Kötturinn þinn skilur þig ekki! Og þú ekki hann! Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 1. janúar 2023 15:01 Þessi köttur virðist hissa á þessu öllu saman. Getty Images Kettir gera skýran greinarmun á því hvort eigandi þeirra er að tala við þá eða annað fólk. Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar. Og þeir mjálma eiginlega aldrei nema þegar þeir eru að svara fólki sem talar við þá. Nýhafið ár er ár kattarins í Víetnam. Við þekkjum þetta öll. Kattafólkið segir okkur hvað kötturinn vill út frá nokkrum hjáróma mjálmum. Það eru hins vegar meiri líkur en minni á því að kattafólkið hafi ekki hugmynd um hvað kötturinn vill. Mjálmar nær eingöngu til að eiga samskipti við fólk Í rannsókn sem háskólinn í Mílanó á Ítalíu stóð fyrir var kannað hversu vel fólk gæti borið kennsl á hvað kettir vildu út frá mjálmi; spilaðar voru upptökur þar sem svangur köttur bíður eftir mat, þar sem manneskja lætur vel að ketti og þar sem köttur er hræddur í óþekktu umhverfi. Þátttakendum gekk heilt yfir mjög illa að greina á milli mjálmanna, og gilti þá einu hvort í hlut áttu kattaeigendur eða ekki. Mjálmið er reyndar nokkuð sem kötturinn notar eiginlega eingöngu í samskiptum við mannfólkið. Hann notar það í undantekningatilfellum við sína eigin líka, aðallega þegar hann er að leita maka eða merkja sér svæði. Talið er að þetta sé aðferð hans til að svara mannfólkinu þegar hann sér fólk beina tali sínu að sér, án þess að hann viti endilega hvað verið sé að segja við hann. Niðurstöður nýlegrar rannsóknar sem birt var á vísindavefnum Springer sýna að kettir gera sér grein fyrir því hvort verið sé að tala við þá eða við aðra manneskju. En bara þegar eigandinn talar. Ef einhver annar en eigandi þeirra talar í návist þeirra hafa þeir ekki hugmynd um hvort verið sé að tala við þá. Kötturinn ræður yfir ótrúlega mörgum hljóðum Annars er mjálm bara eitt af mörgum hljóðum sem kötturinn gefur frá sér. Engin kjötæta gefur frá sér eins fjölbreytt hljóð en talið er að kötturinn ráði yfir meira en 20 mismunandi hljóðum. Önnur rannsókn leiddi greinilega í ljós að kettir finna samstundis á sér hvort manneskja er kattavinur eður ei. Sé óvildarmaður katta í nágrenninu forðar kötturinn sér hið snarasta. Dýr Kettir Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Sjá meira
Við þekkjum þetta öll. Kattafólkið segir okkur hvað kötturinn vill út frá nokkrum hjáróma mjálmum. Það eru hins vegar meiri líkur en minni á því að kattafólkið hafi ekki hugmynd um hvað kötturinn vill. Mjálmar nær eingöngu til að eiga samskipti við fólk Í rannsókn sem háskólinn í Mílanó á Ítalíu stóð fyrir var kannað hversu vel fólk gæti borið kennsl á hvað kettir vildu út frá mjálmi; spilaðar voru upptökur þar sem svangur köttur bíður eftir mat, þar sem manneskja lætur vel að ketti og þar sem köttur er hræddur í óþekktu umhverfi. Þátttakendum gekk heilt yfir mjög illa að greina á milli mjálmanna, og gilti þá einu hvort í hlut áttu kattaeigendur eða ekki. Mjálmið er reyndar nokkuð sem kötturinn notar eiginlega eingöngu í samskiptum við mannfólkið. Hann notar það í undantekningatilfellum við sína eigin líka, aðallega þegar hann er að leita maka eða merkja sér svæði. Talið er að þetta sé aðferð hans til að svara mannfólkinu þegar hann sér fólk beina tali sínu að sér, án þess að hann viti endilega hvað verið sé að segja við hann. Niðurstöður nýlegrar rannsóknar sem birt var á vísindavefnum Springer sýna að kettir gera sér grein fyrir því hvort verið sé að tala við þá eða við aðra manneskju. En bara þegar eigandinn talar. Ef einhver annar en eigandi þeirra talar í návist þeirra hafa þeir ekki hugmynd um hvort verið sé að tala við þá. Kötturinn ræður yfir ótrúlega mörgum hljóðum Annars er mjálm bara eitt af mörgum hljóðum sem kötturinn gefur frá sér. Engin kjötæta gefur frá sér eins fjölbreytt hljóð en talið er að kötturinn ráði yfir meira en 20 mismunandi hljóðum. Önnur rannsókn leiddi greinilega í ljós að kettir finna samstundis á sér hvort manneskja er kattavinur eður ei. Sé óvildarmaður katta í nágrenninu forðar kötturinn sér hið snarasta.
Dýr Kettir Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Sjá meira