Fimmtíu bestu: Markavél úr Eyjum, Bjarki Sig 2.0 og liðsauki frá Litáen Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 31. janúar 2023 10:00 Leikmennirnir sem enduðu í 45.-41. sæti í valinu á þeim bestu í efstu deild karla í handbolta á þessari öld. grafík/hjalti Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 45.-41. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í handbolta á þessari öld. 45. Hákon Daði Styrmisson Lið: ÍBV, Haukar Staða: Vinstra horn Fæðingarár: 1997 Íslandsmeistari: 2016 Bikarmeistari: 2015, 2020 Deildarmeistari: 2016 Markahæstur í úrslitakeppni: 2016 Leikir í deild: 155 Mörk í deild: 662 Leikir í deild: 33 Mörk í deild: 197 Hákon Daði Styrmisson vakti fyrst athygli í bikarhelginni 2015 þar sem ÍBV stóð uppi sem sigurvegari eins og alltaf þegar liðið spilar í Laugardalshöllinni. Hann hélt svo upp á fasta landið um tímabilið 2015-16 og gekk í raðir Hauka og það reyndist mikið heillaskref fyrir hann. Hákon var fínn í deildarkeppninni en það var bara smá blástur á undan fellibylnum. Hákon var stórkostlegur í úrslitakeppninni og skoraði 94 mörk í tólf leikjum þegar Haukar unnu sinn þrettánda Íslandsmeistaratitil. Hann var aðeins einu marki frá því að jafna metið yfir flest mörk í úrslitakeppni sem þeir Róbert Julian Duranona og Valdimar Grímsson eiga saman. Hákon Daði Styrmisson brosir út að eyrum eftir að hafa gert það sem hann gerir best; skora mörk.vísir/hulda margrét Vorið er tími Hákons en hann var litlu síðri í úrslitakeppninni á sínu síðasta tímabili hér á landi (2020-21). Í fjórum leikjum skoraði hann 37 mörk, eða rúm níu mörk að meðaltali í leik, þegar ÍBV var hársbreidd frá því að komast í úrslit. Hákon hefur alls leikið 33 leiki í úrslitakeppni og skorað í þeim 197 mörk, eða 5,97 mörk að meðaltali í leik, og er einn markahæsti leikmaður í sögu hennar. Sumarið 2021 hélt Hákon til Þýskalands þar sem hann hefur plummað sig vel eftir erfið meiðsli. Enda hefur hann allt það sem hornamaður þarf að hafa; snöggur fram og mikla skottækni og er auk þess pottþétt vítaskytta. 44. Árni Bragi Eyjólfsson Lið: Afturelding, KA Staða: Hægra horn/hægri skytta Fæðingarár: 1994 Silfur: 2015, 2016 Valdimarsbikar: 2021 Besti leikmaður: 2021 Markakóngur í deild: 2021 Leikir í deild: 173 Mörk í deild: 831 Leikir í úrslitakeppni: 31 Mörk í úrslitakeppni: 127 Árni Bragi Eyjólfsson, Bjarki Sigurðsson sinnar kynslóðar, skaust upp á stjörnuhiminn íslenska handboltans tímabilið 2014-15. Nýliðar Aftureldingar enduðu í 2. sæti Olís-deildarinnar, slógu ÍBV út í átta liða úrslitunum og mættu svo ÍR í frábærri rimmu í undanúrslitunum. Úrslitin réðust í oddaleik í Mosfellsbænum þar sem Árni Bragi var hetja heimamanna. Hann jafnaði í 25-25 undir lok venjulegs leiktíma og skoraði svo sigurmark Aftureldingar, 30-29, í framlengingunni. Þetta var kannski eftirminnilegasti leikurinn á ferli Árna Braga en eftirminnilegasta tímabilið var eflaust 2020-21 þegar hann lék með KA. Þá lék ekki nokkur vafi á hver besti leikmaður Olís-deildarinnar var. Árni Bragi Eyjólfsson er hluti af mjög sterkum árgangi leikmanna fæddra 1994 í Aftureldingu.vísir/hulda margrét Það var Árni Bragi og hann sópaði til sín nánast öllum verðlaunum sem hægt var á lokahófi HSÍ. Hann var meðal annars valinn besti leikmaður deildarinnar af leikmönnum og þjálfurum og var markakóngur deildarinnar. Árni Bragi sneri aftur í Mosfellsbæinn eftir draumatímabilið á Akureyri. Síðasta tímabil voru mikil vonbrigði hjá Aftureldingu í vetur hafa þeir rauðu og hvítu verið með læti og eru líklegir til afreka. 43. Alexander Örn Júlíusson Lið: Valur Staða: Vinstri skytta/varnarmaður Fæðingarár: 1994 Íslandsmeistari: 2017, 2021, 2022 Bikarmeistari: 2016, 2017, 2021, 2022 Deildarmeistari: 2020, 2022 Besti varnarmaður: 2018 Leikir í deild: 218 Mörk í deild: 225 Leikir í úrslitakeppni: 51 Mörk í úrslitakeppni: 48 Fljótlega eftir að Alexander Örn Júlíusson kom inn í lið Vals var ljóst að þar væri afburða varnarmaður á ferð. Hann spilaði einhverja sókn fyrstu tímabilin og var alveg slarkfær en varnarleikurinn var alltaf hans ær og kýr. Alexander hefur verið í stóru hlutverki í síðustu þremur Íslandsmeistaraliðum Vals. Í meistaraliðinu 2017 spilaði hann sem bakvörður og átti stóran þátt í að stöðva Einar Rafn Eiðsson í úrslitaeinvíginu. Alexander Örn Júlíusson er kominn í góða æfingu við að lyfta bikarnum.vísir/hulda margrét Alexander var svo áfram prímusmótor í vörn meistaraliðanna 2021 og 2022. Hann er mikill og góður liðsmaður og hefur lagt mikið á sig til að komast þangað sem hann hefur komist. Alexander verður ekki föðurbetrungur í boltanum en er þó búinn að vinna meira en karl faðir sinn. En hann er í andskoti góðu og stóru hlutverki í langbesta liði landsins og fyrirliði þess og það er hægt að hugsa mér margt miklu verra. 42. Andrius Stelmokas Lið: KA Staða: Línumaður Fæðingarár: 1974 Íslandsmeistari: 2002 Bikarmeistari: 2004 Deildarmeistari: 2001 Silfur: 2001 Valdimarsbikar: 2004 Besti leikmaður: 2003 Leikir í deild: 99 Mörk í deild: 545 Leikir í úrslitakeppni: 30 Mörk í úrslitakeppni: 126 KA-menn hafa sjaldnast margt gott um granna sína í Þorpinu að segja. En frá þeim fengu þeir einn besta leikmenn sem hefur spilað í gula og bláa búningnum. Eftir eitt tímabil með Þór gekk lítáíski línumaðurinn Andrius Stelmokas í raðir KA aldamótaárið 2000. Og hann var kletturinn sem þeir byggðu seinna velmegunarskeið sitt á. Tímabilið 2000-01 varð KA deildarmeistari í þriðja sinn og komst í úrslit um Íslandsmeistaratitilinn þar sem liðið tapaði fyrir Haukum í oddaleik. Tímabilið á eftir komst KA aftur í úrslit og fór aftur í oddaleik en vann þar Val, þrátt fyrir að hafa lent 2-0 undir. Stelmokas var næstmarkahæstur KA-manna í úrslitaeinvíginu með 21 mark úr aðeins 28 skotum. KA varð svo bikarmeistari í þriðja sinn 2004 eftir öruggan sigur á Fram í úrslitaleik. Andrius Stelmokas laumar sér á milli Sigfúsar Sigurðssonar og Bjarka Sigurðssonar í úrslitaeinvígi KA og Vals 2002.þórir tryggvason Þegar Stelmokas kvaddi KA vorið 2004 hafði hann því unnið þrjá stóra titla með liðinu og komið sér í goðsagna tölu hjá stuðningsmönnum liðsins. Hann var frábær varnarmaður og einn albesti línumaður sem hefur leikið hér á landi. Ekki mesti hæfileikamaðurinn en vann það upp með dugnaði, krafti, baráttu og leiklestri. Aðrir en KA-menn gerðu sér líka grein fyrir hversu góður Stelmokas var. Til marks um það völdu leikmenn hann bestan í deildinni 2003 og þjálfarar árið eftir. 41. Giedrius Morkunas Lið: Haukar Staða: Markvörður Fæðingarár: 1987 Íslandsmeistari: 2015, 2016 Bikarmeistari: 2014 Deildarmeistari: 2013, 2014, 2016 Silfur: 2013, 2014 Valdimarsbikar: 2015 Besti markvörður: 2016 Leikir í deild: 117 Mörk í deild: 11 Leikir í úrslitakeppni: 41 Mörk í úrslitakeppni: 1 Það fór ekki mikið fyrir því þegar Haukar fengu 25 ára markvörð frá Litáen fyrir tímabilið 2012-13. Þetta var Giedrius Morkunas og þetta reyndust ein bestu félagaskipti í sögu Hauka. Morkunas var varamarkvörður fyrir Aron Rafn Eðvarðsson fyrsta tímabil sitt á Ásvöllum en tók svo við aðalmarkvarðarstöðunni 2013 og hélt henni þar til hann hélt af landi brott 2017 og gekk í raðir Riihimäki Cocks í Finnlandi. Morkunas var magnaður í úrslitakeppninni 2014 og 2015. Fyrra tímabilið var hann með 41,1 prósent hlutfallsmarkvörslu. Í úrslitaeinvíginu gegn ÍBV var hlutfallsvarsla Morkunas 45,6 prósent sem er fáránlega góð tölfræði. Það dugði Haukum þó ekki til að verða meistarar. Giedrius Morkunas varð tvívegis Íslandsmeistari með Haukum.vísir/vilhelm Það breyttist tímabilið eftir þar sem Haukar unnu alla átta leiki sína í úrslitakeppninni. Morkunas var frábær eins og tímabilið á undan og var með 45 prósent hlutfallsvörslu í átta leikjum í úrslitakeppninni. Morkunas var verðskuldað valinn besti markvörður deildarinnar 2015. Haukar vörðu titilinn árið eftir en Morkunas náði þá ekki alveg sömu hæðum enda erfitt að viðhalda sama árangri og árin tvö á undan. Hann var samt í kringum fjörutíu prósentin. Alls lék Morkunas með Haukum í fimm tímabil. Á þeim unnu þeir sex stóra titla og Morkunas átti ekki lítinn þátt í því. Hann var sannkallaður Goggi mega í Haukabúningnum. Olís-deild karla 50 bestu Tengdar fréttir Fimmtíu bestu: 50.-46. sæti Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 50.-46. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í handbolta á þessari öld. 30. janúar 2023 10:01 Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Golf Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Sport Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Fleiri fréttir Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Sjá meira
45. Hákon Daði Styrmisson Lið: ÍBV, Haukar Staða: Vinstra horn Fæðingarár: 1997 Íslandsmeistari: 2016 Bikarmeistari: 2015, 2020 Deildarmeistari: 2016 Markahæstur í úrslitakeppni: 2016 Leikir í deild: 155 Mörk í deild: 662 Leikir í deild: 33 Mörk í deild: 197 Hákon Daði Styrmisson vakti fyrst athygli í bikarhelginni 2015 þar sem ÍBV stóð uppi sem sigurvegari eins og alltaf þegar liðið spilar í Laugardalshöllinni. Hann hélt svo upp á fasta landið um tímabilið 2015-16 og gekk í raðir Hauka og það reyndist mikið heillaskref fyrir hann. Hákon var fínn í deildarkeppninni en það var bara smá blástur á undan fellibylnum. Hákon var stórkostlegur í úrslitakeppninni og skoraði 94 mörk í tólf leikjum þegar Haukar unnu sinn þrettánda Íslandsmeistaratitil. Hann var aðeins einu marki frá því að jafna metið yfir flest mörk í úrslitakeppni sem þeir Róbert Julian Duranona og Valdimar Grímsson eiga saman. Hákon Daði Styrmisson brosir út að eyrum eftir að hafa gert það sem hann gerir best; skora mörk.vísir/hulda margrét Vorið er tími Hákons en hann var litlu síðri í úrslitakeppninni á sínu síðasta tímabili hér á landi (2020-21). Í fjórum leikjum skoraði hann 37 mörk, eða rúm níu mörk að meðaltali í leik, þegar ÍBV var hársbreidd frá því að komast í úrslit. Hákon hefur alls leikið 33 leiki í úrslitakeppni og skorað í þeim 197 mörk, eða 5,97 mörk að meðaltali í leik, og er einn markahæsti leikmaður í sögu hennar. Sumarið 2021 hélt Hákon til Þýskalands þar sem hann hefur plummað sig vel eftir erfið meiðsli. Enda hefur hann allt það sem hornamaður þarf að hafa; snöggur fram og mikla skottækni og er auk þess pottþétt vítaskytta. 44. Árni Bragi Eyjólfsson Lið: Afturelding, KA Staða: Hægra horn/hægri skytta Fæðingarár: 1994 Silfur: 2015, 2016 Valdimarsbikar: 2021 Besti leikmaður: 2021 Markakóngur í deild: 2021 Leikir í deild: 173 Mörk í deild: 831 Leikir í úrslitakeppni: 31 Mörk í úrslitakeppni: 127 Árni Bragi Eyjólfsson, Bjarki Sigurðsson sinnar kynslóðar, skaust upp á stjörnuhiminn íslenska handboltans tímabilið 2014-15. Nýliðar Aftureldingar enduðu í 2. sæti Olís-deildarinnar, slógu ÍBV út í átta liða úrslitunum og mættu svo ÍR í frábærri rimmu í undanúrslitunum. Úrslitin réðust í oddaleik í Mosfellsbænum þar sem Árni Bragi var hetja heimamanna. Hann jafnaði í 25-25 undir lok venjulegs leiktíma og skoraði svo sigurmark Aftureldingar, 30-29, í framlengingunni. Þetta var kannski eftirminnilegasti leikurinn á ferli Árna Braga en eftirminnilegasta tímabilið var eflaust 2020-21 þegar hann lék með KA. Þá lék ekki nokkur vafi á hver besti leikmaður Olís-deildarinnar var. Árni Bragi Eyjólfsson er hluti af mjög sterkum árgangi leikmanna fæddra 1994 í Aftureldingu.vísir/hulda margrét Það var Árni Bragi og hann sópaði til sín nánast öllum verðlaunum sem hægt var á lokahófi HSÍ. Hann var meðal annars valinn besti leikmaður deildarinnar af leikmönnum og þjálfurum og var markakóngur deildarinnar. Árni Bragi sneri aftur í Mosfellsbæinn eftir draumatímabilið á Akureyri. Síðasta tímabil voru mikil vonbrigði hjá Aftureldingu í vetur hafa þeir rauðu og hvítu verið með læti og eru líklegir til afreka. 43. Alexander Örn Júlíusson Lið: Valur Staða: Vinstri skytta/varnarmaður Fæðingarár: 1994 Íslandsmeistari: 2017, 2021, 2022 Bikarmeistari: 2016, 2017, 2021, 2022 Deildarmeistari: 2020, 2022 Besti varnarmaður: 2018 Leikir í deild: 218 Mörk í deild: 225 Leikir í úrslitakeppni: 51 Mörk í úrslitakeppni: 48 Fljótlega eftir að Alexander Örn Júlíusson kom inn í lið Vals var ljóst að þar væri afburða varnarmaður á ferð. Hann spilaði einhverja sókn fyrstu tímabilin og var alveg slarkfær en varnarleikurinn var alltaf hans ær og kýr. Alexander hefur verið í stóru hlutverki í síðustu þremur Íslandsmeistaraliðum Vals. Í meistaraliðinu 2017 spilaði hann sem bakvörður og átti stóran þátt í að stöðva Einar Rafn Eiðsson í úrslitaeinvíginu. Alexander Örn Júlíusson er kominn í góða æfingu við að lyfta bikarnum.vísir/hulda margrét Alexander var svo áfram prímusmótor í vörn meistaraliðanna 2021 og 2022. Hann er mikill og góður liðsmaður og hefur lagt mikið á sig til að komast þangað sem hann hefur komist. Alexander verður ekki föðurbetrungur í boltanum en er þó búinn að vinna meira en karl faðir sinn. En hann er í andskoti góðu og stóru hlutverki í langbesta liði landsins og fyrirliði þess og það er hægt að hugsa mér margt miklu verra. 42. Andrius Stelmokas Lið: KA Staða: Línumaður Fæðingarár: 1974 Íslandsmeistari: 2002 Bikarmeistari: 2004 Deildarmeistari: 2001 Silfur: 2001 Valdimarsbikar: 2004 Besti leikmaður: 2003 Leikir í deild: 99 Mörk í deild: 545 Leikir í úrslitakeppni: 30 Mörk í úrslitakeppni: 126 KA-menn hafa sjaldnast margt gott um granna sína í Þorpinu að segja. En frá þeim fengu þeir einn besta leikmenn sem hefur spilað í gula og bláa búningnum. Eftir eitt tímabil með Þór gekk lítáíski línumaðurinn Andrius Stelmokas í raðir KA aldamótaárið 2000. Og hann var kletturinn sem þeir byggðu seinna velmegunarskeið sitt á. Tímabilið 2000-01 varð KA deildarmeistari í þriðja sinn og komst í úrslit um Íslandsmeistaratitilinn þar sem liðið tapaði fyrir Haukum í oddaleik. Tímabilið á eftir komst KA aftur í úrslit og fór aftur í oddaleik en vann þar Val, þrátt fyrir að hafa lent 2-0 undir. Stelmokas var næstmarkahæstur KA-manna í úrslitaeinvíginu með 21 mark úr aðeins 28 skotum. KA varð svo bikarmeistari í þriðja sinn 2004 eftir öruggan sigur á Fram í úrslitaleik. Andrius Stelmokas laumar sér á milli Sigfúsar Sigurðssonar og Bjarka Sigurðssonar í úrslitaeinvígi KA og Vals 2002.þórir tryggvason Þegar Stelmokas kvaddi KA vorið 2004 hafði hann því unnið þrjá stóra titla með liðinu og komið sér í goðsagna tölu hjá stuðningsmönnum liðsins. Hann var frábær varnarmaður og einn albesti línumaður sem hefur leikið hér á landi. Ekki mesti hæfileikamaðurinn en vann það upp með dugnaði, krafti, baráttu og leiklestri. Aðrir en KA-menn gerðu sér líka grein fyrir hversu góður Stelmokas var. Til marks um það völdu leikmenn hann bestan í deildinni 2003 og þjálfarar árið eftir. 41. Giedrius Morkunas Lið: Haukar Staða: Markvörður Fæðingarár: 1987 Íslandsmeistari: 2015, 2016 Bikarmeistari: 2014 Deildarmeistari: 2013, 2014, 2016 Silfur: 2013, 2014 Valdimarsbikar: 2015 Besti markvörður: 2016 Leikir í deild: 117 Mörk í deild: 11 Leikir í úrslitakeppni: 41 Mörk í úrslitakeppni: 1 Það fór ekki mikið fyrir því þegar Haukar fengu 25 ára markvörð frá Litáen fyrir tímabilið 2012-13. Þetta var Giedrius Morkunas og þetta reyndust ein bestu félagaskipti í sögu Hauka. Morkunas var varamarkvörður fyrir Aron Rafn Eðvarðsson fyrsta tímabil sitt á Ásvöllum en tók svo við aðalmarkvarðarstöðunni 2013 og hélt henni þar til hann hélt af landi brott 2017 og gekk í raðir Riihimäki Cocks í Finnlandi. Morkunas var magnaður í úrslitakeppninni 2014 og 2015. Fyrra tímabilið var hann með 41,1 prósent hlutfallsmarkvörslu. Í úrslitaeinvíginu gegn ÍBV var hlutfallsvarsla Morkunas 45,6 prósent sem er fáránlega góð tölfræði. Það dugði Haukum þó ekki til að verða meistarar. Giedrius Morkunas varð tvívegis Íslandsmeistari með Haukum.vísir/vilhelm Það breyttist tímabilið eftir þar sem Haukar unnu alla átta leiki sína í úrslitakeppninni. Morkunas var frábær eins og tímabilið á undan og var með 45 prósent hlutfallsvörslu í átta leikjum í úrslitakeppninni. Morkunas var verðskuldað valinn besti markvörður deildarinnar 2015. Haukar vörðu titilinn árið eftir en Morkunas náði þá ekki alveg sömu hæðum enda erfitt að viðhalda sama árangri og árin tvö á undan. Hann var samt í kringum fjörutíu prósentin. Alls lék Morkunas með Haukum í fimm tímabil. Á þeim unnu þeir sex stóra titla og Morkunas átti ekki lítinn þátt í því. Hann var sannkallaður Goggi mega í Haukabúningnum.
Lið: ÍBV, Haukar Staða: Vinstra horn Fæðingarár: 1997 Íslandsmeistari: 2016 Bikarmeistari: 2015, 2020 Deildarmeistari: 2016 Markahæstur í úrslitakeppni: 2016 Leikir í deild: 155 Mörk í deild: 662 Leikir í deild: 33 Mörk í deild: 197
Lið: Afturelding, KA Staða: Hægra horn/hægri skytta Fæðingarár: 1994 Silfur: 2015, 2016 Valdimarsbikar: 2021 Besti leikmaður: 2021 Markakóngur í deild: 2021 Leikir í deild: 173 Mörk í deild: 831 Leikir í úrslitakeppni: 31 Mörk í úrslitakeppni: 127
Lið: Valur Staða: Vinstri skytta/varnarmaður Fæðingarár: 1994 Íslandsmeistari: 2017, 2021, 2022 Bikarmeistari: 2016, 2017, 2021, 2022 Deildarmeistari: 2020, 2022 Besti varnarmaður: 2018 Leikir í deild: 218 Mörk í deild: 225 Leikir í úrslitakeppni: 51 Mörk í úrslitakeppni: 48
Lið: KA Staða: Línumaður Fæðingarár: 1974 Íslandsmeistari: 2002 Bikarmeistari: 2004 Deildarmeistari: 2001 Silfur: 2001 Valdimarsbikar: 2004 Besti leikmaður: 2003 Leikir í deild: 99 Mörk í deild: 545 Leikir í úrslitakeppni: 30 Mörk í úrslitakeppni: 126
Lið: Haukar Staða: Markvörður Fæðingarár: 1987 Íslandsmeistari: 2015, 2016 Bikarmeistari: 2014 Deildarmeistari: 2013, 2014, 2016 Silfur: 2013, 2014 Valdimarsbikar: 2015 Besti markvörður: 2016 Leikir í deild: 117 Mörk í deild: 11 Leikir í úrslitakeppni: 41 Mörk í úrslitakeppni: 1
Olís-deild karla 50 bestu Tengdar fréttir Fimmtíu bestu: 50.-46. sæti Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 50.-46. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í handbolta á þessari öld. 30. janúar 2023 10:01 Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Golf Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Sport Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Fleiri fréttir Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Sjá meira
Fimmtíu bestu: 50.-46. sæti Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 50.-46. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í handbolta á þessari öld. 30. janúar 2023 10:01