Tíkin Wanna fannst eftir átta daga leit í fönn í hlíðum Ingólfsfjalls Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 1. janúar 2023 11:04 Farið var með tíkina á dýraspítala eftir að hún fannst til að athuga hvort það væri ekki allt í lagi með hana. Aðsend Mikil gleði er á heimili í Hveragerði þessa dagana eftir að tíkin Wanna fannst eftir að hafa verið týnd í átta sólarhringa og fimm klukkustundir í bruna gaddi og miklum snjó. Wanna er tveggja ára gömul Pug tík, sem er innflutt frá Austurríki og átti hvolpa fyrir fjórum mánuðum. „21. desember eftir snjó mikla nótt hleypi ég hundunum út í gerði og Wanna, ásamt Aryu gerðu sér lítið fyrir og stukku út úr gerðinu og fóru að skoða sig um. Arya fór framan við húsið þar sem hún sást strax en Wanna skoðaði sig um á bak við og hvarf svo bara út í buskann,” segir Ósk Guðvarðardóttir, eigandi hundanna þegar hún rifjar upp atburðarásina. „Á þessum átta sólarhringum voru við að labba og rekja spor sem komu og fóru vegna mikils snjós og alltaf bætti í. Við fengum hjálp með leitarhundum þrisvar sinnum, fengum dróna með hitamyndavél, ásamt venjulegum dróna og allir voru svo duglegir við leitina, hver einasti dagur var tekinn í leit frá morgni til kvölds,” bætir Ósk við. Farið var með tíkina á dýraspítala eftir að hún fannst til að athuga hvort það væri ekki allt í lagi með hana.Aðsend Það var svo 29. desember, sem Ósk fékk draumasímtalið. „Já, fæ ég símtal um að sést hafi til hennar með hita sjónauka í um 6 km frá heimili hennar í hlíðum Ingólfsfjalls, fjarri stöðum sem við höfðum leitað. Þegar ég og dóttir mín komumst upp fjallið þá var hún búin að gera sér bæli í snjónum og öll út í klaka, mjög grönn og þreytt. Hún er þvílík hetja og sterk tík og var mjög ánægð að koma heim og við enn ánægðari að fá hana á lífi heim,” segir Ósk. Wanna fór beint til dóttur sinnar eftir að hún fannst.Aðsend Wanna var með smá kulsár á fótum og andliti, grönn og mikið svöng þegar hún fannst. Það fyrsta sem hún gerði var að stökkva til dóttir sinnar og leggjast hjá henni. „Við erum óendanlega þakklát þeim sem löbbuðu með okkur þvers og kruss yfir skurði, gil og fjöll í erfiðum aðstæðum. Wanna er algjör hetja og við óendalega þakklát að fá hana heim,” segir alsæll hundaeigandi í Hveragerði. Wanna fannst hér á þessu svæði í hlíðum Ingólfsfjalls. Hún hafði gert sér bæli í snjónum.Aðsend Hveragerði Hundar Dýr Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Sjá meira
Wanna er tveggja ára gömul Pug tík, sem er innflutt frá Austurríki og átti hvolpa fyrir fjórum mánuðum. „21. desember eftir snjó mikla nótt hleypi ég hundunum út í gerði og Wanna, ásamt Aryu gerðu sér lítið fyrir og stukku út úr gerðinu og fóru að skoða sig um. Arya fór framan við húsið þar sem hún sást strax en Wanna skoðaði sig um á bak við og hvarf svo bara út í buskann,” segir Ósk Guðvarðardóttir, eigandi hundanna þegar hún rifjar upp atburðarásina. „Á þessum átta sólarhringum voru við að labba og rekja spor sem komu og fóru vegna mikils snjós og alltaf bætti í. Við fengum hjálp með leitarhundum þrisvar sinnum, fengum dróna með hitamyndavél, ásamt venjulegum dróna og allir voru svo duglegir við leitina, hver einasti dagur var tekinn í leit frá morgni til kvölds,” bætir Ósk við. Farið var með tíkina á dýraspítala eftir að hún fannst til að athuga hvort það væri ekki allt í lagi með hana.Aðsend Það var svo 29. desember, sem Ósk fékk draumasímtalið. „Já, fæ ég símtal um að sést hafi til hennar með hita sjónauka í um 6 km frá heimili hennar í hlíðum Ingólfsfjalls, fjarri stöðum sem við höfðum leitað. Þegar ég og dóttir mín komumst upp fjallið þá var hún búin að gera sér bæli í snjónum og öll út í klaka, mjög grönn og þreytt. Hún er þvílík hetja og sterk tík og var mjög ánægð að koma heim og við enn ánægðari að fá hana á lífi heim,” segir Ósk. Wanna fór beint til dóttur sinnar eftir að hún fannst.Aðsend Wanna var með smá kulsár á fótum og andliti, grönn og mikið svöng þegar hún fannst. Það fyrsta sem hún gerði var að stökkva til dóttir sinnar og leggjast hjá henni. „Við erum óendanlega þakklát þeim sem löbbuðu með okkur þvers og kruss yfir skurði, gil og fjöll í erfiðum aðstæðum. Wanna er algjör hetja og við óendalega þakklát að fá hana heim,” segir alsæll hundaeigandi í Hveragerði. Wanna fannst hér á þessu svæði í hlíðum Ingólfsfjalls. Hún hafði gert sér bæli í snjónum.Aðsend
Hveragerði Hundar Dýr Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Sjá meira