Handtóku leiðtoga stjórnarandstöðunnar fyrir hryðjuverk Kjartan Kjartansson skrifar 29. desember 2022 10:19 Luis Fernando Camacho er ríkisstjóri Santa Cruz og leiðtogi hægriflokksins Við trúum (sp. Creemos). Hann var framarlega í flokki í mótmælum sem leiddu til þess að Evó Morales hrökklaðist úr stóli forseta fyrir þremur árum. AP/Juan Karita Lögregla í Bólivíu handtók helsta leiðtoga stjórnarandstöðunnar vegna rannsóknar á meintu valdaráni árið 2019. Stuðningsmenn hans mótmæla á götum úti og saka stjórnvöld um mannrán. Luis Fernando Camacho er ríkisstjóri Santa Cruz, auðugasta héraðs Bólivíu, og hægrisinnaður leiðtogi stjórnarandstöðunnar. Hann tók þátt í að bola Evó Morales forseta úr embætti árið 2019. Fyrir það saka saksóknarar hann um hryðjuverk í ákæru sem var gefin út í október. Camacho tapaði forsetakosningum fyrir vinstrimanninum Luis Arce árið 2020. Ríkisstjórnin skilgreinir atburðina sem leiddu til þess að Morales flúði land árið 2019 sem valdarán. Handtakan á Camacho í gær er sögð tengast rannsókn á því. Camacho sjálfur hefur neitað að gefa skýrslu í málinu og sagst vera fórnarlamb pólitískra ofsókna. Undanfarinn mánuð hefur Camacho farið fyrir mótmælum gegn stjórnvöldum í Santa Cruz. Ástæða þeirra eru tafir á manntali en það myndi að líkindum færa Santa Cruz, sem er höfuðvígi stjórnarandstöðunnar, aukna hlutdeild í skattfé og fleiri sæti á þingi, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Ólöglegt mannrán Stuðningsmenn Camacho þustu út á götur og lokuðu vegum og hraðbrautum sem tengja Santa Cruz við aðra landshluta. AP-fréttastofan segir að langar raðir hafi myndast við bensínstöðvar þar sem fólk óttast að órói leiði til vöruskorts. Engar upplýsingar fengust um handtökuna fyrr en að nokkrum klukkustundum liðnum. Skrifstofa ríkisstjórans sakaði lögreglu um að hafa rænt Camacho í óhefðbundinni aðgerð og farið með hann á óþekktan stað. Carlos Mesa, fyrrverandi forseti, líkti handtökunni einnig við ólöglegt og ofsafengið mannrán. Camacho var einn leiðtoga fjölmennra mótmæla gegn Morales í kjölfar kosninga árið 2019. Samtök Ameríkuríkja sögðu að svik hefðu verið í tafli í kosningunum þar sem Morales sóttist eftir endurkjöri í fjórðia sinn. Bólivía Tengdar fréttir Fordæma handtökur á stjórnarandstæðingum í Bólivíu Mannréttindasamtök og Samtök Ameríkuríkja gagnrýna harðlega handtökur á Jeanine Áñez, fyrrverandi starfandi forseta Bólivíu, og fleiri stjórnmálamönnum og saka stjórnvöld um að misbeita réttarkerfinu á pólitískan hátt. Saksóknarar saka Áñez um aðild að valdaráni. 16. mars 2021 09:27 Handtökuskipun gefin út á hendur fyrrverandi forseta Saksóknarar í Bólivíu hafa gefið út handtökuskipun á hendur Jeanine Áñez, fyrrverandi starfandi forseta landsins, og nokkrum fyrrverandi ráðherrum. Áñez er sökuð um að hafa tekið þátt í valdaráni gegn Evó Morales, fyrrverandi forseta. Sjálf segist hún fórnarlamb pólitískra hefnda flokks Morales sem er nú aftur við völd. 13. mars 2021 09:19 Mest lesið Keyptu ónýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Erlent Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Innlent „Nei, hættu nú alveg Jóhann Páll!“ Innlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Upplifir lífið eins og stofufangelsi Innlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Innlent Íbúar upplifa áform Skagafjarðar sem svik við samfélagið Innlent Fleiri fréttir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Sjá meira
Luis Fernando Camacho er ríkisstjóri Santa Cruz, auðugasta héraðs Bólivíu, og hægrisinnaður leiðtogi stjórnarandstöðunnar. Hann tók þátt í að bola Evó Morales forseta úr embætti árið 2019. Fyrir það saka saksóknarar hann um hryðjuverk í ákæru sem var gefin út í október. Camacho tapaði forsetakosningum fyrir vinstrimanninum Luis Arce árið 2020. Ríkisstjórnin skilgreinir atburðina sem leiddu til þess að Morales flúði land árið 2019 sem valdarán. Handtakan á Camacho í gær er sögð tengast rannsókn á því. Camacho sjálfur hefur neitað að gefa skýrslu í málinu og sagst vera fórnarlamb pólitískra ofsókna. Undanfarinn mánuð hefur Camacho farið fyrir mótmælum gegn stjórnvöldum í Santa Cruz. Ástæða þeirra eru tafir á manntali en það myndi að líkindum færa Santa Cruz, sem er höfuðvígi stjórnarandstöðunnar, aukna hlutdeild í skattfé og fleiri sæti á þingi, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Ólöglegt mannrán Stuðningsmenn Camacho þustu út á götur og lokuðu vegum og hraðbrautum sem tengja Santa Cruz við aðra landshluta. AP-fréttastofan segir að langar raðir hafi myndast við bensínstöðvar þar sem fólk óttast að órói leiði til vöruskorts. Engar upplýsingar fengust um handtökuna fyrr en að nokkrum klukkustundum liðnum. Skrifstofa ríkisstjórans sakaði lögreglu um að hafa rænt Camacho í óhefðbundinni aðgerð og farið með hann á óþekktan stað. Carlos Mesa, fyrrverandi forseti, líkti handtökunni einnig við ólöglegt og ofsafengið mannrán. Camacho var einn leiðtoga fjölmennra mótmæla gegn Morales í kjölfar kosninga árið 2019. Samtök Ameríkuríkja sögðu að svik hefðu verið í tafli í kosningunum þar sem Morales sóttist eftir endurkjöri í fjórðia sinn.
Bólivía Tengdar fréttir Fordæma handtökur á stjórnarandstæðingum í Bólivíu Mannréttindasamtök og Samtök Ameríkuríkja gagnrýna harðlega handtökur á Jeanine Áñez, fyrrverandi starfandi forseta Bólivíu, og fleiri stjórnmálamönnum og saka stjórnvöld um að misbeita réttarkerfinu á pólitískan hátt. Saksóknarar saka Áñez um aðild að valdaráni. 16. mars 2021 09:27 Handtökuskipun gefin út á hendur fyrrverandi forseta Saksóknarar í Bólivíu hafa gefið út handtökuskipun á hendur Jeanine Áñez, fyrrverandi starfandi forseta landsins, og nokkrum fyrrverandi ráðherrum. Áñez er sökuð um að hafa tekið þátt í valdaráni gegn Evó Morales, fyrrverandi forseta. Sjálf segist hún fórnarlamb pólitískra hefnda flokks Morales sem er nú aftur við völd. 13. mars 2021 09:19 Mest lesið Keyptu ónýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Erlent Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Innlent „Nei, hættu nú alveg Jóhann Páll!“ Innlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Upplifir lífið eins og stofufangelsi Innlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Innlent Íbúar upplifa áform Skagafjarðar sem svik við samfélagið Innlent Fleiri fréttir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Sjá meira
Fordæma handtökur á stjórnarandstæðingum í Bólivíu Mannréttindasamtök og Samtök Ameríkuríkja gagnrýna harðlega handtökur á Jeanine Áñez, fyrrverandi starfandi forseta Bólivíu, og fleiri stjórnmálamönnum og saka stjórnvöld um að misbeita réttarkerfinu á pólitískan hátt. Saksóknarar saka Áñez um aðild að valdaráni. 16. mars 2021 09:27
Handtökuskipun gefin út á hendur fyrrverandi forseta Saksóknarar í Bólivíu hafa gefið út handtökuskipun á hendur Jeanine Áñez, fyrrverandi starfandi forseta landsins, og nokkrum fyrrverandi ráðherrum. Áñez er sökuð um að hafa tekið þátt í valdaráni gegn Evó Morales, fyrrverandi forseta. Sjálf segist hún fórnarlamb pólitískra hefnda flokks Morales sem er nú aftur við völd. 13. mars 2021 09:19