Spennandi 2023: Eurovision í Liverpool, kóngur krýndur í London og miklu skárra jólafrí Atli Ísleifsson skrifar 5. janúar 2023 14:00 Stiklað er á stóru yfir það sem er á döfinni á komandi ári. Karl III verður krýndur konungur, Indland mun taka fram úr Kína sem fjölmennasta ríki heims og kosningar eru fyrirhugaðar víða um heim. Reikna má með að þessi mál verði áberandi í fréttum á árinu sem nú er nýhafið þó að ýmislegt fleira muni að sjálfsögðu einnig bera á góma. Launafólk á Íslandi fær til dæmis töluvert betra jólafrí en á liðnu ári. Vísir hefur tekið saman brot af því markverðasta sem verður á dagskrá árinu 2023 sem er nú gengið í garð. Janúar 5. janúar: Útför Benedikts sextánda páfa gerð frá Páfagarði. 12.-29. janúar: HM í handbolta karla fer fram í Póllandi og Svíþjóð dagana. Ísland er í riðli með Portúgölum, Ungverjum og Suður-Kóreumönnum. 13.-14. janúar: Forsetakosningar í Tékklandi. 30. janúar: 75 ár frá morðinu á Mahatma Gandhi. Febrúar 1. -11. febrúar: Heimsmeistaramót félagsliða í fótbolta karla fer fram í Marokkó. 2. febrúar: Þess verður minnst að áttatíu ár séu liðin frá lokum orrustunnar um Stalíngrad. 12. febrúar: Leikurinn um Ofurskálina, Super Bowl, fer fram í Glendale í Arisóna. 25. febrúar: Forsetakosningar í Nígeríu. Sanna Marin, forsætisráðherra Finnlands, mun reyna að leiða Jafnaðarmannaflokkinn til sigurs í þingkosningunum sem fram fara í Finnlandi í vor.Vísir/Vilhelm Mars 5. mars: Þingkosningar í Eistlandi Apríl Þingkosningar í Finnlandi fara fram í síðasta lagi 2. apríl, en mögulega fyrr, verði ákveðið að rjúfa þing. 8. apríl: Fimmtíu ár liðin frá andláti myndlistarmannsins Pablo Picasso. 9. apríl: Páskadagur. Maí 6. maí: Krýningarathöfn Karls III Bretakonungs í Westminster Abbey í London. 9.-13. maí: Eurovision fer fram í Liverpool í Bretlandi. Tim Davie er framkvæmdastjóri breska ríkisútvarpsins. Eurovision fer fram í Liverpool í maí, þrátt fyrir að Úkraína hafi unnið sigur á síðasta ári.Vísir/Vilhelm Júní 3. júní: Úrslitaleikur Meistaradeildar kvenna í fótbolta fer fram í Eindhoven í Hollandi. 10. júní: Úrslitaleikur Meistaradeildar karla í fótbolta fer fram í Istanbúl í Tyrklandi. 18. júní: Forseta- og þingkosningar fara fram í Tyrklandi. Recep Tayyip Erdoğan forseti mun þar sækjast eftir endurkjöri. Júlí Þingkosningar fara fram í Grikklandi í júlí. 20. júlí: Heimsmeistaramót kvenna í fótbolta hefst í Ástralíu og Nýja-Sjálandi. Opnunarleikurinn verður milli Nýsjálendinga og Norðmanna í Auckland. Mótinu lýkur 20. ágúst með úrslitaleik í Sydney. Tekst bandaríska kvennalandsliðinu að verja heimsmeistaratitilinn á HM í Ástralíu og Nýja-Sjálandi sem hefst í júlí?Getty Ágúst 7. ágúst: Frídagur verslunarmanna. 12. ágúst: Gleðigangan í Reykjavík. 19. ágúst: Menningarnótt í Reykjavík og Reykjavíkurmaraþon. September 2. september: Fimmtíu ár liðin frá andláti rithöfundarins J.R.R. Tolkien. 29. september: Ryder-keppnin í golfi hefst á Marco Simone-vellinum í Róm. Keppni lýkur 1. október. Október Þingkosningar fara fram í Pakistan í október, eða jafnvel fyrr. Þingkosningar fara fram í Úkraínu í október. 16. október: Hundrað ár liðin frá stofnun Disney Brothers Studios. 28. október: Deildarmyrkvi á tungli verður sýnilegur í Evrópu. 29. október: Hundrað á frá stofnun tyrkneska lýðveldisins. Jaroslaw Kaczynski er leiðtogi póska stjórnarflokksins Laga og réttlætis. Þingkosningar fara fram í Póllandi síðla árs.EPA Nóvember 11. nóvember: Þingkosningar fara fram í Póllandi á árinu, í síðasta lagi 11. nóvember. 22. nóvember: Sextíu ár liðin frá morðinu á John F. Kennedy í Dallas. Desember 5. desember: Tíu ár frá andláti Nelson Mandela. 12. desember: Þingkosningar fara fram á Spáni á árinu, í síðasta lagi 12. desember. 24. desember: Aðfangadagur jóla ber niður á sunnudegi að þessu sinni. Fyrir vikið hitta jóladagur, annar í jólum og nýársdag upp á virkum degi sem gefur hinum vinnandi manni töluvert betra jólafrí en á liðnu ári. 27. desember: Hundrað á frá andláti franska verkfræðingsins Gustave Eiffel. Fréttir ársins 2022 Mest lesið Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu Lífið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Hvað þýðir „six-seven“? Lífið Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Bíó og sjónvarp Meðalmennskan plagar Brján Gagnrýni Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Lífið Aldrei of seint að prófa sig áfram Tíska og hönnun Sjóðheitt fyrir snjóstorm Tíska og hönnun Fimm góðar um vonda færð, snjóstorma og ærandi innilokunarkennd Bíó og sjónvarp Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni Sjá meira
Reikna má með að þessi mál verði áberandi í fréttum á árinu sem nú er nýhafið þó að ýmislegt fleira muni að sjálfsögðu einnig bera á góma. Launafólk á Íslandi fær til dæmis töluvert betra jólafrí en á liðnu ári. Vísir hefur tekið saman brot af því markverðasta sem verður á dagskrá árinu 2023 sem er nú gengið í garð. Janúar 5. janúar: Útför Benedikts sextánda páfa gerð frá Páfagarði. 12.-29. janúar: HM í handbolta karla fer fram í Póllandi og Svíþjóð dagana. Ísland er í riðli með Portúgölum, Ungverjum og Suður-Kóreumönnum. 13.-14. janúar: Forsetakosningar í Tékklandi. 30. janúar: 75 ár frá morðinu á Mahatma Gandhi. Febrúar 1. -11. febrúar: Heimsmeistaramót félagsliða í fótbolta karla fer fram í Marokkó. 2. febrúar: Þess verður minnst að áttatíu ár séu liðin frá lokum orrustunnar um Stalíngrad. 12. febrúar: Leikurinn um Ofurskálina, Super Bowl, fer fram í Glendale í Arisóna. 25. febrúar: Forsetakosningar í Nígeríu. Sanna Marin, forsætisráðherra Finnlands, mun reyna að leiða Jafnaðarmannaflokkinn til sigurs í þingkosningunum sem fram fara í Finnlandi í vor.Vísir/Vilhelm Mars 5. mars: Þingkosningar í Eistlandi Apríl Þingkosningar í Finnlandi fara fram í síðasta lagi 2. apríl, en mögulega fyrr, verði ákveðið að rjúfa þing. 8. apríl: Fimmtíu ár liðin frá andláti myndlistarmannsins Pablo Picasso. 9. apríl: Páskadagur. Maí 6. maí: Krýningarathöfn Karls III Bretakonungs í Westminster Abbey í London. 9.-13. maí: Eurovision fer fram í Liverpool í Bretlandi. Tim Davie er framkvæmdastjóri breska ríkisútvarpsins. Eurovision fer fram í Liverpool í maí, þrátt fyrir að Úkraína hafi unnið sigur á síðasta ári.Vísir/Vilhelm Júní 3. júní: Úrslitaleikur Meistaradeildar kvenna í fótbolta fer fram í Eindhoven í Hollandi. 10. júní: Úrslitaleikur Meistaradeildar karla í fótbolta fer fram í Istanbúl í Tyrklandi. 18. júní: Forseta- og þingkosningar fara fram í Tyrklandi. Recep Tayyip Erdoğan forseti mun þar sækjast eftir endurkjöri. Júlí Þingkosningar fara fram í Grikklandi í júlí. 20. júlí: Heimsmeistaramót kvenna í fótbolta hefst í Ástralíu og Nýja-Sjálandi. Opnunarleikurinn verður milli Nýsjálendinga og Norðmanna í Auckland. Mótinu lýkur 20. ágúst með úrslitaleik í Sydney. Tekst bandaríska kvennalandsliðinu að verja heimsmeistaratitilinn á HM í Ástralíu og Nýja-Sjálandi sem hefst í júlí?Getty Ágúst 7. ágúst: Frídagur verslunarmanna. 12. ágúst: Gleðigangan í Reykjavík. 19. ágúst: Menningarnótt í Reykjavík og Reykjavíkurmaraþon. September 2. september: Fimmtíu ár liðin frá andláti rithöfundarins J.R.R. Tolkien. 29. september: Ryder-keppnin í golfi hefst á Marco Simone-vellinum í Róm. Keppni lýkur 1. október. Október Þingkosningar fara fram í Pakistan í október, eða jafnvel fyrr. Þingkosningar fara fram í Úkraínu í október. 16. október: Hundrað ár liðin frá stofnun Disney Brothers Studios. 28. október: Deildarmyrkvi á tungli verður sýnilegur í Evrópu. 29. október: Hundrað á frá stofnun tyrkneska lýðveldisins. Jaroslaw Kaczynski er leiðtogi póska stjórnarflokksins Laga og réttlætis. Þingkosningar fara fram í Póllandi síðla árs.EPA Nóvember 11. nóvember: Þingkosningar fara fram í Póllandi á árinu, í síðasta lagi 11. nóvember. 22. nóvember: Sextíu ár liðin frá morðinu á John F. Kennedy í Dallas. Desember 5. desember: Tíu ár frá andláti Nelson Mandela. 12. desember: Þingkosningar fara fram á Spáni á árinu, í síðasta lagi 12. desember. 24. desember: Aðfangadagur jóla ber niður á sunnudegi að þessu sinni. Fyrir vikið hitta jóladagur, annar í jólum og nýársdag upp á virkum degi sem gefur hinum vinnandi manni töluvert betra jólafrí en á liðnu ári. 27. desember: Hundrað á frá andláti franska verkfræðingsins Gustave Eiffel.
Fréttir ársins 2022 Mest lesið Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu Lífið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Hvað þýðir „six-seven“? Lífið Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Bíó og sjónvarp Meðalmennskan plagar Brján Gagnrýni Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Lífið Aldrei of seint að prófa sig áfram Tíska og hönnun Sjóðheitt fyrir snjóstorm Tíska og hönnun Fimm góðar um vonda færð, snjóstorma og ærandi innilokunarkennd Bíó og sjónvarp Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni Sjá meira