Sport

Varð í gær stoðsendingahæsti varnarmaður ensku úrvalsdeildarinnar frá upphafi

Andri Már Eggertsson skrifar
Andrew Robertson er stoðsendingahæsti varnarmaður ensku deildarinnar frá upphafi
Andrew Robertson er stoðsendingahæsti varnarmaður ensku deildarinnar frá upphafi Vísir/Getty

Andrew Robertson, leikmaður Liverpool, er orðinn stoðsendingahæsti varnarmaður ensku úrvalsdeildarinnar frá upphafi. Skotinn hefur gefið 54 stoðsendingar og tekur fram úr Leighton Baines sem gaf 53 stoðsendingar.

Liverpool vann 1-3 sigur á Aston Villa í Birmingham á öðrum degi jóla. Andrew Robertson lagði upp jöfnunarmark Liverpool sem Mohamed Salah skoraði. Þetta var 54 stoðsending Andrew Robertson í ensku úrvalsdeildinni og er hann stoðsendingahæsti varnarmaðurinn frá upphafi. 

 

Andrew Robertson tók metið af Leighton Baines sem gaf 53 stoðsendingar í 420 leikjum með Everton. Það tók Andrew Robertson 231 leik að gefa 54 stoðsendingar sem var 189 leikjum minna en Leighton Baines spilaði. 

Aðeins níu varnarmenn hafa gefið 35 stoðsendingar eða meira í ensku úrvalsdeildinni.

Trent Alexander-Arnold er ekki langt á eftir liðsfélaga sínum Andrew Robertson. Trent er í þriðja sæti yfir stoðsendingahæstu varnarmenn ensku úrvalsdeildarinnar. Trent hefur gefið 45 stoðsendingar í 176 leikjum. Trent hefur gefið einni stoðsendingu meira en Graeme Le Saux sem á 327 leiki í efstu deild á Englandi. 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×