„Þetta er bara eins og þú sért í Ölpunum“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 29. desember 2022 17:12 Skíðaþyrstir fengu loksins að renna sér í Bláfjöllum í dag. Skjáskot Skíðasvæði Bláfjalla hefur loksins verið opnað aftur en fjölmargir hafa lagt leið sína þangað á fyrstu klukkutímunum að sögn rekstarstjóra Bláfjalla. Sökum snjóleysis var þó aðeins hægt að opna nýjustu lyftuna og barnalyftur og grínast rekstrarstjórinn með að Reykjavík hafi stolið snjónum. Einar Bjarnason, rekstrarstjóra Bláfjalla, segir mætinguna hafa verið góða frá því að þau opnuðu klukkan 14 en margir hafa eflaust beðið spenntir eftir að prófa nýjustu stólalyftuna, Drottninguna. „Stemningin er eiginlega bara frábær. Það er mjög vel mætt miðað við hvað við erum með lítið opið en nýja lyftan togar náttúrulega til sín og það er alveg geggjað færi. Þetta er bara eins og þú sért í Ölpunum, tólf stiga frost og logn. Þetta er bara algjörlega geggjað,“ segir Einar léttur í bragði. Nokkrum klukkutímum eftir opnun var líf og fjör í fjallinu.Aðsend Vegna snjóleysis tókst aðeins að opna Drottninguna og barnalyftur í dag. Það slær þó ekki á gleðina hjá skíðafólkinu. „Það eru allir rosa kátir en við erum frekar pirraðir út í Reykjavík og Suðurnesin að taka snjóinn frá okkur, hann fauk frá okkur þarna í bæinn og við erum ekki alveg sáttir, mér finnst að þið eigið að skila þessu til okkar,“ segir Einar og hlær. Gestir fengu að prufukeyra nýjustu lyftuna. „Það væri geggjað ef við fengjum meiri snjó og við erum að vona að þessi spá gangi eftir á laugardaginn, þá er spáð snjókomu og þá ætlum við bara að vona að þetta fyllist allt og allt verði komið í „full swing“ á nýju ári,“ segir hann enn fremur. Opið verður á skíðasvæðinu frá 14 til 22 á virkum dögum en á gamlársdag verður lokað. Skíðasvæðið opnar svo aftur, vonandi með meiri snjó, á nýársdag. „Þetta er allt að gerast, hægt og rólega. Við erum alla vega komnir í gang og þá eru allir glaðir,“ segir Einar. Skíðasvæði Reykjavík Veður Tengdar fréttir Loksins loksins opnað í Bláfjöllum þó enn vanti snjó „Loksins loksins“ segir í færslu Skíðasvæðanna í Bláfjöllum og Skálafelli. Opnað verður í Drottningunni, töfrateppinu og kaðlinum klukkan 14 í dag. Enn er ekki hægt að opna göngubraut fyrir skíðagöngufólk sökum snjóleysis. 29. desember 2022 09:44 Stefna að opnun í Bláfjöllum á morgun Rekstrarstjóri skíðasvæðisins í Bláfjöllum stefnir á að opna svæðið á morgun. Brekkan við Drottninguna er tilbúin til notkunar en brekkan við Kónginn er enn snjólaus. 28. desember 2022 11:30 Framkvæmdir í Bláfjöllum komnar á fullt Framkvæmdir við tvær nýjar stólalyftur í Bláfjöllum eru komar á fullt. Reiknað er með að önnur þeirra verði kominn í gagnið á næstu skíðavertíð. 30. júní 2022 11:42 Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
Einar Bjarnason, rekstrarstjóra Bláfjalla, segir mætinguna hafa verið góða frá því að þau opnuðu klukkan 14 en margir hafa eflaust beðið spenntir eftir að prófa nýjustu stólalyftuna, Drottninguna. „Stemningin er eiginlega bara frábær. Það er mjög vel mætt miðað við hvað við erum með lítið opið en nýja lyftan togar náttúrulega til sín og það er alveg geggjað færi. Þetta er bara eins og þú sért í Ölpunum, tólf stiga frost og logn. Þetta er bara algjörlega geggjað,“ segir Einar léttur í bragði. Nokkrum klukkutímum eftir opnun var líf og fjör í fjallinu.Aðsend Vegna snjóleysis tókst aðeins að opna Drottninguna og barnalyftur í dag. Það slær þó ekki á gleðina hjá skíðafólkinu. „Það eru allir rosa kátir en við erum frekar pirraðir út í Reykjavík og Suðurnesin að taka snjóinn frá okkur, hann fauk frá okkur þarna í bæinn og við erum ekki alveg sáttir, mér finnst að þið eigið að skila þessu til okkar,“ segir Einar og hlær. Gestir fengu að prufukeyra nýjustu lyftuna. „Það væri geggjað ef við fengjum meiri snjó og við erum að vona að þessi spá gangi eftir á laugardaginn, þá er spáð snjókomu og þá ætlum við bara að vona að þetta fyllist allt og allt verði komið í „full swing“ á nýju ári,“ segir hann enn fremur. Opið verður á skíðasvæðinu frá 14 til 22 á virkum dögum en á gamlársdag verður lokað. Skíðasvæðið opnar svo aftur, vonandi með meiri snjó, á nýársdag. „Þetta er allt að gerast, hægt og rólega. Við erum alla vega komnir í gang og þá eru allir glaðir,“ segir Einar.
Skíðasvæði Reykjavík Veður Tengdar fréttir Loksins loksins opnað í Bláfjöllum þó enn vanti snjó „Loksins loksins“ segir í færslu Skíðasvæðanna í Bláfjöllum og Skálafelli. Opnað verður í Drottningunni, töfrateppinu og kaðlinum klukkan 14 í dag. Enn er ekki hægt að opna göngubraut fyrir skíðagöngufólk sökum snjóleysis. 29. desember 2022 09:44 Stefna að opnun í Bláfjöllum á morgun Rekstrarstjóri skíðasvæðisins í Bláfjöllum stefnir á að opna svæðið á morgun. Brekkan við Drottninguna er tilbúin til notkunar en brekkan við Kónginn er enn snjólaus. 28. desember 2022 11:30 Framkvæmdir í Bláfjöllum komnar á fullt Framkvæmdir við tvær nýjar stólalyftur í Bláfjöllum eru komar á fullt. Reiknað er með að önnur þeirra verði kominn í gagnið á næstu skíðavertíð. 30. júní 2022 11:42 Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
Loksins loksins opnað í Bláfjöllum þó enn vanti snjó „Loksins loksins“ segir í færslu Skíðasvæðanna í Bláfjöllum og Skálafelli. Opnað verður í Drottningunni, töfrateppinu og kaðlinum klukkan 14 í dag. Enn er ekki hægt að opna göngubraut fyrir skíðagöngufólk sökum snjóleysis. 29. desember 2022 09:44
Stefna að opnun í Bláfjöllum á morgun Rekstrarstjóri skíðasvæðisins í Bláfjöllum stefnir á að opna svæðið á morgun. Brekkan við Drottninguna er tilbúin til notkunar en brekkan við Kónginn er enn snjólaus. 28. desember 2022 11:30
Framkvæmdir í Bláfjöllum komnar á fullt Framkvæmdir við tvær nýjar stólalyftur í Bláfjöllum eru komar á fullt. Reiknað er með að önnur þeirra verði kominn í gagnið á næstu skíðavertíð. 30. júní 2022 11:42
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði