Ólympíuverðlaunahafi dæmdur í tólf ára fangelsi Valur Páll Eiríksson skrifar 28. desember 2022 08:31 Aliaksandra Herasimenia hefur gagnrýnt stjórnvöld harðlega. Clive Rose/Getty Images Aliaksandra Herasimenia, þrefaldur verðlaunahafi af Ólympíuleikum, hefur verið dæmd í tólf ára fangelsi af hvítrússneskum dómsstólum vegna mótmæla sinna gegn þarlendum stjórnvöldum. Hin 36 ára gamla Herasimenia var dæmd á öðrum degi jóla þrátt fyrir fjarveru hennar við réttarhöld, en hún er í sjálfskipaðri útlegð í Litáen. Hún hefur löngum gagnrýnt forseta landsins, Alexander Lúkasjenkó. Hún var dæmd fyrir að stuðla að stofnun öfgasamtaka, en þar er átt við Samstöðustofnun íþróttafólks í Hvíta-Rússlandi. Einnig var hún dæmd fyrir að kalla eftir refsingum gegn Hvíta-Rússlandi og dreifa ósannindum um ákveðna atburði. Dómurinn tengist miklum mótmælum gegn þarlendum yfirvöldum árið 2020. Herasimenia var þá á meðal fjölmargra íþróttamanna sem skrifuðu undir opið bréf sem kölluðu eftir frjálsum kosningum í landinu. Lúkasjenkó, sem hefur setið á valdastóli frá árinu 1994, vann þá forsetakosningar með 81 prósent atkvæða. Andstæðingar Lúkasjenkó í kosningunum, þar á meðal Sviatlana Tsikhanouskaya, sem fékk næst flest atkvæði í kosningunum, voru handteknir á meðan kosningabaráttunni stóð. Kosningarnar eru almennt hvorki taldar hafa verið frjálsar né sanngjarnar. Herasimenia vann til þrenna verðlauna á Ólympíuleikum á sundferli sínum, tvö silfur í Lundúnum 2012 og eitt brons í Ríó 2016. Hún hélt uppboð á gullmedalíunni sem hún vann á HM 2012 og gaf andvirðið til Samstöðustofnunar íþróttafólks í Hvíta-Rússlandi. Ólíklegt er að Herasimenia muni lúta dómnum heima fyrir, enda býr hún í útlegð. Hún var dæmd á grundvelli laga sem Lúkasjenkó staðfesti í sumar, sem heimila dóm yfir fólki þrátt fyrir fjarveru þess (e. trial in absentia). Hvíta-Rússland Sund Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Angel Reese í hálfs leiks bann Körfubolti Fleiri fréttir Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Onana samþykkir skiptin til Tyrklands „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Andrea tók sjötta sætið Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Langþráð hjá Melsungen Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Angel Reese í hálfs leiks bann Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Dagskráin í dag: Formúlan og fleira Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Bætti heimsmetið aftur „Gríðarlega mikilvægur sigur“ Viggó markahæstur í eins marks tapi „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Sjá meira
Hin 36 ára gamla Herasimenia var dæmd á öðrum degi jóla þrátt fyrir fjarveru hennar við réttarhöld, en hún er í sjálfskipaðri útlegð í Litáen. Hún hefur löngum gagnrýnt forseta landsins, Alexander Lúkasjenkó. Hún var dæmd fyrir að stuðla að stofnun öfgasamtaka, en þar er átt við Samstöðustofnun íþróttafólks í Hvíta-Rússlandi. Einnig var hún dæmd fyrir að kalla eftir refsingum gegn Hvíta-Rússlandi og dreifa ósannindum um ákveðna atburði. Dómurinn tengist miklum mótmælum gegn þarlendum yfirvöldum árið 2020. Herasimenia var þá á meðal fjölmargra íþróttamanna sem skrifuðu undir opið bréf sem kölluðu eftir frjálsum kosningum í landinu. Lúkasjenkó, sem hefur setið á valdastóli frá árinu 1994, vann þá forsetakosningar með 81 prósent atkvæða. Andstæðingar Lúkasjenkó í kosningunum, þar á meðal Sviatlana Tsikhanouskaya, sem fékk næst flest atkvæði í kosningunum, voru handteknir á meðan kosningabaráttunni stóð. Kosningarnar eru almennt hvorki taldar hafa verið frjálsar né sanngjarnar. Herasimenia vann til þrenna verðlauna á Ólympíuleikum á sundferli sínum, tvö silfur í Lundúnum 2012 og eitt brons í Ríó 2016. Hún hélt uppboð á gullmedalíunni sem hún vann á HM 2012 og gaf andvirðið til Samstöðustofnunar íþróttafólks í Hvíta-Rússlandi. Ólíklegt er að Herasimenia muni lúta dómnum heima fyrir, enda býr hún í útlegð. Hún var dæmd á grundvelli laga sem Lúkasjenkó staðfesti í sumar, sem heimila dóm yfir fólki þrátt fyrir fjarveru þess (e. trial in absentia).
Hvíta-Rússland Sund Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Angel Reese í hálfs leiks bann Körfubolti Fleiri fréttir Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Onana samþykkir skiptin til Tyrklands „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Andrea tók sjötta sætið Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Langþráð hjá Melsungen Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Angel Reese í hálfs leiks bann Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Dagskráin í dag: Formúlan og fleira Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Bætti heimsmetið aftur „Gríðarlega mikilvægur sigur“ Viggó markahæstur í eins marks tapi „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Sjá meira