Forval verktaka að hefjast vegna nýrrar Ölfusárbrúar Kristján Már Unnarsson skrifar 30. desember 2022 06:00 Nýja Ölfusárbrúin verður 330 metra löng og með sextíu metra háum brúarstöpli. Vegagerðin Forval vegna smíði nýrrar Ölfusárbrúar verður auglýst í janúar og er stefnt að því að framkvæmdir hefjist síðla næsta árs. Brúarsmíðin verður þó talsvert seinna á ferðinni en búið var að lofa kjósendum. Fjallað var um verkefnið í fréttum Stöðvar 2 en brúin yfir þetta vatnsmesta fljót landsins verður eitt tignarlegasta mannvirki landsins, 330 metra löng og með sextíu metra háum brúarstöpli sem slagar upp í hæð Hallgrímskirkjuturns. Og núna er að komast hreyfing á verkið. Svona mun brúin líta út séð frá Selfossi.Vegagerðin „Núna í janúar ætlum við að auglýsa forval fyrir verktaka þannig að við getum valið úr hæfa aðila til að taka þátt í útboði, sem fer þá fram með vorinu, kannski í apríl-maí, og stefnum þá að því að það liggi fyrir verksamningur fyrir haustið,“ segir Guðmundur Valur Guðmundsson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs Vegagerðarinnar. Guðmundur Valur Guðmundsson er framkvæmdastjóri þróunarsviðs Vegagerðarinnar.Egill Aðalsteinsson Verkið verður boðið út á grundvelli laga um samvinnuverkefni en Vegagerðin hélt kynningarfund um verkið í fyrra. Í framhaldi af honum var auglýst eftir áhugasömum aðilum og lýstu 9-12 aðilar yfir áhuga. „Við áttum samtöl við þá í sumar um verkið og þar með talið útfærslur á fjármögnun og hinu og þessu,“ segir Guðmundur. Svona geta menn ímyndað sér að útsýn ökumanns verði á brúnni í átt til Ingólfsfjalls.Vegagerðin Hann segir líklegt að farin verði sú leið að fjármögnun á framkvæmdatíma verði hluti af útboðspakkanum. Guðmundur telur þó óvarlegt að slá neinu föstu um brúartollinn en rifjar upp að síðastliðið vor hafi menn verið að tala um 300-400 krónur. Gjaldið ráðist þó af því á hve löngum tíma menn ætli að greiða verkið niður og hversu mikil notkunin verði á brúnni. Hann segir líklegt að framkvæmdir hefjist undir lok næsta árs og verði komnar á fullt árið 2024. Nýja Ölfusárbrúin mun setja svip á umhverfið.Vegagerðin Ráðherra samgöngumála var raunar búinn að segja kjósendum það fyrir síðustu þingkosningar að þessi glæsilega brú yrði tilbúin annaðhvort í lok árs 2023 eða á árinu 2024. En hvenær áætla menn núna verklok? „Miðað við þessar áætlanir og að þær gangi eftir þá ættum við 2026, þá ætti verkinu að vera lokið ,“ svarar framkvæmdastjóri þróunarsviðs Vegagerðarinnar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Ný Ölfusárbrú Árborg Ölfus Vegtollar Vegagerð Samgöngur Tengdar fréttir Kynnir stofnun opinbers hlutafélags um gjaldtöku af vegum og göngum Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra hefur kynnt á samráðsgátt stjórnvalda áform um að stofna opinbert hlutafélag um uppbyggingu og rekstur samgönguinnviða. Helsta hlutverk félagsins verður að innheimta notkunargjöld, bæði af vegum og jarðgöngum. 19. júlí 2022 12:16 Sigurður Ingi lofar nýrri Ölfusárbrú í lok árs 2023 eða 2024 Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra lofar nýrri brú yfir Ölfusá við Selfoss í lok ársins 2023 eða árið 2024 en framkvæmdir við brúna verða boðnar út um næstu áramót. Brúin mun kosta um sex og hálfan milljarða króna og innheimtur verður vegatollur yfir hana. 6. júní 2021 12:18 Mest lesið Bílstjórinn þrettán ára Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Innlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Sjá meira
Fjallað var um verkefnið í fréttum Stöðvar 2 en brúin yfir þetta vatnsmesta fljót landsins verður eitt tignarlegasta mannvirki landsins, 330 metra löng og með sextíu metra háum brúarstöpli sem slagar upp í hæð Hallgrímskirkjuturns. Og núna er að komast hreyfing á verkið. Svona mun brúin líta út séð frá Selfossi.Vegagerðin „Núna í janúar ætlum við að auglýsa forval fyrir verktaka þannig að við getum valið úr hæfa aðila til að taka þátt í útboði, sem fer þá fram með vorinu, kannski í apríl-maí, og stefnum þá að því að það liggi fyrir verksamningur fyrir haustið,“ segir Guðmundur Valur Guðmundsson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs Vegagerðarinnar. Guðmundur Valur Guðmundsson er framkvæmdastjóri þróunarsviðs Vegagerðarinnar.Egill Aðalsteinsson Verkið verður boðið út á grundvelli laga um samvinnuverkefni en Vegagerðin hélt kynningarfund um verkið í fyrra. Í framhaldi af honum var auglýst eftir áhugasömum aðilum og lýstu 9-12 aðilar yfir áhuga. „Við áttum samtöl við þá í sumar um verkið og þar með talið útfærslur á fjármögnun og hinu og þessu,“ segir Guðmundur. Svona geta menn ímyndað sér að útsýn ökumanns verði á brúnni í átt til Ingólfsfjalls.Vegagerðin Hann segir líklegt að farin verði sú leið að fjármögnun á framkvæmdatíma verði hluti af útboðspakkanum. Guðmundur telur þó óvarlegt að slá neinu föstu um brúartollinn en rifjar upp að síðastliðið vor hafi menn verið að tala um 300-400 krónur. Gjaldið ráðist þó af því á hve löngum tíma menn ætli að greiða verkið niður og hversu mikil notkunin verði á brúnni. Hann segir líklegt að framkvæmdir hefjist undir lok næsta árs og verði komnar á fullt árið 2024. Nýja Ölfusárbrúin mun setja svip á umhverfið.Vegagerðin Ráðherra samgöngumála var raunar búinn að segja kjósendum það fyrir síðustu þingkosningar að þessi glæsilega brú yrði tilbúin annaðhvort í lok árs 2023 eða á árinu 2024. En hvenær áætla menn núna verklok? „Miðað við þessar áætlanir og að þær gangi eftir þá ættum við 2026, þá ætti verkinu að vera lokið ,“ svarar framkvæmdastjóri þróunarsviðs Vegagerðarinnar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Ný Ölfusárbrú Árborg Ölfus Vegtollar Vegagerð Samgöngur Tengdar fréttir Kynnir stofnun opinbers hlutafélags um gjaldtöku af vegum og göngum Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra hefur kynnt á samráðsgátt stjórnvalda áform um að stofna opinbert hlutafélag um uppbyggingu og rekstur samgönguinnviða. Helsta hlutverk félagsins verður að innheimta notkunargjöld, bæði af vegum og jarðgöngum. 19. júlí 2022 12:16 Sigurður Ingi lofar nýrri Ölfusárbrú í lok árs 2023 eða 2024 Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra lofar nýrri brú yfir Ölfusá við Selfoss í lok ársins 2023 eða árið 2024 en framkvæmdir við brúna verða boðnar út um næstu áramót. Brúin mun kosta um sex og hálfan milljarða króna og innheimtur verður vegatollur yfir hana. 6. júní 2021 12:18 Mest lesið Bílstjórinn þrettán ára Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Innlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Sjá meira
Kynnir stofnun opinbers hlutafélags um gjaldtöku af vegum og göngum Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra hefur kynnt á samráðsgátt stjórnvalda áform um að stofna opinbert hlutafélag um uppbyggingu og rekstur samgönguinnviða. Helsta hlutverk félagsins verður að innheimta notkunargjöld, bæði af vegum og jarðgöngum. 19. júlí 2022 12:16
Sigurður Ingi lofar nýrri Ölfusárbrú í lok árs 2023 eða 2024 Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra lofar nýrri brú yfir Ölfusá við Selfoss í lok ársins 2023 eða árið 2024 en framkvæmdir við brúna verða boðnar út um næstu áramót. Brúin mun kosta um sex og hálfan milljarða króna og innheimtur verður vegatollur yfir hana. 6. júní 2021 12:18