Norðmenn furða sig á Tenerife-æði Íslendinga Jakob Bjarnar skrifar 28. desember 2022 11:23 Einn þeirra sem hefur sótt Tenerife heim á undanförnum árum, með vinum sínum og samstarfsmönnum, er hinn geðþekki grínari Steindi Jr. Ef til vill hefur það haft sitt að segja hvað varðar vinsældir Tenerife? aðsend Vísi hefur borist fyrirspurn frá norskum blaðamanni sem spyr hvort þetta fái staðist, að 2,4 prósent þjóðarinnar dvelji á Tenerife yfir jólin? Getur það verið? Vísir hefur fjallað um heldur leiðinlegt veður sem hefur verið á Tenerife að undanförnu; þar hefur verið talsvert hvassviðri sem hefur dregið með sér sand frá Sahara yfir eyjuna. Fréttastofa ræddi við Svala Kaldalóns, ferðamálafrömuð sem búsettur er á Tenerife af því tilefni og kom fram í viðtali við hann að áætlað væri að þar dveldu nú yfir hátíðirnar milli 8 til 9 þúsund Íslendingar. Vísi barst í kjölfarið fyrirspurn frá Leo Lunde, sem er ritstjóri norsks netmiðils sem gefinn er út á Kanaríeyjum, Canariavisen. Leo Lunde segir að nokkrir Íslendingar séu meðal lesenda miðilsins og þeir hafi sett sig í samband við ritstjórnina vegna fréttar Vísis þar sem fram komi að milli átta til níu þúsund Íslendingar séu um þessar mundir á Tenerife. Hvort þetta gæti verið?! „Tekur sú tala til ársins alls eða er tilfellið að þeir séu þarna allir í einu? Ef svo er þá þýðir þetta að um 2,4 prósent þjóðarinnar hafi farið til Tenerife í einu?“ spyr Leo Lunde forviða. Blaðamaður tjáði Leo að Íslendingar ættu það til að vera öfgafullir í því sem þeir taka sér fyrir hendur og það væri til málsháttur á íslensku: Þegar ein beljan mígur verður annarri mál. Leo óskaði þá eftir símanúmeri á Svala Kaldalóns, hann vildi heyra nánar í honum því þetta væri sannarlega í frásögur færandi. Sennilega heimsfrétt. Íslendingar erlendis Ferðalög Jól Áramót Spánn Noregur Fjölmiðlar Kanaríeyjar Tengdar fréttir Rigning og rok á Tene: „Við verðum bara inni“ Gul viðvörun er í gildi á Kanaríeyjum og rigning og rok hefur verið á Tenerife síðan í gær. Fjölmargir Íslendingar eyða jólunum á eyjaklasanum en láta veðrið ekki eyðileggja stemninguna. 26. desember 2022 11:59 Mest lesið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Lífið Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Lífið Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi Lífið Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Lífið
Vísir hefur fjallað um heldur leiðinlegt veður sem hefur verið á Tenerife að undanförnu; þar hefur verið talsvert hvassviðri sem hefur dregið með sér sand frá Sahara yfir eyjuna. Fréttastofa ræddi við Svala Kaldalóns, ferðamálafrömuð sem búsettur er á Tenerife af því tilefni og kom fram í viðtali við hann að áætlað væri að þar dveldu nú yfir hátíðirnar milli 8 til 9 þúsund Íslendingar. Vísi barst í kjölfarið fyrirspurn frá Leo Lunde, sem er ritstjóri norsks netmiðils sem gefinn er út á Kanaríeyjum, Canariavisen. Leo Lunde segir að nokkrir Íslendingar séu meðal lesenda miðilsins og þeir hafi sett sig í samband við ritstjórnina vegna fréttar Vísis þar sem fram komi að milli átta til níu þúsund Íslendingar séu um þessar mundir á Tenerife. Hvort þetta gæti verið?! „Tekur sú tala til ársins alls eða er tilfellið að þeir séu þarna allir í einu? Ef svo er þá þýðir þetta að um 2,4 prósent þjóðarinnar hafi farið til Tenerife í einu?“ spyr Leo Lunde forviða. Blaðamaður tjáði Leo að Íslendingar ættu það til að vera öfgafullir í því sem þeir taka sér fyrir hendur og það væri til málsháttur á íslensku: Þegar ein beljan mígur verður annarri mál. Leo óskaði þá eftir símanúmeri á Svala Kaldalóns, hann vildi heyra nánar í honum því þetta væri sannarlega í frásögur færandi. Sennilega heimsfrétt.
Íslendingar erlendis Ferðalög Jól Áramót Spánn Noregur Fjölmiðlar Kanaríeyjar Tengdar fréttir Rigning og rok á Tene: „Við verðum bara inni“ Gul viðvörun er í gildi á Kanaríeyjum og rigning og rok hefur verið á Tenerife síðan í gær. Fjölmargir Íslendingar eyða jólunum á eyjaklasanum en láta veðrið ekki eyðileggja stemninguna. 26. desember 2022 11:59 Mest lesið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Lífið Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Lífið Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi Lífið Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Lífið
Rigning og rok á Tene: „Við verðum bara inni“ Gul viðvörun er í gildi á Kanaríeyjum og rigning og rok hefur verið á Tenerife síðan í gær. Fjölmargir Íslendingar eyða jólunum á eyjaklasanum en láta veðrið ekki eyðileggja stemninguna. 26. desember 2022 11:59
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið