„Ég vildi fjölskylduna, ekki stofnunina“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 3. janúar 2023 08:06 Spare kemur út 10. janúar næstkomandi. „Ég vil fá föður minn aftur, ég vil fá bróður minn aftur,“ segir Harry Bretaprins í viðtali við ITV sem verður birt 8. janúar næstkomandi, tveimur dögum fyrir útgáfu bókarinnar Spare. Harry ræddi við ITV í Bretlandi og CBS í Bandaríkjunum í tengslum við útgáfu bókarinnar en í gær birtust stiklur úr báðum viðtölum. Í stiklunni fyrir ITV-viðtalið segir Harry að „þeir“ hafi ekki sýnt neinn vilja til sátta en það kemur ekki skýrt fram hverjir „þeir“ eru; hvort það eru faðir hans og bróðir. Í stiklunni fyrir CBS-viðtalið segist Harry hafa verið svikinn en umrædd svik fólust að hans sögn meðal annars í upplýsingaleka konungshallarinnar til fjölmiðla, þar sem ófögrum sögum um hann og eiginkonu hans Meghan Markle var „komið fyrir“ í fjölmiðlum. Harry hefur áður tjáð sig um óheiðarlegar aðferðir starfsmanna konungshallarinnar, sem hann segir njóta samþykkis konungsfjölskyldunnar. Mottó fjölskyldunnar, „aldrei kvarta, aldrei útskýra“, sé einmitt það; bara mottó. Raunveruleikinn sé sá að fjölskyldan nýti sér fjölmiðla til að hafa áhrif á umræðuna um sig. In a revealing interview for @60Minutes, Prince Harry discusses his childhood, the death of his mother and how the press interacts with Buckingham Palace: There becomes a point when silence is betrayal. The full interview airs this Sunday on @CBS. https://t.co/3EXhIK45At pic.twitter.com/O4873csdp7— CBS Evening News (@CBSEveningNews) January 3, 2023 Í viðtalinu við CBS segir Harry að heilu umfjallanir fjölmiðla séu í raun komnar beint frá Buckingham-höll og því hafi hann upplifað það sem svik þegar konungsfjölskyldan sagðist ekkert geta gert til þess að vernda hann og Meghan. Þá segist hann ekki sjá fyrir sér að snúa aftur í opinbert hlutverk fyrir fjölskylduna. „Ég vildi fjölskylduna, ekki stofnunina,“ segir Harry í viðtalinu við ITV. Útgefandi Spare segir bókina einlæga frásögn Harry af uppvaxtarárum sínum og reynslu sinni innan konungsfjölskyldunnar. Hennar er beðið með mikilli eftirvæntingu en hún mun einnig koma út sem hljóðbók, lesin af prinsinum sjálfum. Menn velta því nú fyrir sér hvort ofangreind viðtöl muni leiða eitthvað nýtt í ljós, þar sem þau voru tekin af virtum blaðamönnum; Anderson Cooper fyrir CBS og Tom Bradby fyrir ITV. Mörgum þóttu Oprah Winfrey og Netflix fara afar mjúkum höndum um Harry og Meghan. Kóngafólk Harry og Meghan Bretland Karl III Bretakonungur Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Fleiri fréttir Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Sjá meira
Harry ræddi við ITV í Bretlandi og CBS í Bandaríkjunum í tengslum við útgáfu bókarinnar en í gær birtust stiklur úr báðum viðtölum. Í stiklunni fyrir ITV-viðtalið segir Harry að „þeir“ hafi ekki sýnt neinn vilja til sátta en það kemur ekki skýrt fram hverjir „þeir“ eru; hvort það eru faðir hans og bróðir. Í stiklunni fyrir CBS-viðtalið segist Harry hafa verið svikinn en umrædd svik fólust að hans sögn meðal annars í upplýsingaleka konungshallarinnar til fjölmiðla, þar sem ófögrum sögum um hann og eiginkonu hans Meghan Markle var „komið fyrir“ í fjölmiðlum. Harry hefur áður tjáð sig um óheiðarlegar aðferðir starfsmanna konungshallarinnar, sem hann segir njóta samþykkis konungsfjölskyldunnar. Mottó fjölskyldunnar, „aldrei kvarta, aldrei útskýra“, sé einmitt það; bara mottó. Raunveruleikinn sé sá að fjölskyldan nýti sér fjölmiðla til að hafa áhrif á umræðuna um sig. In a revealing interview for @60Minutes, Prince Harry discusses his childhood, the death of his mother and how the press interacts with Buckingham Palace: There becomes a point when silence is betrayal. The full interview airs this Sunday on @CBS. https://t.co/3EXhIK45At pic.twitter.com/O4873csdp7— CBS Evening News (@CBSEveningNews) January 3, 2023 Í viðtalinu við CBS segir Harry að heilu umfjallanir fjölmiðla séu í raun komnar beint frá Buckingham-höll og því hafi hann upplifað það sem svik þegar konungsfjölskyldan sagðist ekkert geta gert til þess að vernda hann og Meghan. Þá segist hann ekki sjá fyrir sér að snúa aftur í opinbert hlutverk fyrir fjölskylduna. „Ég vildi fjölskylduna, ekki stofnunina,“ segir Harry í viðtalinu við ITV. Útgefandi Spare segir bókina einlæga frásögn Harry af uppvaxtarárum sínum og reynslu sinni innan konungsfjölskyldunnar. Hennar er beðið með mikilli eftirvæntingu en hún mun einnig koma út sem hljóðbók, lesin af prinsinum sjálfum. Menn velta því nú fyrir sér hvort ofangreind viðtöl muni leiða eitthvað nýtt í ljós, þar sem þau voru tekin af virtum blaðamönnum; Anderson Cooper fyrir CBS og Tom Bradby fyrir ITV. Mörgum þóttu Oprah Winfrey og Netflix fara afar mjúkum höndum um Harry og Meghan.
Kóngafólk Harry og Meghan Bretland Karl III Bretakonungur Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Fleiri fréttir Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Sjá meira