Átök eftir mannskæða skotárás í París Samúel Karl Ólason skrifar 23. desember 2022 16:59 Lögreglan hefur beitt táragasi til að reyn að brjóta upp mótmæli sem virðast hafa hafist þegar innanríkisráðherra Frakklands mætti á svæðið eftir skotárásina í morgun. AP/Lewis Joly Lögregluþjónar beittu táragasi gegn mótmælendum sem komu saman í París í dag eftir að eldri maður skaut þrjá til bana og særði þrjá til viðbótar í menningarmiðstöð Kúrda í borginni. Þegar innanríkisráðherra Frakklands mætti á vettvang braust út mikil reiði meðal fólks sem hafði komið þar saman. Mótmælendur köstuðu hlutum að ráðherranum, sem heitir Gérald Darmanin, og lögregluþjónum og hefur komið til átaka milli lögreglunnar og mótmælenda. Árásin átti sér stað í tíunda hverfi borgarinnar. 69 ára maður var yfirbugaður af borgurum eftir árásina en hann er sagður hafa verið vopnaður skammbyssu. Embættismenn segja ekki ljóst hvort maðurinn hafi ætlað sér að myrða Kúrda sérstaklega en hann leitaði sérstaklega uppi fólk af erlendum uppruna. Maðurinn hefur tvisvar sinnum áður verið handtekinn vegna árása á fólk af erlendum uppruna. Fyrst í fyrra þegar hann er sagður hafa ráðist með sveðju á fólk í tjaldbúðum í París og svo aftur í úthverfi Parísar fyrir skömmu síðar. Upplýsingar um seinni handtökuna liggja ekki fyrir. France24 segir að Kúrdar í París hafi sagt að lögreglan hafi varað samfélagið við því að hótanir hefðu borist. Miðillinn hefur eftir fólki á svæðinu að Kúrdum finnist þau ekki njóta verndar yfirvalda í Frakklandi. Blaðamaður Le Parisien tók meðfylgjandi myndband í París í dag. #Fusillade à #Paris : les espoirs s échauffent. Un groupe de personnes chargent les forces de l ordre et lancent des projectiles. La manifestation jusque là pacifique dégénère. @le_Parisien @LeParisien_75 pic.twitter.com/pbzU6uGgdx— Paul Abran (@abran_paul) December 23, 2022 Le Parisien hefur eftir lögreglunni að ástandið þyki slæmt og að lögregluþjónar hafi verið króaðir af. Frakkland Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Fleiri fréttir Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Sjá meira
Mótmælendur köstuðu hlutum að ráðherranum, sem heitir Gérald Darmanin, og lögregluþjónum og hefur komið til átaka milli lögreglunnar og mótmælenda. Árásin átti sér stað í tíunda hverfi borgarinnar. 69 ára maður var yfirbugaður af borgurum eftir árásina en hann er sagður hafa verið vopnaður skammbyssu. Embættismenn segja ekki ljóst hvort maðurinn hafi ætlað sér að myrða Kúrda sérstaklega en hann leitaði sérstaklega uppi fólk af erlendum uppruna. Maðurinn hefur tvisvar sinnum áður verið handtekinn vegna árása á fólk af erlendum uppruna. Fyrst í fyrra þegar hann er sagður hafa ráðist með sveðju á fólk í tjaldbúðum í París og svo aftur í úthverfi Parísar fyrir skömmu síðar. Upplýsingar um seinni handtökuna liggja ekki fyrir. France24 segir að Kúrdar í París hafi sagt að lögreglan hafi varað samfélagið við því að hótanir hefðu borist. Miðillinn hefur eftir fólki á svæðinu að Kúrdum finnist þau ekki njóta verndar yfirvalda í Frakklandi. Blaðamaður Le Parisien tók meðfylgjandi myndband í París í dag. #Fusillade à #Paris : les espoirs s échauffent. Un groupe de personnes chargent les forces de l ordre et lancent des projectiles. La manifestation jusque là pacifique dégénère. @le_Parisien @LeParisien_75 pic.twitter.com/pbzU6uGgdx— Paul Abran (@abran_paul) December 23, 2022 Le Parisien hefur eftir lögreglunni að ástandið þyki slæmt og að lögregluþjónar hafi verið króaðir af.
Frakkland Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Fleiri fréttir Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Sjá meira