Domino's hækkar aftur verð á þriðjudagstilboði sínu Atli Ísleifsson skrifar 3. janúar 2023 14:56 Magnús Hafliðason, forstjóri Dominos á Íslandi, segir að ástæða hækkunarinnar nú séu í raun afskaplega einföld. Dominos Domino's á Íslandi hefur hækkað verð á þriðjudagstilboði sínu úr 1.100 krónum í 1.200 krónur. Rúmt ár er síðan fyrirtækið hækkaði verð á tilboðinu úr þúsund krónum í 1.100 eftir að verðið hafði þá haldist óbreytt í ellefu ár. Magnús Hafliðason, forstjóri Domino's á Íslandi, segir að ástæða hækkunarinnar nú sé í raun afskaplega einföld. „Það hafa verið svakalega miklar launahækkanir. Þær voru tvær á síðasta ári, fyrst í byrjun árs og svo hagvaxtaraukinn í vor. Mjög hátt hlutfall af launakostnaði okkar fellur til á kvöldin og þetta eru háar upphæðir. Og nú er gert ráð fyrir tíu prósenta hækkun á öllum töxtum. Til viðbótar eru svo miklar hækkanir á innkaupum svo okkur er ekki til setunnar boðið. Því miður,“ segir Magnús. Þriðjudagstilboð felur í sér að hægt er að koma miðstærð af pítsu með þremur áleggstegundum á 1.200 krónur, ef maður sækir. Mest krefjandi ár í sögu Domino's Magnús segir að síðasta ár hafi verið eitt mest krefjandi ár í sögu fyrirtækisins. Aldrei hafi þurft að fást við eins mikinn óstöðugleika í rekstrarumhverfinu og á síðustu mánuðum. „Við urðum að grípa til aðgerða nú. En það breytir því samt ekki að 1.200 krónur fyrir máltíð er alltaf góður díll, sama hvert litið er. Í langflestum tilvikum erum við hagstæðari kostur. Við erum að bjóða gott verð, en því miður þurfum við að hækka nú.“ Ekki útilokað að Megavikan hækki líka Magnús segir ljóst að ef þriðjudagstilboðið hefði fylgt verðlagi þá væri það komið í um 1.600 krónur núna og pítsa á Megaviku verið komin í um 2.200 krónur. En stendur til að hækka verð á Megavikunni, sem nú er í 1.790 krónum? „Það er ekkert hægt að útiloka það, er klárlega í skoðun, en það væri óvarlegt að fullyrða nokkuð um það,“ segir Magnús. Hann segir að nokkuð sé í næstu Megaviku hjá fyrirtækinu. Veitingastaðir Verðlag Tengdar fréttir Söguleg verðhækkun hjá Domino‘s Domino‘s á Íslandi hefur hækkað verð á hinu vinsæla þriðjudagstilboði úr þúsund krónum í 1.100 krónur. Ljóst má vera að margir viðskiptavinir Domino‘s ráku upp stór augu í dag þegar þeir tóku eftir hækkuninni, enda hafa fjölmargir haft samband við fréttastofu til að segja frá þessum tímamótum. 26. október 2021 13:10 Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Landsbankinn og Arion lækka vexti „Sporttöppum“ aftur komið fyrir Sagði eldri menn vísvitandi borna röngum sökum en situr uppi með Svarta-Pétur Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Verð á innlendri dagvöru hækkar hraðar en verð á erlendri Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Hvar er opið um páskana? Spotify liggur niðri Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Tvö apótek sögðu pass við verðlagseftirlitið Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Rangt að plástrarnir geti læknað sjúkleika eða röskun á líffærastarfsemi Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Sjá meira
Magnús Hafliðason, forstjóri Domino's á Íslandi, segir að ástæða hækkunarinnar nú sé í raun afskaplega einföld. „Það hafa verið svakalega miklar launahækkanir. Þær voru tvær á síðasta ári, fyrst í byrjun árs og svo hagvaxtaraukinn í vor. Mjög hátt hlutfall af launakostnaði okkar fellur til á kvöldin og þetta eru háar upphæðir. Og nú er gert ráð fyrir tíu prósenta hækkun á öllum töxtum. Til viðbótar eru svo miklar hækkanir á innkaupum svo okkur er ekki til setunnar boðið. Því miður,“ segir Magnús. Þriðjudagstilboð felur í sér að hægt er að koma miðstærð af pítsu með þremur áleggstegundum á 1.200 krónur, ef maður sækir. Mest krefjandi ár í sögu Domino's Magnús segir að síðasta ár hafi verið eitt mest krefjandi ár í sögu fyrirtækisins. Aldrei hafi þurft að fást við eins mikinn óstöðugleika í rekstrarumhverfinu og á síðustu mánuðum. „Við urðum að grípa til aðgerða nú. En það breytir því samt ekki að 1.200 krónur fyrir máltíð er alltaf góður díll, sama hvert litið er. Í langflestum tilvikum erum við hagstæðari kostur. Við erum að bjóða gott verð, en því miður þurfum við að hækka nú.“ Ekki útilokað að Megavikan hækki líka Magnús segir ljóst að ef þriðjudagstilboðið hefði fylgt verðlagi þá væri það komið í um 1.600 krónur núna og pítsa á Megaviku verið komin í um 2.200 krónur. En stendur til að hækka verð á Megavikunni, sem nú er í 1.790 krónum? „Það er ekkert hægt að útiloka það, er klárlega í skoðun, en það væri óvarlegt að fullyrða nokkuð um það,“ segir Magnús. Hann segir að nokkuð sé í næstu Megaviku hjá fyrirtækinu.
Veitingastaðir Verðlag Tengdar fréttir Söguleg verðhækkun hjá Domino‘s Domino‘s á Íslandi hefur hækkað verð á hinu vinsæla þriðjudagstilboði úr þúsund krónum í 1.100 krónur. Ljóst má vera að margir viðskiptavinir Domino‘s ráku upp stór augu í dag þegar þeir tóku eftir hækkuninni, enda hafa fjölmargir haft samband við fréttastofu til að segja frá þessum tímamótum. 26. október 2021 13:10 Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Landsbankinn og Arion lækka vexti „Sporttöppum“ aftur komið fyrir Sagði eldri menn vísvitandi borna röngum sökum en situr uppi með Svarta-Pétur Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Verð á innlendri dagvöru hækkar hraðar en verð á erlendri Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Hvar er opið um páskana? Spotify liggur niðri Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Tvö apótek sögðu pass við verðlagseftirlitið Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Rangt að plástrarnir geti læknað sjúkleika eða röskun á líffærastarfsemi Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Sjá meira
Söguleg verðhækkun hjá Domino‘s Domino‘s á Íslandi hefur hækkað verð á hinu vinsæla þriðjudagstilboði úr þúsund krónum í 1.100 krónur. Ljóst má vera að margir viðskiptavinir Domino‘s ráku upp stór augu í dag þegar þeir tóku eftir hækkuninni, enda hafa fjölmargir haft samband við fréttastofu til að segja frá þessum tímamótum. 26. október 2021 13:10