Samfylkingin orðin stærsti flokkur landsins samkvæmt könnun Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. desember 2022 19:36 Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar. Vísir/Vilhelm Samfylkingin er stærsti flokkur landsins, með örlítið forskot á Sjálfstæðisflokkinn, samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofu. Stjórnmálafræðingur segir þetta mikil tíðindi - og allt Kristrúnu Frostadóttur að þakka. Könnun Maskínu var lögð fyrir dagana 16. til 28. desember og 1703 svarendur tóku afstöðu. Sjálfstæðisflokkur mælist með 20 prósenta fylgi í könnuninni og Framsókn með 12,2 prósent. Báðir dala flokkarnir talsvert frá kosningunum í fyrrahaust. Samanlagt fylgi ríkisstjórnarinnar er 40 prósent og hefur ekki verið lægra í Maskínukönnun á kjörtímabilinu. Þá hefur Samfylkingin rúmlega tvöfaldað fylgi sitt frá kosningum; mælist með mest fylgi allra flokka, 20,1 prósent. „Það hefur auðvitað gerst áður að Samfylking hefur mælst stærri en Sjálfstæðisflokkur en það eru töluverð tíðindi þegar nokkur flokkur annar en Sjálfstæðisflokkur mælist með mest fylgi. Þannig að það er auðvitað augljóst að Samfylkingin er algjör hástökkvari í þessari könnun og það skrifast auðvitað allt á Kristrúnu Frostadóttur og hennar formennsku í flokknum,“ segir Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði. „Síðan eru auðvitað önnur tíðindi fólgin í því að það eru níu flokkar að mælast inn á Alþingi. Þannig að fylgið er auðvitað að dreifast miklu víðar.“ Ráðherrarnir sem röðuðu sér efst á á lista við spurningunni: Hvaða ráðherra finnst þér hafa staðið sig best á yfirstandandi kjörtímabili? Maskína spurði einnig um frammistöðu ráðherra. Þar þykir Ásmundur Einar Daðason menntamálaráðherra áfram standa sig best - titill sem forsætisráðherra, sem er í öðru sæti, átti áður alfarið. „Menn áttu von á því þegar stofnað var til þessa samstarfs á sínum tíma að fylgi Vinstri grænna myndi rjátlast af flokknum. En það er í raun að gerast mun seinna en maður svona hefði getað haldið,“ segir Eiríkur. Þá er það fjármálaráðherra sem þykir samkvæmt könnuninni standa sig afgerandi verst; dómsmálaráðherra næstverst og menningar- og viðskiptaráðherra þar á eftir. Ráðherrarnir sem röðuðu sér efst á listann við spurningunni: Hvaða ráðherra finnst þér hafa staðið sig best/verst á yfirstandandi kjörtímabili? Alþingi Samfylkingin Skoðanakannanir Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Könnun Maskínu var lögð fyrir dagana 16. til 28. desember og 1703 svarendur tóku afstöðu. Sjálfstæðisflokkur mælist með 20 prósenta fylgi í könnuninni og Framsókn með 12,2 prósent. Báðir dala flokkarnir talsvert frá kosningunum í fyrrahaust. Samanlagt fylgi ríkisstjórnarinnar er 40 prósent og hefur ekki verið lægra í Maskínukönnun á kjörtímabilinu. Þá hefur Samfylkingin rúmlega tvöfaldað fylgi sitt frá kosningum; mælist með mest fylgi allra flokka, 20,1 prósent. „Það hefur auðvitað gerst áður að Samfylking hefur mælst stærri en Sjálfstæðisflokkur en það eru töluverð tíðindi þegar nokkur flokkur annar en Sjálfstæðisflokkur mælist með mest fylgi. Þannig að það er auðvitað augljóst að Samfylkingin er algjör hástökkvari í þessari könnun og það skrifast auðvitað allt á Kristrúnu Frostadóttur og hennar formennsku í flokknum,“ segir Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði. „Síðan eru auðvitað önnur tíðindi fólgin í því að það eru níu flokkar að mælast inn á Alþingi. Þannig að fylgið er auðvitað að dreifast miklu víðar.“ Ráðherrarnir sem röðuðu sér efst á á lista við spurningunni: Hvaða ráðherra finnst þér hafa staðið sig best á yfirstandandi kjörtímabili? Maskína spurði einnig um frammistöðu ráðherra. Þar þykir Ásmundur Einar Daðason menntamálaráðherra áfram standa sig best - titill sem forsætisráðherra, sem er í öðru sæti, átti áður alfarið. „Menn áttu von á því þegar stofnað var til þessa samstarfs á sínum tíma að fylgi Vinstri grænna myndi rjátlast af flokknum. En það er í raun að gerast mun seinna en maður svona hefði getað haldið,“ segir Eiríkur. Þá er það fjármálaráðherra sem þykir samkvæmt könnuninni standa sig afgerandi verst; dómsmálaráðherra næstverst og menningar- og viðskiptaráðherra þar á eftir. Ráðherrarnir sem röðuðu sér efst á listann við spurningunni: Hvaða ráðherra finnst þér hafa staðið sig best/verst á yfirstandandi kjörtímabili?
Alþingi Samfylkingin Skoðanakannanir Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent