Lokun skotsvæðis lituð af fordómum gagnvart byssufólki Sunna Sæmundsdóttir skrifar 4. janúar 2023 11:46 Lúther Ólason er formaður Skotveiðifélags Reykjavíkur og nágrennis. Formaður skotveiðifélags Reykjavíkur og nágrennis telur málsmeðferð vegna lokunar skotsvæðisins á Álfsnesi litaða af fordómum gagnvart byssufólki. Svæðinu hefur verið lokað á ný og starfsleyfið fellt úr gildi. Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi ákvörðun Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur frá síðasta sumri um að gefa út starfsleyfi til reksturs skotvallar á Álfsnesi. Svæðinu hefur því þegar verið lokað. „Við fylgjum náttúrulega bara reglum. Um leið og þeir segja loka, þá er lokað,“ segir Lúther Ólason, formaður skotveiðifélags Reykjavíkur og nágrennis. Líkt og eflaust margir aðrir sem nýta svæðið er hann þó verulega ósáttur með niðurstöðuna. Málið á sér langan aðdraganda en svæðinu var fyrst lokað í september 2021 eftir að íbúar í nágrenninu kærðu starfsleyfið og vegna blý- og hávaðamegnunar. Ráðist var í úttektir og mælingar sýndu að röskun af starfseminni væri langt undir öllum viðmiðunarmörkum. Starfsleyfi var því gefið út á ný en nú hefur það aftur verið fellt úr gildi þar sem kærunefndin telur starfsemina ekki í samræmi við landnotkun samkvæmt aðalskipulagi - eða af sömu ástæðu og leyfið var fellt úr gildi síðast. Lúther segir borgina hafa lofað úrbótum í millitíðinni. „Þetta er mjög slæmt af því við vorum lokuð í nærri tvö ár út af sama máli, vegna þess að skipulagið var ófullnægjandi hjá borginni. Það átti að fara í að laga það og við höfum uppfyllt allar kröfur um hljóð og mengun, sem snýr að heilbrigðiseftirliti, og það hefur verið í lagi hjá okkur,“ segir Lúther. „En enn og aftur virðist borgin ekki hafa klárað sína vinnu með fullnægjandi hætti þannig þetta virðist stranda á skipulagsmálum, sem að þeir voru búnir að lofa að væri í lagi og gefa okkur starfsleyfi af því þeir töldu sig vera búnir að laga skipulagið.“ Mikilvægt að fólk sé í skotformi Hann telur málsmeðferðina litaða af fordómum og að sumir séu yfir höfuð á móti skotvöllum. „Eru ekki bara allir byssukallar ljótir? Það er bara eitthvað svoleiðis, þó að menn séua bara að stunda íþróttir.“ Fólk þurfi nú að fara til Keflavíkur eða Þorlákshafnar á skotsvæði og æfi sig þar af leiðandi minna. Bæði þau sem stunda þetta sem íþrótt eða vegna veiða. „Þetta kemur bara niður á hæfni manna til að stunda veiðar. Þetta snýst um að menn séu í þokkalegu skotformi þegar þeir fara til veiða, séu ekki að særa dýr og annað.“ Alexandra Briem, formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur, segir úrskurðinn koma á óvart. Lúther vonar að skipulagið verði uppfært í snatri svo að hægt verði að opna völlinn á ný. „Við viljum fá að opna þetta svæði aftur, fá borgina til að klára skipulagið. Og að þetta sé gert þannig að það sé hægt að hafa völlinn opinn. Ef menn eru ósáttir við svæðið, þá allavega þangað til annað svæði finnst.“ Málið verður skoðað Alexandra Briem, formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar, segir úrskurðinn koma á óvart og að málið verði skoðað. Ráðist hafi verið í breytingar á aðalskipulagi á síðasta kjörtímabili sem hefðu átt að leyfa starfsemi skotsvæðisins og girða fyrir lokun þess. Næstu skref séu að ráðfæra sig við sérfræðinga í skipulagsmálum og skoða hvað þurfi að bæta. Skotíþróttir Skotveiði Reykjavík Deilur um skotsvæðið á Álfsnesi Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Fleiri fréttir „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Sjá meira
Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi ákvörðun Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur frá síðasta sumri um að gefa út starfsleyfi til reksturs skotvallar á Álfsnesi. Svæðinu hefur því þegar verið lokað. „Við fylgjum náttúrulega bara reglum. Um leið og þeir segja loka, þá er lokað,“ segir Lúther Ólason, formaður skotveiðifélags Reykjavíkur og nágrennis. Líkt og eflaust margir aðrir sem nýta svæðið er hann þó verulega ósáttur með niðurstöðuna. Málið á sér langan aðdraganda en svæðinu var fyrst lokað í september 2021 eftir að íbúar í nágrenninu kærðu starfsleyfið og vegna blý- og hávaðamegnunar. Ráðist var í úttektir og mælingar sýndu að röskun af starfseminni væri langt undir öllum viðmiðunarmörkum. Starfsleyfi var því gefið út á ný en nú hefur það aftur verið fellt úr gildi þar sem kærunefndin telur starfsemina ekki í samræmi við landnotkun samkvæmt aðalskipulagi - eða af sömu ástæðu og leyfið var fellt úr gildi síðast. Lúther segir borgina hafa lofað úrbótum í millitíðinni. „Þetta er mjög slæmt af því við vorum lokuð í nærri tvö ár út af sama máli, vegna þess að skipulagið var ófullnægjandi hjá borginni. Það átti að fara í að laga það og við höfum uppfyllt allar kröfur um hljóð og mengun, sem snýr að heilbrigðiseftirliti, og það hefur verið í lagi hjá okkur,“ segir Lúther. „En enn og aftur virðist borgin ekki hafa klárað sína vinnu með fullnægjandi hætti þannig þetta virðist stranda á skipulagsmálum, sem að þeir voru búnir að lofa að væri í lagi og gefa okkur starfsleyfi af því þeir töldu sig vera búnir að laga skipulagið.“ Mikilvægt að fólk sé í skotformi Hann telur málsmeðferðina litaða af fordómum og að sumir séu yfir höfuð á móti skotvöllum. „Eru ekki bara allir byssukallar ljótir? Það er bara eitthvað svoleiðis, þó að menn séua bara að stunda íþróttir.“ Fólk þurfi nú að fara til Keflavíkur eða Þorlákshafnar á skotsvæði og æfi sig þar af leiðandi minna. Bæði þau sem stunda þetta sem íþrótt eða vegna veiða. „Þetta kemur bara niður á hæfni manna til að stunda veiðar. Þetta snýst um að menn séu í þokkalegu skotformi þegar þeir fara til veiða, séu ekki að særa dýr og annað.“ Alexandra Briem, formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur, segir úrskurðinn koma á óvart. Lúther vonar að skipulagið verði uppfært í snatri svo að hægt verði að opna völlinn á ný. „Við viljum fá að opna þetta svæði aftur, fá borgina til að klára skipulagið. Og að þetta sé gert þannig að það sé hægt að hafa völlinn opinn. Ef menn eru ósáttir við svæðið, þá allavega þangað til annað svæði finnst.“ Málið verður skoðað Alexandra Briem, formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar, segir úrskurðinn koma á óvart og að málið verði skoðað. Ráðist hafi verið í breytingar á aðalskipulagi á síðasta kjörtímabili sem hefðu átt að leyfa starfsemi skotsvæðisins og girða fyrir lokun þess. Næstu skref séu að ráðfæra sig við sérfræðinga í skipulagsmálum og skoða hvað þurfi að bæta.
Skotíþróttir Skotveiði Reykjavík Deilur um skotsvæðið á Álfsnesi Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Fleiri fréttir „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Sjá meira