt á að hafa fengið sama svarið þrisvar en aldrei væri neitt gert. Maríanna fékk því starfsmann Videómarkaðsins sem er við hliðina á Krónunni til að taka upp myndband af sér prjóna í gegnum snjóinn. Myndbandinu deildi hún síðan á Facebook til að vekja athygli á málinu. Hægt er að sjá myndbandið í spilaranum ofar í fréttinni. Uppfært klukkan 22:46: Guðrún Aðalsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Krónunnar, segir í tilkynningu til fréttastofu að forsvarsmönnum fyrirtækisins þyki það miður að skilaboð Maríönnu hafi ekki komist á áfangastað. Hún er innilega beðin afsökunar á þessu. „Aðgengismál eru okkur í Krónunni mikið hjartans mál og við munum því að sjálfsögðu ráðast í úrbætur svo að allir geti klakklaust klárað jólainnkaupin. Það verður allt klárt fyrir opnun á morgun,“ segir Guðrún.
Snjómokstur Kópavogur Málefni fatlaðs fólks Veður Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Erlent Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Innlent Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Kastljósið beinist að Guðrúnu Innlent Svona var stemmningin við setningu Alþingis Innlent Skotárás í sænskum skóla Erlent Fleiri fréttir Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Sjá meira