Þorleifur: Mér fannst eiginlega galið hvað ég var ósáttur með mikið í hálfleik en við vorum samt að spila vel Siggeir Ævarsson skrifar 4. janúar 2023 21:36 Þorleifur Ólafsson, þjálfari Grindavíkur. Vísir/Vilhelm Grindavík vann nokkuð öruggan sigur á Fjölni í Subway-deild kvenna í kvöld. Eftir frekar jafnan fyrri hálfleik keyrðu Grindvíkingar hreinlega yfir gestina og munurinn orðinn 30 stig þegar mest var. Þessi leikur var eiginlega bara búinn í þriðja leikhluta. „Já ég er sammála því, við vorum virkilega góðar. Mér fannst eiginlega galið hvað ég var ósattur með mikið í hálfleik en við vorum samt að spila vel. Margt sem gekk betur í seinni og í þriðja var þetta flott. Verst með þessar síðustu fimm mínútur í fjórða en annars bara frábær leikur,“ sagði Þorleifur Ólafsson þjálfari Grindavíkur í samtali við Vísi eftir leikinn í kvöld. Þessar síðustu mínútur keyrðu Fjölniskonur á byrjunarliðinu sínu og settu 5 þrista í röð, á meðan reynsluminni leikmenn Grindavíkur fengu sénsinn og nokkrar mínútur í sarpinn. Það voru greinilega ólíkar áherslur hjá þjálfurunum í kvöld. „Já það er hennar ákvörðun en ég var að reyna að koma fleirum inná. Gat það þó ekki alveg þegar þær ná þessu niður í 15 stig. Tók ekki sénsinn á því og tók leikhlé og sem betur fer kláruðum við þetta flott.“ Varnarleikur Grindvíkinga var að sjá þéttur í kvöld, þær léku stíft og gerðu Fjölniskonum erfitt fyrir án þess að senda þær mikið á vítalínuna. Lalli sá þetta þó ekki með sömu augum, mistökin voru of mörg að hans mati. „Ég var hundfúll með vörnina. Eigum við ekki að segja bara frekar að Fjölnir hafi hitt illa? Sóknarlega vorum við frábærar og pikkuðum þetta upp varnarlega góðan part af leiknum og vorum alveg mættar. En það komu margir alltof slæmir kaflar varnarlega, við vorum að tala illa og illa staðsettar. Við erum að vinna mikið í því en það er svona smá ruglingur í gangi. En þetta var bara flott.“ Grindvíkingar náðu með þessum sigri að slíta sig aðeins frá neðri parti deildarinnar og eiga tvo sigra á Fjölni sem sitja í sætinu fyrir neðan. En það er brekka upp í efri part deildarinnar og sæti í úrslitakeppninni. „Já það er það, klárlega. Við verðum að fara að vinna liðin fyrir ofan okkur ef við ætlum að komast þangað. Vonandi fer það að ganga bara fljótlega.“ Subway-deild kvenna Grindavík Fjölnir Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Fjölnir 94-79 | Þægilegur Grindavíkursigur Grindavík vann þægilegan sigur á Fjölni í Subway-deild kvenna í körfuknattleik í kvöld. Heimastúlkur náðu mest þrjátíu stiga forskoti og unnu að lokum 94-79 sigur. 4. janúar 2023 19:58 Mest lesið Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Körfubolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sport Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Körfubolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Fleiri fréttir „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Sjá meira
„Já ég er sammála því, við vorum virkilega góðar. Mér fannst eiginlega galið hvað ég var ósattur með mikið í hálfleik en við vorum samt að spila vel. Margt sem gekk betur í seinni og í þriðja var þetta flott. Verst með þessar síðustu fimm mínútur í fjórða en annars bara frábær leikur,“ sagði Þorleifur Ólafsson þjálfari Grindavíkur í samtali við Vísi eftir leikinn í kvöld. Þessar síðustu mínútur keyrðu Fjölniskonur á byrjunarliðinu sínu og settu 5 þrista í röð, á meðan reynsluminni leikmenn Grindavíkur fengu sénsinn og nokkrar mínútur í sarpinn. Það voru greinilega ólíkar áherslur hjá þjálfurunum í kvöld. „Já það er hennar ákvörðun en ég var að reyna að koma fleirum inná. Gat það þó ekki alveg þegar þær ná þessu niður í 15 stig. Tók ekki sénsinn á því og tók leikhlé og sem betur fer kláruðum við þetta flott.“ Varnarleikur Grindvíkinga var að sjá þéttur í kvöld, þær léku stíft og gerðu Fjölniskonum erfitt fyrir án þess að senda þær mikið á vítalínuna. Lalli sá þetta þó ekki með sömu augum, mistökin voru of mörg að hans mati. „Ég var hundfúll með vörnina. Eigum við ekki að segja bara frekar að Fjölnir hafi hitt illa? Sóknarlega vorum við frábærar og pikkuðum þetta upp varnarlega góðan part af leiknum og vorum alveg mættar. En það komu margir alltof slæmir kaflar varnarlega, við vorum að tala illa og illa staðsettar. Við erum að vinna mikið í því en það er svona smá ruglingur í gangi. En þetta var bara flott.“ Grindvíkingar náðu með þessum sigri að slíta sig aðeins frá neðri parti deildarinnar og eiga tvo sigra á Fjölni sem sitja í sætinu fyrir neðan. En það er brekka upp í efri part deildarinnar og sæti í úrslitakeppninni. „Já það er það, klárlega. Við verðum að fara að vinna liðin fyrir ofan okkur ef við ætlum að komast þangað. Vonandi fer það að ganga bara fljótlega.“
Subway-deild kvenna Grindavík Fjölnir Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Fjölnir 94-79 | Þægilegur Grindavíkursigur Grindavík vann þægilegan sigur á Fjölni í Subway-deild kvenna í körfuknattleik í kvöld. Heimastúlkur náðu mest þrjátíu stiga forskoti og unnu að lokum 94-79 sigur. 4. janúar 2023 19:58 Mest lesið Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Körfubolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sport Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Körfubolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Fleiri fréttir „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Fjölnir 94-79 | Þægilegur Grindavíkursigur Grindavík vann þægilegan sigur á Fjölni í Subway-deild kvenna í körfuknattleik í kvöld. Heimastúlkur náðu mest þrjátíu stiga forskoti og unnu að lokum 94-79 sigur. 4. janúar 2023 19:58