„Vonandi helst ljósið á“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 29. desember 2022 21:30 Helga Jóhannsdóttir framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Rariks segir að neyðarástand hafa skapast þegar rafmagn fór af Reyðarfirði í dag. Ragnar Sigurðsson bæjarfulltrúi segir að fólk hafi fljótt farið að finna fyrir kuldanum í rafmagnsleysinu. Vísir/Sigurjón Neyðarástand skapaðist þegar Reyðarfjörður og nágrenni var án hita og rafmagns í fimm klukkustundir í dag, að sögn framkvæmdastjóra rekstrarsviðs Rariks. Bæjarfulltrúi segir íbúum hafa brugðið enda mikið frost á svæðinu. Vísbendingar eru um að bilunar gæti enn og rafmagn gæti því dottið aftur út tímabundið. Það var klukkan tuttugu mínútur í átta í morgun sem allt rafmagn fór af Reyðarfirði og nágrenni en það er líka notað til húshitunar á svæðinu. Rafmagnsleysið kom á slæmum tíma en gul veðurviðvörun er í gildi á svæðinu og mikið frost. Helga Jóhannsdóttir framkvæmdastjóri hjá rekstrarsviði Rariks segir að hratt hafi verið brugðist við. „Þetta var skilgreint sem neyðarástand. Það er náttúrulega alltaf sérstaklega mikið áhyggjuefni þegar fólk er bæði rafmagnslaust og húsin verða köld. Þannig að við fórum í fullt viðbragð og það var allt gert til að reyna að koma þessu inn eins hratt og auðið var,“ segir Helga. Um var að ræða bilun í spenni á spennistöðinni Stuðlum en hann var svo settur aftur í gang rétt fyrir tvö í dag. „Við vitum ekki ástæðu bilunarinnar en það getur auðvitað haft áhrif að það er búið að vera mjög kalt, mikill snjór og mikið álag. Á sama tíma hafa mörg varaplön verið ákveðin hjá okkur. Það er verið að skoða að færa varavélar á staðinn, aflspenni og varaaflspenni. Við höfum líka verið í sambandi við Landsnet um að fá að tengja okkur inn á þeirra spenni ef á þarf að halda,“ segir hún. Eskfirðingar voru tilbúnir fyrir vini sína Þrátt fyrir rafmagnsleysið í morgun voru einhverjir sem létu sig hafa það að versla í Krónunni. Þá mátti sjá myndbönd frá Reyðfirðingum í morgun sem lásu með höfuðljósi, notuðu batterí og sýndu draugalegan Reyðarfjörð í rafmagnsleysi. Ragnar Sigurðsson bæjarfulltrúi í Fjarðabyggð var feginn að fá rafmagnið aftur á í dag. „Maður fann að það byrjaði að kólna ansi hratt í húsinu og ég heyrði í nokkrum íbúum sem töluðu um að vindkælingin væri farin að kæla húsin þeirra niður,“ segir hann. Hann segir að fólk hafi þegar byrjað að undirbúa sig fyrir langt rafmagnsleysi. „Hér var allt lokað og það var byrjað að reyna að bjarga verðmætum í kælum og öðru. Þá voru vinir okkar á Eskifirði tilbúnir að opna fyrir okkur félagsheimili og annað,“ segir hann. „Það er mjög slæmt þegar svona kemur upp. Við vitum hvað þetta er erfitt fyrir fólkið. Við erum mjög fegin að það tókst að koma þessu í lag og vonandi helst ljósið á,“ segir Helga framkvæmdastjóri hjá Rarik að lokum. Í tilkynningu frá Rarik frá því að rafmagni var aftur komið á, kemur fram að vísbendingar séu um að bilunar gæti enn og rafmagn gæti því dottið aftur út tímabundið. Fjarðabyggð Orkumál Tengdar fréttir „Það kólnar hratt í húsunum núna“ Allur Reyðarfjörður er rafmagnslaus vegna bilunar og rafmagni verður líklegast ekki komið á aftur fyrr en í kvöld, að sögn bæjarfulltrúa á staðnum. Bærinn sé í raun lamaður en íbúar beri sig vel, þrátt fyrir að enginn hiti sé í húsum. 29. desember 2022 11:47 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Fleiri fréttir Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Ekkert til að festa hendi á varðandi stunguárás í miðbænum Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn Sjá meira
Það var klukkan tuttugu mínútur í átta í morgun sem allt rafmagn fór af Reyðarfirði og nágrenni en það er líka notað til húshitunar á svæðinu. Rafmagnsleysið kom á slæmum tíma en gul veðurviðvörun er í gildi á svæðinu og mikið frost. Helga Jóhannsdóttir framkvæmdastjóri hjá rekstrarsviði Rariks segir að hratt hafi verið brugðist við. „Þetta var skilgreint sem neyðarástand. Það er náttúrulega alltaf sérstaklega mikið áhyggjuefni þegar fólk er bæði rafmagnslaust og húsin verða köld. Þannig að við fórum í fullt viðbragð og það var allt gert til að reyna að koma þessu inn eins hratt og auðið var,“ segir Helga. Um var að ræða bilun í spenni á spennistöðinni Stuðlum en hann var svo settur aftur í gang rétt fyrir tvö í dag. „Við vitum ekki ástæðu bilunarinnar en það getur auðvitað haft áhrif að það er búið að vera mjög kalt, mikill snjór og mikið álag. Á sama tíma hafa mörg varaplön verið ákveðin hjá okkur. Það er verið að skoða að færa varavélar á staðinn, aflspenni og varaaflspenni. Við höfum líka verið í sambandi við Landsnet um að fá að tengja okkur inn á þeirra spenni ef á þarf að halda,“ segir hún. Eskfirðingar voru tilbúnir fyrir vini sína Þrátt fyrir rafmagnsleysið í morgun voru einhverjir sem létu sig hafa það að versla í Krónunni. Þá mátti sjá myndbönd frá Reyðfirðingum í morgun sem lásu með höfuðljósi, notuðu batterí og sýndu draugalegan Reyðarfjörð í rafmagnsleysi. Ragnar Sigurðsson bæjarfulltrúi í Fjarðabyggð var feginn að fá rafmagnið aftur á í dag. „Maður fann að það byrjaði að kólna ansi hratt í húsinu og ég heyrði í nokkrum íbúum sem töluðu um að vindkælingin væri farin að kæla húsin þeirra niður,“ segir hann. Hann segir að fólk hafi þegar byrjað að undirbúa sig fyrir langt rafmagnsleysi. „Hér var allt lokað og það var byrjað að reyna að bjarga verðmætum í kælum og öðru. Þá voru vinir okkar á Eskifirði tilbúnir að opna fyrir okkur félagsheimili og annað,“ segir hann. „Það er mjög slæmt þegar svona kemur upp. Við vitum hvað þetta er erfitt fyrir fólkið. Við erum mjög fegin að það tókst að koma þessu í lag og vonandi helst ljósið á,“ segir Helga framkvæmdastjóri hjá Rarik að lokum. Í tilkynningu frá Rarik frá því að rafmagni var aftur komið á, kemur fram að vísbendingar séu um að bilunar gæti enn og rafmagn gæti því dottið aftur út tímabundið.
Fjarðabyggð Orkumál Tengdar fréttir „Það kólnar hratt í húsunum núna“ Allur Reyðarfjörður er rafmagnslaus vegna bilunar og rafmagni verður líklegast ekki komið á aftur fyrr en í kvöld, að sögn bæjarfulltrúa á staðnum. Bærinn sé í raun lamaður en íbúar beri sig vel, þrátt fyrir að enginn hiti sé í húsum. 29. desember 2022 11:47 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Fleiri fréttir Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Ekkert til að festa hendi á varðandi stunguárás í miðbænum Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn Sjá meira
„Það kólnar hratt í húsunum núna“ Allur Reyðarfjörður er rafmagnslaus vegna bilunar og rafmagni verður líklegast ekki komið á aftur fyrr en í kvöld, að sögn bæjarfulltrúa á staðnum. Bærinn sé í raun lamaður en íbúar beri sig vel, þrátt fyrir að enginn hiti sé í húsum. 29. desember 2022 11:47