Gæti orðið mjög þungfært á skömmum tíma Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 23. desember 2022 23:30 Veðurfræðingur segir mikilvægt að fylgjast vel með á morgun. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Töluverð snjókoma er í kortunum víðsvegar á landinu í nótt og á morgun. Mesta ofankoman verður líklega á vesturhluta Suðurlands og leiðindaveður verður á Vestfjörðum ef spáin gengur eftir. Veðurfræðingur segir mikilvægt að fylgjast vel með enda geti orðið þungfært á skömmum tíma. Vegagerðin og borgaryfirvöld eru í viðbragðsstöðu. „Það getur orðið býsna jólalegt nokkuð víða,“ segir Óli Þór Árnason, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Gert er ráð fyrir töluverðri úrkomu fyrri partinn á morgun en mesti snjórinn verður líklega í Vík í Mýrdal. Gular viðvaranir eru í gildi á Suðurlandi og Suðausturlandi. Gert er ráð fyrir austan og norðaustan tíu til fimmtán metrum á sekúndu og ofankomu. Líkur eru á samgöngutruflunum á Suðurlandi og Suðausturlandi.Veðurstofan „Það verður eiginlega enginn landshluti sem sleppur alveg við úrkomu nema kannski sunnanverðir Austfirðir og vestur undir Öræfi. Það er svona suðausturhornið sem sleppur einna best. En það munu líklega allir fá eitthvað.“ Höfuðborgin sleppur ólíklega og samkvæmt spám fer strax að snjóa í nótt. Ofankoma verður líklega einhver fram að hádegi. „Höfuðborgarsvæðið er eiginlega alveg á jaðrinum, samkvæmt spánni, þannig að það væri óvarlegt að taka sénsinn á því að það myndi ekki snjóa hérna. En hversu mikið það verður, það er dálítið snúið. Þessi vindátt gefur ekki alltaf mikla ofankomu en hún getur gert það,“ segir Óli Þór. Svona lítur spáin út klukkan átta í fyrramálið.Veðurstofan Óli Þór segir að Vegagerðin og borgaryfirvöld séu í viðbragðsstöðu. Hann mælir með því að fólk hafi varann á. Mjög þungfært geti orðið á Suðurlandi á tiltölulega skömmum tíma, til dæmis á Hellisheiði og í Þrengslum. Er þá ekki sniðugt að vakna aðeins fyrr í fyrramálið? „Ég myndi alveg ætla mér allavega 15-20 mínútur auka, það er alveg óhætt. Menn þurfa bara að vera viðbúnir því að það getur snjóað dálítið mikið hérna fyrripartinn á morgun og þá er kannski ekki endilega gott að eiga einhver stór innkaup eftir. Það getur ansi mikið komið en ég er að vona að spáin sé það góð að við fáum bara sýnishorn.“ Veður Umferð Tengdar fréttir Gul viðvörun vegna snjókomu á aðfangadag Gul viðvörun er í gildi fyrir Suðurland frá aðfangadagsmorgni til miðnættis annað kvöld. Talsvert gæti snjóað á morgun á sunnan- og vestanverðu landinu sem og við norðurströnd landsins. 23. desember 2022 14:38 Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
„Það getur orðið býsna jólalegt nokkuð víða,“ segir Óli Þór Árnason, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Gert er ráð fyrir töluverðri úrkomu fyrri partinn á morgun en mesti snjórinn verður líklega í Vík í Mýrdal. Gular viðvaranir eru í gildi á Suðurlandi og Suðausturlandi. Gert er ráð fyrir austan og norðaustan tíu til fimmtán metrum á sekúndu og ofankomu. Líkur eru á samgöngutruflunum á Suðurlandi og Suðausturlandi.Veðurstofan „Það verður eiginlega enginn landshluti sem sleppur alveg við úrkomu nema kannski sunnanverðir Austfirðir og vestur undir Öræfi. Það er svona suðausturhornið sem sleppur einna best. En það munu líklega allir fá eitthvað.“ Höfuðborgin sleppur ólíklega og samkvæmt spám fer strax að snjóa í nótt. Ofankoma verður líklega einhver fram að hádegi. „Höfuðborgarsvæðið er eiginlega alveg á jaðrinum, samkvæmt spánni, þannig að það væri óvarlegt að taka sénsinn á því að það myndi ekki snjóa hérna. En hversu mikið það verður, það er dálítið snúið. Þessi vindátt gefur ekki alltaf mikla ofankomu en hún getur gert það,“ segir Óli Þór. Svona lítur spáin út klukkan átta í fyrramálið.Veðurstofan Óli Þór segir að Vegagerðin og borgaryfirvöld séu í viðbragðsstöðu. Hann mælir með því að fólk hafi varann á. Mjög þungfært geti orðið á Suðurlandi á tiltölulega skömmum tíma, til dæmis á Hellisheiði og í Þrengslum. Er þá ekki sniðugt að vakna aðeins fyrr í fyrramálið? „Ég myndi alveg ætla mér allavega 15-20 mínútur auka, það er alveg óhætt. Menn þurfa bara að vera viðbúnir því að það getur snjóað dálítið mikið hérna fyrripartinn á morgun og þá er kannski ekki endilega gott að eiga einhver stór innkaup eftir. Það getur ansi mikið komið en ég er að vona að spáin sé það góð að við fáum bara sýnishorn.“
Veður Umferð Tengdar fréttir Gul viðvörun vegna snjókomu á aðfangadag Gul viðvörun er í gildi fyrir Suðurland frá aðfangadagsmorgni til miðnættis annað kvöld. Talsvert gæti snjóað á morgun á sunnan- og vestanverðu landinu sem og við norðurströnd landsins. 23. desember 2022 14:38 Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Gul viðvörun vegna snjókomu á aðfangadag Gul viðvörun er í gildi fyrir Suðurland frá aðfangadagsmorgni til miðnættis annað kvöld. Talsvert gæti snjóað á morgun á sunnan- og vestanverðu landinu sem og við norðurströnd landsins. 23. desember 2022 14:38