„Fólkið fyrst svo allt hitt“ Kristín Ólafsdóttir og Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifa 4. janúar 2023 21:38 Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks fólksins kallaði eftir neyðarfundi. Stöð 2/Sigurjón Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks fólksins kallaði fyrr í dag eftir neyðarfundi hjá velferðarnefnd vegna ástandsins sem myndast hefur á bráðamóttöku Landspítalans. Hann segir nauðsynlegt að gera eitthvað í málunum. Sex alvarleg atvik á bráðamóttöku voru tilkynnt til landlæknis árið 2022. Karlmaður sem sendur var heim af bráðamóttöku lést á milli jóla og nýárs og er atvikið nú til skoðunar. Bráðalæknir sem lét af störfum þar á dögunum segir stríðsástand ríkja. Guðmundur segir fregnir af manninum sem lést hafa fengið hann til þess að senda út neyðarkall vegna ástandsins. „Það þarf mikið til þess að gera mig reiðan en þetta gerði mig reiðan, svolítið persónulegt, en ég vill fá neyðarfund hjá velferðarnefnd. Fyrsti fundur velferðarnefndar eftir jólafrí verður um þetta mál. Við verðum að gera eitthvað hérna,“ segir Guðmundur en staðan sé orðin verri á bráðamóttökunni en hún var fyrir þrjátíu árum síðan. Hann segir bráðamóttökuna vera yfirfulla á meðan undirmönnun ríki sem sé skaðleg fyrir starfsfólk spítalans. Fólk einfaldlega brenni upp andlega og líkamlega. „Þetta verðum við að bæta. Við verðum að hætta að tala um nefndir og fara að gera eitthvað í málunum.“ Neyðarfundur í velferðarnefnd, hverju getur hann skilað í þessu? „Ja, hann getur þá alla vega fengið upplýsingar um hvað er í gangi hérna. Það er alltaf verið að tala um að það sé undirmannað. Hjúkrunarfræðingar eru búnir að segja hérna upp, læknar eru búnir að segja hérna upp. Við erum með þúsund hjúkrunarfræðinga sem eru að vinna við eitthvað annað,“ segir Guðmundur. Nauðsynlegt sé að byggð sé upp mannsæmandi vinnuaðstaða fyrir starfsfólk, bæta launin og fá það til baka á spítalann. „Við verðum að hætta að tala um að það skorti fjármuni, fólkið fyrst svo allt hitt,“ segir Guðmundur að lokum. Viðtalið við Guðmund má sjá hér að ofan í heild sinni og hefst það á 02:05. Heilbrigðismál Landspítalinn Flokkur fólksins Tengdar fréttir Úr slæmu ástandi í enn verra Stríðsástand ríkir á bráðamóttöku Landspítalans, að mati læknis sem lét þar af störfum um áramótin vegna óboðlegs starfsumhverfis. Ástandið hafi hríðversnað síðustu tvö ár og hann hafi á tímabili þurft að vinna á við þrjá. Mildi þykir að starfsfólk hafi fengið rúman tíma til undirbúnings þegar alvarlegt slys varð á Suðurlandsvegi í gær. 4. janúar 2023 19:00 Lést eftir útskrift frá bráðamóttöku Tæplega sextugur maður lést stuttu eftir að hann var útskrifaður af bráðamóttöku milli jóla og nýárs. Málið hefur verið tilkynnt til bæði Landlæknis og lögreglu og rannsakað sem alvarlegt atvik. 4. janúar 2023 13:14 „Nú gefst ég upp“ Eggert Eyjólfsson bráðalæknir sagði upp á bráðamóttöku Landspítalans í haust og lauk sinni síðustu vakt fyrir áramót. Eggert segir ástæðuna fyrir uppsögninni vera einfalda: starfsaðstæður eru óboðlegar og stjórnvöld skeyta engu um margítrekaðar beiðnir um auknar fjárveitingar. Hann telur öryggi sjúklinga ógnað. 3. janúar 2023 20:20 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Fleiri fréttir Rafmennt í samstarf og skólastjóri bjartsýnn um framhaldið Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Sjá meira
Sex alvarleg atvik á bráðamóttöku voru tilkynnt til landlæknis árið 2022. Karlmaður sem sendur var heim af bráðamóttöku lést á milli jóla og nýárs og er atvikið nú til skoðunar. Bráðalæknir sem lét af störfum þar á dögunum segir stríðsástand ríkja. Guðmundur segir fregnir af manninum sem lést hafa fengið hann til þess að senda út neyðarkall vegna ástandsins. „Það þarf mikið til þess að gera mig reiðan en þetta gerði mig reiðan, svolítið persónulegt, en ég vill fá neyðarfund hjá velferðarnefnd. Fyrsti fundur velferðarnefndar eftir jólafrí verður um þetta mál. Við verðum að gera eitthvað hérna,“ segir Guðmundur en staðan sé orðin verri á bráðamóttökunni en hún var fyrir þrjátíu árum síðan. Hann segir bráðamóttökuna vera yfirfulla á meðan undirmönnun ríki sem sé skaðleg fyrir starfsfólk spítalans. Fólk einfaldlega brenni upp andlega og líkamlega. „Þetta verðum við að bæta. Við verðum að hætta að tala um nefndir og fara að gera eitthvað í málunum.“ Neyðarfundur í velferðarnefnd, hverju getur hann skilað í þessu? „Ja, hann getur þá alla vega fengið upplýsingar um hvað er í gangi hérna. Það er alltaf verið að tala um að það sé undirmannað. Hjúkrunarfræðingar eru búnir að segja hérna upp, læknar eru búnir að segja hérna upp. Við erum með þúsund hjúkrunarfræðinga sem eru að vinna við eitthvað annað,“ segir Guðmundur. Nauðsynlegt sé að byggð sé upp mannsæmandi vinnuaðstaða fyrir starfsfólk, bæta launin og fá það til baka á spítalann. „Við verðum að hætta að tala um að það skorti fjármuni, fólkið fyrst svo allt hitt,“ segir Guðmundur að lokum. Viðtalið við Guðmund má sjá hér að ofan í heild sinni og hefst það á 02:05.
Heilbrigðismál Landspítalinn Flokkur fólksins Tengdar fréttir Úr slæmu ástandi í enn verra Stríðsástand ríkir á bráðamóttöku Landspítalans, að mati læknis sem lét þar af störfum um áramótin vegna óboðlegs starfsumhverfis. Ástandið hafi hríðversnað síðustu tvö ár og hann hafi á tímabili þurft að vinna á við þrjá. Mildi þykir að starfsfólk hafi fengið rúman tíma til undirbúnings þegar alvarlegt slys varð á Suðurlandsvegi í gær. 4. janúar 2023 19:00 Lést eftir útskrift frá bráðamóttöku Tæplega sextugur maður lést stuttu eftir að hann var útskrifaður af bráðamóttöku milli jóla og nýárs. Málið hefur verið tilkynnt til bæði Landlæknis og lögreglu og rannsakað sem alvarlegt atvik. 4. janúar 2023 13:14 „Nú gefst ég upp“ Eggert Eyjólfsson bráðalæknir sagði upp á bráðamóttöku Landspítalans í haust og lauk sinni síðustu vakt fyrir áramót. Eggert segir ástæðuna fyrir uppsögninni vera einfalda: starfsaðstæður eru óboðlegar og stjórnvöld skeyta engu um margítrekaðar beiðnir um auknar fjárveitingar. Hann telur öryggi sjúklinga ógnað. 3. janúar 2023 20:20 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Fleiri fréttir Rafmennt í samstarf og skólastjóri bjartsýnn um framhaldið Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Sjá meira
Úr slæmu ástandi í enn verra Stríðsástand ríkir á bráðamóttöku Landspítalans, að mati læknis sem lét þar af störfum um áramótin vegna óboðlegs starfsumhverfis. Ástandið hafi hríðversnað síðustu tvö ár og hann hafi á tímabili þurft að vinna á við þrjá. Mildi þykir að starfsfólk hafi fengið rúman tíma til undirbúnings þegar alvarlegt slys varð á Suðurlandsvegi í gær. 4. janúar 2023 19:00
Lést eftir útskrift frá bráðamóttöku Tæplega sextugur maður lést stuttu eftir að hann var útskrifaður af bráðamóttöku milli jóla og nýárs. Málið hefur verið tilkynnt til bæði Landlæknis og lögreglu og rannsakað sem alvarlegt atvik. 4. janúar 2023 13:14
„Nú gefst ég upp“ Eggert Eyjólfsson bráðalæknir sagði upp á bráðamóttöku Landspítalans í haust og lauk sinni síðustu vakt fyrir áramót. Eggert segir ástæðuna fyrir uppsögninni vera einfalda: starfsaðstæður eru óboðlegar og stjórnvöld skeyta engu um margítrekaðar beiðnir um auknar fjárveitingar. Hann telur öryggi sjúklinga ógnað. 3. janúar 2023 20:20