Syngjandi jólalottó Spánverja Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 25. desember 2022 16:00 Angel Abaga og Alonso Davalos, nemendur við San Ildefonso skólann í Madrid, syngja númerið sem hlaut stærsta vinninginn í hinu árlega jólalottói Spánverja. Oscar Gonzalez/Getty Images Í hugum flestra Spánverja hefjast jólin í rauninni 22. desember. Þá er dregið í spænska jólalottóinu sem er eitt elsta og stærsta lottó veraldar. Það er fátt sem sameinar Spánverja jafnmikið um hver jól og Jólalottóið. Jólalottóið er eitt elsta lottó heims, það var fyrst haldið árið 1812 og hefur verið haldið allar götur síðan, þann 22. desember. Allir spila Nær allir Spánverjar spila í jólalottóinu, hver Spánverji á að meðaltali þrjá og hálfan miða í jólalottóinu og eyðir 70 evrum í miðakaup. Hvar sem maður kemur er kveikt á sjónvarpinu og fólk fylgist með drættinum í beinni útsendingu spænska ríkissjónvarpsins. Útsending hefst klukkan 9 að morgni og stendur yfir í um það bil 6 klukkustundir. Drátturinn fer fram í Konunglega leikhúsinu í Madrid í þéttsetnum sal áhorfenda sem hafa beðið í biðröð fyrir utan leikhúsið frá því morgunninn áður, eða í rúman sólarhring, því einungis 600 komast inn og komast miklu færri að en vilja. Dagana fyrir útdráttinn eru dagblöðin sneisafull af alls kyns fréttum sem tengjast lottóinu, þú getur m.a.s. fengið yfirlit yfir þá sölustaði sem hafa oftast selt stóru vinningana. Syngjandi lottóútdráttur í sex klukkustundir Og lottódrátturinn er seremónía út af fyrir sig sem maður sér ekki í neinu öðru lottói. Allt frá árinu 1871 hafa nemendur frá San Ildefonso skólanum í Madrid séð um að syngja vinningsnúmerin og sömuleiðis upphæðina sem fellur á viðkomandi númer. Hér má sjá þegar nemendur syngja stóra vinninginn í ár. Þarna féll sá stóri þessi jólin, á miða númer 5.490. Fyrstu árin voru þetta munaðarlausir drengir sem sungu milljónirnar inn í hjörtu þjóðarinnar, en nú eru þetta venjulegir nemendur, strákar og, frá árinu 1984, líka stelpur. Stóri vinningurinn El Gordo, Sá feiti, getur fallið hvenær sem er, því eftir að númer hefur verið dregið úr tromlunni, er önnur kúla dregin úr annarri tromlu sem ákveður vinningsupphæðina. 1. vinningi fagnað í Madrid.Oscar Gonzalez/Getty Images Vinningar nema tæpum 400 milljörðum króna Sá feiti er 720 milljónir evra, andvirði rúmlega 100 milljarða íslenskra króna, en hann skiptist á milli 1.800 miðaeigenda, því hvert númer er 1.800 miðar. Hver vinningshafi hins Feita fær því andvirði rúmlega 60 milljóna króna í sinn hlut. Miðarnir 1.800 í hverju númeri eru yfirleitt seldir á sama svæðinu og því ríkir alltaf mikil spenna um hvaða bær eða borg hreppir það hnoss að eiga þann Feita á hverju ári. Allir fréttatímar allra útvarps- og sjónvarpsstöðva þann 22. desember hefjast á fréttum af lottóinu og svo er bein útsending frá bænum eða bæjunum þar sem sá Feiti hafnar hverju sinni. En það eru margir fleiri sem vinna peninga í jólalottói þeirra Spánverja, því vinningarnir nema alls tveimur og hálfum milljarði evra, andvirði 380 milljarða íslenskra króna. Spánn Fjárhættuspil Mest lesið Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Erlent „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Innlent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Innlent Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Innlent Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Innlent Fleiri fréttir Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Sjá meira
Það er fátt sem sameinar Spánverja jafnmikið um hver jól og Jólalottóið. Jólalottóið er eitt elsta lottó heims, það var fyrst haldið árið 1812 og hefur verið haldið allar götur síðan, þann 22. desember. Allir spila Nær allir Spánverjar spila í jólalottóinu, hver Spánverji á að meðaltali þrjá og hálfan miða í jólalottóinu og eyðir 70 evrum í miðakaup. Hvar sem maður kemur er kveikt á sjónvarpinu og fólk fylgist með drættinum í beinni útsendingu spænska ríkissjónvarpsins. Útsending hefst klukkan 9 að morgni og stendur yfir í um það bil 6 klukkustundir. Drátturinn fer fram í Konunglega leikhúsinu í Madrid í þéttsetnum sal áhorfenda sem hafa beðið í biðröð fyrir utan leikhúsið frá því morgunninn áður, eða í rúman sólarhring, því einungis 600 komast inn og komast miklu færri að en vilja. Dagana fyrir útdráttinn eru dagblöðin sneisafull af alls kyns fréttum sem tengjast lottóinu, þú getur m.a.s. fengið yfirlit yfir þá sölustaði sem hafa oftast selt stóru vinningana. Syngjandi lottóútdráttur í sex klukkustundir Og lottódrátturinn er seremónía út af fyrir sig sem maður sér ekki í neinu öðru lottói. Allt frá árinu 1871 hafa nemendur frá San Ildefonso skólanum í Madrid séð um að syngja vinningsnúmerin og sömuleiðis upphæðina sem fellur á viðkomandi númer. Hér má sjá þegar nemendur syngja stóra vinninginn í ár. Þarna féll sá stóri þessi jólin, á miða númer 5.490. Fyrstu árin voru þetta munaðarlausir drengir sem sungu milljónirnar inn í hjörtu þjóðarinnar, en nú eru þetta venjulegir nemendur, strákar og, frá árinu 1984, líka stelpur. Stóri vinningurinn El Gordo, Sá feiti, getur fallið hvenær sem er, því eftir að númer hefur verið dregið úr tromlunni, er önnur kúla dregin úr annarri tromlu sem ákveður vinningsupphæðina. 1. vinningi fagnað í Madrid.Oscar Gonzalez/Getty Images Vinningar nema tæpum 400 milljörðum króna Sá feiti er 720 milljónir evra, andvirði rúmlega 100 milljarða íslenskra króna, en hann skiptist á milli 1.800 miðaeigenda, því hvert númer er 1.800 miðar. Hver vinningshafi hins Feita fær því andvirði rúmlega 60 milljóna króna í sinn hlut. Miðarnir 1.800 í hverju númeri eru yfirleitt seldir á sama svæðinu og því ríkir alltaf mikil spenna um hvaða bær eða borg hreppir það hnoss að eiga þann Feita á hverju ári. Allir fréttatímar allra útvarps- og sjónvarpsstöðva þann 22. desember hefjast á fréttum af lottóinu og svo er bein útsending frá bænum eða bæjunum þar sem sá Feiti hafnar hverju sinni. En það eru margir fleiri sem vinna peninga í jólalottói þeirra Spánverja, því vinningarnir nema alls tveimur og hálfum milljarði evra, andvirði 380 milljarða íslenskra króna.
Spánn Fjárhættuspil Mest lesið Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Erlent „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Innlent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Innlent Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Innlent Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Innlent Fleiri fréttir Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Sjá meira