Rúnar Ingi: Ég þarf að vera betri í að sýna þeim þær lausnir sem þær eiga að geta fundið á vellinum Jakob Snævar Ólafsson skrifar 4. janúar 2023 23:40 Rúnar Ingi Erlingssson Vísir/Bára Rúnar Ingi Erlingsson þjálfari liðs Njarðvíkur í Subway deild kvenna í körfubolta var skiljanlega ósáttur með að hafa tapað með ellefu stigum, 78-67, fyrir Keflavík í leik liðanna fyrr í kvöld eftir að hans lið leiddi í hálfleik með tólf stigum 24-36. Rúnar Ingi vildi helst ljúka viðtali við blaðamann Vísis sem fyrst svo hann kæmist inn í búningsklefa til að ræða við sína leikmenn. Þegar hann var spurður hvernig viðsnúningurinn í seinni hálfleik og hálfgert hrun í leik hans liðs, eftir góða frammistöðu í fyrri hálfleik, horfði við honum svaraði hann því fyrst til að hans lið hefði sýnt fínan leik í fyrri hálfleik en ekki beinlínis frábæran. „Við héldum Keflavík í skefjum en Keflavík voru líka bara lélegar. En um leið og þær fara í einn tveir einn svæðisvörn og auka læti sem við vitum að þær gera þá förum við bara að taka röð lélegra ákvarðana. Við erum bara að velja vitlausar sendingar aftur og aftur.“ „Þessi svæðisvörn það er mikill hamagangur, þetta er mjög villt. En þú getur leikandi spilað í gegnum hana ef þú ert yfirvegaður. Við tökum þrjú leikhlé til að reyna að sýna leikmönnum þær lausnir sem eru í boði, á hvaða staði við viljum leita.“ Rúnari fannst skorta á kjark, þor, hugrekki og ákvarðanatöku hjá sínum leikmönnum í seinni hálfleik. Hann sagði að mögulegt hefði verið að bregðast við vörn Keflvíkinga með einföldum sendingum, sjá þannig hvernig vörn þeirra hreyfði sig og finna með þeim hætti betur opin skot. Honum fannst sitt lið ekki hafa náð að fylgja þessari leið í síðari hálfleik. Eftir þetta tap er Njarðvík enn í fjórða sæti deildarinnar og nú átta stigum á eftir Val sem er í þriðja sæti. Möguleikarnir til að komast ofar í deildinni virðast því litlir og um leið að ná heimavallarrétti í úrslitakeppninni. Rúnari finnst það ekkert stórmál þótt honum þætti betra að eiga þessa möguleika en var ekki sammála blaðamanni um að þeir væru fyrir bí. Njarðvíkurliðið ætlaði sér að halda áfram að keppast um að ná því. „Það eru þrettán leikir eftir. En þetta skiptir ekki öllu máli. Þetta eru ekki löng ferðalög í úrslitakeppninni. Við sýndum það í fyrra. Við enduðum í fjórða sæti og urðum Íslandsmeistarar. Það er kannski ekki stærsta atriðið þó okkur líði alveg vel heima.“ „Það er mun stærra atriði að við finnum einhvern karakter þegar á móti blæs. Það er mun stærra atriði að við förum að taka betri ákvarðanir og lærum af mistökunum okkar og höldum haus. Það er bara miklu stærra atriði en einhver heimavöllur, þriðja sæti eða fjórða. Mér er bara eiginlega alveg sama. Við þurfum að vera betri í körfubolta. Ég þarf að vera betri í að sýna þeim þær lausnir sem þær eiga að geta fundið á vellinum. Við erum eitt lið. Við þurfum bara öll að vera betri og höldum því áfram.“ Rúnar er mjög sáttur við að næsti leikur Njarðvíkinga sé eftir tvær vikur. „Það er bara frábært. Ég er mjög spenntur og ánægður að það séu tvær vikur. Núna getum við farið að hamast inn í sal og farið að spila vörn á æfingum eins og Keflavík gerði á okkur í kvöld. Þá kannski venjumst við því og mætum tilbúnari í næsta leik,“ sagði Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari kvennaliðs Njarðvíkur, að lokum. Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Keflavík ÍF Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Fótbolti Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Fótbolti Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Enski boltinn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Fleiri fréttir Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Sjá meira
Rúnar Ingi vildi helst ljúka viðtali við blaðamann Vísis sem fyrst svo hann kæmist inn í búningsklefa til að ræða við sína leikmenn. Þegar hann var spurður hvernig viðsnúningurinn í seinni hálfleik og hálfgert hrun í leik hans liðs, eftir góða frammistöðu í fyrri hálfleik, horfði við honum svaraði hann því fyrst til að hans lið hefði sýnt fínan leik í fyrri hálfleik en ekki beinlínis frábæran. „Við héldum Keflavík í skefjum en Keflavík voru líka bara lélegar. En um leið og þær fara í einn tveir einn svæðisvörn og auka læti sem við vitum að þær gera þá förum við bara að taka röð lélegra ákvarðana. Við erum bara að velja vitlausar sendingar aftur og aftur.“ „Þessi svæðisvörn það er mikill hamagangur, þetta er mjög villt. En þú getur leikandi spilað í gegnum hana ef þú ert yfirvegaður. Við tökum þrjú leikhlé til að reyna að sýna leikmönnum þær lausnir sem eru í boði, á hvaða staði við viljum leita.“ Rúnari fannst skorta á kjark, þor, hugrekki og ákvarðanatöku hjá sínum leikmönnum í seinni hálfleik. Hann sagði að mögulegt hefði verið að bregðast við vörn Keflvíkinga með einföldum sendingum, sjá þannig hvernig vörn þeirra hreyfði sig og finna með þeim hætti betur opin skot. Honum fannst sitt lið ekki hafa náð að fylgja þessari leið í síðari hálfleik. Eftir þetta tap er Njarðvík enn í fjórða sæti deildarinnar og nú átta stigum á eftir Val sem er í þriðja sæti. Möguleikarnir til að komast ofar í deildinni virðast því litlir og um leið að ná heimavallarrétti í úrslitakeppninni. Rúnari finnst það ekkert stórmál þótt honum þætti betra að eiga þessa möguleika en var ekki sammála blaðamanni um að þeir væru fyrir bí. Njarðvíkurliðið ætlaði sér að halda áfram að keppast um að ná því. „Það eru þrettán leikir eftir. En þetta skiptir ekki öllu máli. Þetta eru ekki löng ferðalög í úrslitakeppninni. Við sýndum það í fyrra. Við enduðum í fjórða sæti og urðum Íslandsmeistarar. Það er kannski ekki stærsta atriðið þó okkur líði alveg vel heima.“ „Það er mun stærra atriði að við finnum einhvern karakter þegar á móti blæs. Það er mun stærra atriði að við förum að taka betri ákvarðanir og lærum af mistökunum okkar og höldum haus. Það er bara miklu stærra atriði en einhver heimavöllur, þriðja sæti eða fjórða. Mér er bara eiginlega alveg sama. Við þurfum að vera betri í körfubolta. Ég þarf að vera betri í að sýna þeim þær lausnir sem þær eiga að geta fundið á vellinum. Við erum eitt lið. Við þurfum bara öll að vera betri og höldum því áfram.“ Rúnar er mjög sáttur við að næsti leikur Njarðvíkinga sé eftir tvær vikur. „Það er bara frábært. Ég er mjög spenntur og ánægður að það séu tvær vikur. Núna getum við farið að hamast inn í sal og farið að spila vörn á æfingum eins og Keflavík gerði á okkur í kvöld. Þá kannski venjumst við því og mætum tilbúnari í næsta leik,“ sagði Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari kvennaliðs Njarðvíkur, að lokum.
Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Keflavík ÍF Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Fótbolti Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Fótbolti Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Enski boltinn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Fleiri fréttir Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Sjá meira